Side, Tyrkland

Sueno Side


6 manns í sama herbergi
Barnaverð til og með 12 ára
Barnaklúbbur
Alþjóðlegur
Sundlaug:
7
Strönd
0 m
Miðbær
3,5 km

Yndislegt hótel í Side

Sueno Side er fjölskylduhótel sem aldrei sefur. Þetta er virkilega fínt „allt innifalið” hótel með óendanlega möguleika á dásamlegu sumarfríi fyrir alla fjölskylduna. Hótelsvæðið er stórt, en samt mjög vel hannað með mörg mismunandi svæði sem öll hafa sína eigin stemningu. Á sama tíma ertu einungis nokkra kílómetra frá krúttlegum litlum bæ sem heitir Side. Þar er mikið úrval af alls kyns verslunum og veitingahúsum í gamla miðbænum.

Hótelsvæðið samanstendur af mörgum litlum svæðum svo jafnvel þótt það sé mjög stórt, þá virðist það vera mun minna. Því geta allir ákveðið sjálfir hversu mikinn félagsskap þeir vilja. Hótelið er svo vel búið að það er hið fullkomna val fyrir allar fjölskyldur sama hversu gömul börnin eru og hvort ömmur og afar fylgja með. Hér er eitthvað fyrir alla!

Sundlaugargarður með 7 vatnsrennibrautir!

Sueno Side er ekta sundlaugarparadís. Hér eru ekki færri en sex sundlaugar og að auki er ein upphituð innanhússsundlaug sem er fullkomin þegar aðeins tekur að kólna í veðri. Skemmtilegt smáatriði er að þú getur synt frá innilauginni og út í litla sundlaug sem er utanhúss.

Það er mikið magn af sólstólum og sólhlífum við sundlaugarnar svo þú ættir að hafa góða möguleika á að ná fallegri sólbrúnku. Við stóru sundlaugina eru þó líka skipulagðir alls kyns viðburðir sem ná flestum á fætur.

Hér er skemmtilegur vatnsskemmtigarður með sjö vatnsrennibrautum þar sem barnafjölskyldurnar safnast oft saman og má sjá hamingjusöm börnin renna hverja ferðina á fætur annarri niður rennibrautirnar.

Ströndin sem þú dvelur á er yndisleg! Hún er passlega breið og barnvænlega grunn. Það fyrsta sem þú tekur eftir er yndisleg strönd með sólstólum og sólhlífum sem þér er frjálst að nota að vild. Einnig er hægt að ganga með flæðarmálinu alveg til gamla hluta Side, ganga sem er tilvalin fyrir rómantíska kvöldstund. Bryggjan við ströndina er gífurlega vinsæl á meðal gestanna. Her er bar, sólbekkir og sólhlífar og ef hitinn verður of mikill er bara að skella sér út í svalandi hafið. Bryggjan er opin á háannatíma.

Sandurinn er fíngerður með einstaka smásteinum í flæðarmálinu. Hér er einnig mjög fín bryggja þar sem notalegt er að sitja í kvöldsólinni og njóta útsýnisins yfir gamla bæjarhluta Side, þar sem fallega Apollo musterið stendur upplýst við sjóndeildarhringinn.

Á ströndinni er mögulegt að fá smá VIP meðhöndlun á „Planet Beach Club“ svæðinu, gegn greiðslu. Hér er til að mynda hægt að slappa virkilega vel af í einka sólbaðshreiðri.  

Handklæði fyrir strönd og sundlaug er í boði án endurgjalds.

 

Af öryggisástæðum eru aldurs og hæðatakmörk í ákveðnar rennibrautir.

Allt innifalið - sem aldrei endar!

Á Sueno Side er boðið upp á yfirgripsmikið „allt innifalið” þema þar sem innifalið eru margir barir og spennandi framboð á ýmsum kræsingum yfir allt hótelsvæðið. Auðvitað er líka boðið upp á þrjár höfuðmáltíðir, en þær eru bornar fram sem dýrindis hlaðborð með freistandi blöndu af tyrkneskum og alþjóðlegum réttum. Það er einnig sérstakt svæði fyrir börnin þar sem þau hafa eigið hlaðborð á kvöldin og þar eru einnig minni stólar og borð.

Margt af því sem er í boði er algjörlega einstakt, eins og t.d. litla veitingagatan sem liggur frá stóru sundlauginni og alla leið að sviðinu. En á þessari leið má finna ótrúlegt úrval af litlum veitingastöðum sem bjóða upp á snarl og létta rétti, ávexti og aðrar léttar veitingar vissa tíma dagsins. Veldu á milli sushi, kebab og salats, eða hamborgara, bakaðrar kartöflu eða tyrknesku gözleme. Hér er líka að finna bjórbar sem býður upp á bjór og snakk.

Allir innlendir drykkir eru innifaldir og það er möguleiki á að fá drykki allan sólarhringinn. Ís er einnig í boði fyrir alla gesti á ákveðnum tíma dags.

Í viðbót við það sem þegar hefur verið talið upp, hefur þú einnig um sex ólíka þema veitingastaði. Þú getur valið um asískt, sjávarrétta, ítalskt, mexíkanskt, tyrkneskt eða grillstað, sem er reyndar eingöngu opinn á háannatíma. Þú mátt prófa hvern þema veitingastað einu sinni svo framarlega sem pláss leyfir, en þó er bókunargjald á veitingastöðunum.

Opnunartími:

Opnunartími:
Morgunverður Aðalveitingastaður 07:00 - 10:00
Morgunverður Lake House 08:00 - 10:00
Morgunsnarl Aðalveitingastaður 10:00 - 11:00
Hádegisverður Aðalveitingastaður 12:30 - 14:30
Barnahlaðborð Pizza Restaurant 19:00 - 20:00
Kvöldverður Aðalveitingastaður 19:00 - 21:30
Miðnætursnarl Aðalveitingastaður 23:30 - 07:00
Þema veitingastaðir   19:00 - 21:00
Ís   12:30 - 17:00
Léttir réttir   10:00 - 19:00
Hamak Bar   09:30 - 22:00
Snack Bar   12:30 - 16:30
Bowling Bar   10:00 - 00:00
Café Turk   08:30 - 00:00
Beach Bar   10:00 - 22:00
Disco Bar   00:00 - 03:00
Ada Bar   08:00 - 00:00
Palm Bar   16:00 - 08:00
Coffee House   09:30 - 00:00
Meydan Pool Bar   09:30 - 00:00
Beer House   16:00 - 00:00
Pier Bar   09:30 - 19:00
Luna Bar   20:00 - 00:00
Vitamin Bar   09:00 - 21:00
Planet Beach Club   09:00 - 18:00
Planet Beach Club   22:30 - 00:00

Vinsamlegast athugið að tímasetning og framboð getur breyst eftir fjölda gesta og árstíma. Þema veitingastaðina er hægt að nýta sér svo framarlega sem sætaframboð leyfir.

Stór skemmtigarður og alþjóðlegur barnaklúbbur

Í viðbót við ströndina og allar sundlaugarnar, sem eru yfirleitt hátt á vinsældarlistanum hjá börnunum, er einnig spilasalur á hótelinu með mörgum spilakössum. Einnig er skemmtilegt minitívolí á hótelsvæðinu með mörgum tækjum eins og t.d. hringekju, rafmagnsbílum og mini gokart.

Alþjóðlegi barnaklúbburinn Lollipop (sleikipinni), er fyrir öll börn á aldrinum 4-12 ára og þar gera barngóðir leiðbeinendurnir sitt allra besta til að skemmta börnunum. Nálægt barnaklúbbnum er lítið sundlaugarsvæði með minni vatnsrennibrautum og leiksvæði. Í barnaklúbbnum eru sýndar bíómyndir, föndrað og farið í alls kyns leiki og þrautir. Barnaklúbburinn fer einnig allur saman í sundlaugargarðinn þar sem börnin geta rennt sér aftur og aftur í rennibrautunum sjö. Á kvöldin er svo hægt að dansa á minidiskótekinu fyrir framan áhugasama áhorfendur.

Á háannatíma er einnig unglingaklúbbur fyrir unglinga á aldrinum 13-16 ára. Dagskrá klúbbsins er kynnt á auglýsingatöflum og leiðbeinendurnir safna svo saman hópnum t.d. við sundlaugina, en klúbbmeðlimir fá sjálfir að taka þátt í að ákveða hvað skal gera hverju sinni.

Allan daginn!

Á Sueno Side er alltaf eitthvað að gerast. Þú getur t.d. spilað tennis (og farið í hóptíma ef þú vilt), fótbolta, strandblak og körfubolta. Þar að auki er frábær líkamsræktarstöð á hótelinu þar sem þú getur æft bæði styrk og þol.

Ef þú bætir svo við bogfimi, minigolfi, fótboltaspili, pílukasti, borðtennis og vinsælli keiluhöll, þá ertu mögulega komin með smá hugmynd um allt úrvalið sem hér má finna. Kannski finnst þér vatnaleikfimi, eróbikk eða pilates spennandi? Hér eru engar afsakanir fyrir að halda sér ekki í formi í fríinu! 

Þótt svitinn spretti fram bara yfir því að lesa allt sem í boði er, þá þarftu ekki að hafa áhyggjur, því þetta eru bara möguleikarnir! Því þú getur að sjálfsögðu sjálf/ur valið hvað þú vilt prófa eða taka þátt í, en þó er ansi líklegt að þú komir reynslunni ríkari heim úr fríinu. En ef þú nærð ekki að gera allt sem þig langar, þá ertu bara komin með góða ástæðu til að koma aftur í heimsókn.

Í bíósal hótelsins eru sýndar góðar bíómyndir og það er þráðlaust Internet í móttökunni, á Ada Café, Café Turk og öllum herbergjum í aðalbyggingunni.

Á kvöldin eru haldnar ýmsar sýningar á sviðinu en það er mjög misjafnt hver áherslan er í sýningunni en til dæmis er boðið upp á skemmtisýningu eða lifandi tónlist. Skemmtigarðurinn er hrífandi á að líta á kvöldin með öll sín blikkandi ljós og gestina sem mynda iðandi mannhaf í  og úr tækjum. Þegar líða tekur á kvöldið er skemmtigarðurinn sá staður sem allir fara á og ef þú hefur ákveðið að hitta einhverja vini um kvöldið er sjálfsagt að finna þá þar. Spilasalur hótelsins er einnig mjög vinsæll, en þar má finna gott úrval spilakassa.

Þú þarft ekki einu sinni að fara til Side þótt þú viljir upplifa smá næturlíf því að diskótek hótelsins er opið fram á rauða nótt.

Stórar fjölskyldusvítur með beinan aðgang að sundlaug

Herbergin skiptast niður á tvær byggingar: annarsvegar aðalbygging en hins vegar smáhúsasvæði með eigin sundlaugarsvæði. Á smáhúsasvæðinu er mikil kyrrð og friður og ef þú bókar herbergi sem snýr mót sundlaug færð þú beinan aðgang að lauginni. Hér eru fjölskyldusvítur fyrir allt að sex manns og getur því öll fjölskyldan dvalið saman. 

Aðalbyggingin er U laga, sem þýðir að ekki mörg herbergi eru með sjávarútsýni. Það er lyfta í sex hæða aðalbyggingunni en ekki á tveggja hæða sumarhúsasvæðinu. Herbergin í aðalbyggingunni eru með gólfteppi eða plastparket en í sumarhúsasvæðinu er plastparket. Herbergin eru fín og nútímaleg.

Öll herbergi eru með miðstýrða loftkælingu, minibar sem fyllt er á daglega með vatni, gosi og bjór, öryggishólf, svalir eða verönd, síma, sjónvarp, baðker og hárþurrku. Í aðalbyggingunni er þar að auki þráðlaust Internet í öllum herbergjum. Það er einnig Internet í smáhýsunum, en hraðinn og tengingin er misgóð. Svalirnar eru mjög mismunandi að stærð eftir herbergjum.

Tvíbýli aðalbygging, 2-3 manna

Vel innréttað um 31 m² herbergi með annað hvort tvíbreiðu rúmi eða tveimur einbreiðum rúmum, snyrtiborði og nettum sófa. Þriðji aðili sefur í svefnsófa. Hér þurfa minnst tveir að greiða fullt verð en mögulegt er að fá eitt barnaverð. Hægt er að bóka þetta herbergi sem einstaklingsherbergi gegn þóknun.

Deluxe herbergi aðalbygging, 2-4 manna

Deluxe herbergið er eins innréttað og tvíbýlið og jafn stórt, nema svefnsófinn hér er einbreiður. Hitt aukarúmið er aukadýna sem er 90x190 cm að stærð. Í þessu herbergi geta allt að þrír fullorðnir dvalið, en hægt er að fá allt að tvö barnaverð.

Economy herbergi aðalbygging, 2-3 manna

Þetta er ódýrasta herbergið en það er aðeins minna en tvíbýlið en þó eins innréttað. Hér þurfa minnst tveir að greiða fullt verð en mögulegt er að fá eitt barnaverð.

Fjölskyldusvíta aðalbygging, 3-4 manna

Ef þú vilt hafa það rúmgott í fríinu getur þú bókað þessa tveggja herbergja svítu. Í þessari 43 m² svítu þurfa minnst þrír að greiða fullt verð en mögulegt er að fá eitt barnaverð. Í öðru svefnherberginu er tvíbreitt rúm, en í hinu eru tvö einbreið rúm.

Sumarhúsabyggðin, Lake

Þegar þú velur þér herbergi í sumarhúsi býrðu við yndislegt sundlaugarsvæði sem er í grænu og gróðursælu umhverfi. Hluti húsanna er með beinan aðgang að sundlauginni á meðan önnur eru á annarri hæð og þá kemstu í laugina beint frá tröppum frá svölunum. Herbergin eru með svalir eða verönd. Mikil kyrrð ríkir á svæðinu og íbúarnir finna fyrir miklum friði.

Tvíbýli sumarhúsabyggð, 2-3 manna

Í þessu um það bil 31 m² tvíbýli er tvenns konar útsýni í boði, annaðhvort hefur þú útsýni yfir sundlaugarsvæðið (gegn smá gjaldi) og þá beinan aðgang að sundlauginni líka, eða ef herbergið snýr að landi, þá er ekki beinn aðgangur að sundlaug. Herbergin minna mikið á tvíbýlin í aðalbyggingunni með annaðhvort tveimur einbreiðum rúmum eða tvíbreiðu rúmi, snyrtiborði og litlum sófa. Hér þurfa minnst tveir að greiða fullt verð, hægt er að fá eitt barnaverð en einnig er hægt að bóka þetta herbergi sem einstaklingsherbergi gegn gjaldi. 

Fjölskyldusvíta sumarhúsbyggð, 3-6 manna

Rúmgóð 54 m² svíta sem samanstendur af tveimur svefnherbergjum með tvö einbreið rúm í öðru herberginu og tvíbreitt rúm, sófahorn og snyrtiborð í hinu herberginu. Hér geta mest sex fullorðnir dvalið en minnst þrír þurfa að greiða fullt verð. Mögulegt er að fá allt að tvö barnaverð.

Samtengt tvíbýli sumarhúsabyggð, 3-6 manna

Rúmgóð um 62 m² svíta sem samanstendur af tveimur venjulegum tvíbýlum, þar sem annað vísar mót landi, en hitt út að sundlauginni. Lítill gangur liggur á milli herbergjanna tveggja þannig að hér færðu einnig tvö baðherbergi. Hér geta allt að sex fullorðnir dvalið en minnst þrír þurfa að greiða fullt verð. Mögulegt er að fá allt að tvö barnaverð.

Glæsileg heilsulind

Miðað við alla þá afþreyingu sem í boði er á Sueno Side þá er það trúlegt að þú viljir einnig slappa aðeins af og þá er tilvalið að prófa glæsilega heilsulind hótelsins. Hér er bæði gufubað, sauna og hamam sem nota má án endurgjalds. Hér býðst gott úrval af andlits- og líkamsmeðferðum sem fá þig auðveldlega til að slappa af á stundinni. Hér er einnig að finna líkamsrækt hótelsins sem er með gott úrval af tækjum.

Vilt þú öðlast ógleymanlegar minningar?

Hjá Nazar erum við sérfræðingar í að skipuleggja ferðir til Tyrklands og það er okkar takmark að þú haldir heim á leið með ógleymanlegar minningar í farteskinu. Þess vegna höfum við sett saman fjölbreytta dagskrá, þar sem reynsluríkir fararstjórar fara með þig í æsispennandi ævintýraferðir, freistandi verslunarferðir, heillandi menningarferðir, grípandi náttúruferðir eða leiða þig í villta skemmtun sem fær adrenalínið til að flæða.  Hafðu samband við fararstjóra okkar á áfangastað fyrir frekari upplýsingar um ferðir og skráningu.

Side

Hótelið er staðsett í Side á suðurstönd Tyrklands.  Side er heillandi blanda af gömlu og nýju þar sem nútímalegur ferðamannastaður er staðsettur við hlið krúttlegum og hlykkjóttum smágötum. En þær eru í sjálfu sér ótrúlega vel varðveittar minjar rómverskra tíma. Dekraðu við þig með kvöldverði á einum af dásamlegu veitingastöðunum, verslaðu í spennandi verslunum eða farðu í gönguferð á ströndinni og njóttu töfrandi stemningar í stjörnuskini við upplýstar rústir borgarinnar.

Há- eða lágannatími

Þegar að þú ferðast utan háannatíma, getur verið að veitingastaðir, barir og ýmsar verslanir séu lokaðar, eða loki fyrr en venjulega. Á mörgum hótelum er sólin notuð til upphitunar og til að hita upp vatn og því getur verið kaldara á hótelunum í lengri eða styttri tímabil.

Á lágannatíma getur líka verið að hótel velji að loka fyrr en áætlað hafi verið. Þetta getur þýtt að við þurfum að láta gesti okkar vita með tiltölulega stuttum fyrirvara að þeirra hótel hafi breyst. Einnig getur verið að hluti af hótelsvæðinu sé lokaður eða loki fyrr utan háannatíma. Þetta gildir t.d. um veitingastaði, sundlaugar, bari, barnaskemmtanir og fleira. Innihaldið á hlaðborðunum er miðað við fjölda gesta og því gæti úrvalið minnkað eitthvað.

Á háannatíma (frá 1. júní til 30. september) er yfirleitt líf og fjör á hótelinu og því geta myndast biðraðir á veitingahúsin eða barnum eða biðtími lengst. Það er ekki óvanalegt að tónlist sé á börunum og veitingahúsunum. Athugið að það getur orðið rafmagnslaust eða vatnslaust bæði á háanna- og lágannatíma.

Útilaugar, vatnsrennibrautir, minitivolí og ströndin við hótelið opnar 1. apríl (ef veður leyfir). Bryggjan opnar 1. maí (ef veður leyfir).