Antalya, Tyrkland

Royal Palace


6 manns í sama herbergi
Barnaverð til og með 11 ára
Barnaklúbbur
Alþjóðlegur
Sundlaug:
2
Strönd
0 m
Miðbær
18 km

Konunglegt fjölskylduhótel með frábærri aðstöðu

Royal Palace er draumahöll með sömu úthugsuðu gæðin sem öll Royal hótelkeðjan er orðin þekkt fyrir. Hótelið er staðsett við Lara ströndina í einungis 15 km fjarlægð frá flugvellinum og miðbæ Antalya.

Metnaðarfullur eigandi hótelsins hefur sett sér það takmark að bera af á meðal nágrannahótelanna og með Royal Palace er hann nálægt því að ná settu takmarki! Hin vinsæla Royal hótelkeðja samanstendur af Royal Wings (Lara), Royal Dragon (Side) og Royal Alhambra (Side). Öll hótelin hafa vakið mikla ánægju meðal gesta Nazar og draga því að sér marga norræna fastagesti. Þegar þú hefur prófað að búa á Royal-hóteli viltu hvergi annars staðar dvelja!

Stórt sundlaugarsvæði með bæði rólegum stöðum og mikilli afþreyingu

Sundlaugarsvæðið ásamt stóru göngubrúnni sem liggur yfir sundlaugina og tengir svæðið ströndinni er ótrúlega heillandi. Brúin gerir það að verkum að þeir gestir sem vilja fara beint á ströndina ónáða ekki þá sem kjósa frekar að flatmaga á sundlaugarbakkanum. Uppáhald fjörboltanna eru svo vatnsrennibrautirnar sem koma adrenalíninu af stað. Fimm stórar vatnsrennibrautir eru fyrir þá hugrökku og þrjár vatnsrennibrautir fyrir minni börnin í barnalauginni sem staðsett er við hliðina á barnaklúbbnum. Ef þú vilt hvíla þig á sólinni er innandyra bæði heitur pottur og svo tvær innilaugar, ein fyrir fullorðna og ein fyrir börn.

Royal Palace er staðsett við 400 m breiða strönd sem er með grófan sand og smásteina í sjávarborðinu. Sjórinn dýpkar nokkuð hratt. Frá ströndinni er hægt að ganga yfir brú og þaðan út á bryggju sem liggur út í sjóinn en þar er strandbar stólar og sólstólar. Bryggjan er sérlega vinsæl á heitustu dögunum, þar sem þú getur notið frískandi sjávarandvarans með kaldan drykk við hendina. Á bryggjunni geturðu notið útsýnisins yfir blátt hafið sem virðist engan endi hafa eða horft inn að landi og dáðst að glæsilegum hótelum Lara strandarinnar.

Hótelið býður daglega upp á eitt strandhandklæði á mann til afnota við sundlaug eða strönd. Ef þú vilt skipta út handklæðinu yfir daginn þarf að greiða fyrir það.

Allt innifalið - auðvitað!

Allt innifalið þemað á Royal Palace er svo sannarlega eftirtektarvert. Á aðalveitingastaðnum er boðið upp á þrjár stórar aðalmáltíðir þar sem borið er fram ógrynni mismunandi rétta á glæsilegum hlaðborðum á morgnana, í hádeginu og á kvöldin ásamt dýrindis ávaxta- og eftirréttaborði. Þú munt finna marga rétti sem þú kannast við en þar að auki er boðið upp á spennandi tyrkneska rétti sem þú átt eftir að sakna þegar heim kemur. Börnin hafa sitt eigið hlaðborð og þar að auki er einnig heilsuhlaðborð.

Aðalveitingastaðurinn er innréttaður með stóru hlaðborðasvæði með opnu eldhúsi þar sem hægt er að horfa á eldamennskuna á meðan að maturinn er lagaður. Sjálfu borðhaldinu er svo skipt niður í nokkur minni svæði.

Í móttökunni er huggulegt lítið bakarí sem þjónar þeim tilgangi fyrir hádegi að næra þá gesti sem hafa viljað sofa lengur og misst þar af leiðandi af morgunverðinum. Eftir hádegi geturðu svalað sykurþörfinni þarna með gómsætum litlum kökum og öðru spennandi bakkelsi og ef þú þarft á smá nætursnarli að halda þá er það í litla bakaríinu sem þú nálgast smá hressingu áður en haldið er í rúmið.

Svæðið undir sviði hótelsins nýtist sem veitingastaður sem býður upp á léttar veitingar eins og tyrkneskt kebab, pizzu, fylltar bakaðar kartöflur og annað slíkt. Einnig er stór veitingastaður með léttar veitingar við sundlaugina.

Á leiðinni niður á strönd eru ferlega huggulegir tréskálar þar sem er boðið upp á tyrkneska sérrétti seinni part dags.

Allir innlendir og vissir innfluttir drykkir eru innifaldir í „allt innifalið“ þema hótelsins.

Þér gefst einnig færi á að fara út að borða á veitingastað þar sem þú pantar matinn af matseðli. Hér er að finna ítalskan, sjávarrétta, asískan, mexíkóskan og tyrkneskan grill veitingastað og á meðan pláss leyfir geturðu snætt hér, þó gegn greiðslu. Sjávarréttastaðurinn er staðsettur utandyra í notalegum tréskálum og opnunartímar eru því mismunandi og ráðast eftir veðri og árstíma. Mundu að panta borð tímanlega hjá „Guest Relations" eða með minnst eins dags fyrirvara.

Opnunartími:

Opnunartími:
Morgunverður Aðalveitingastaður 07:00 - 10:00
Morgunsnarl Aðalveitingastaður 10:00 - 11:00
Hádegisverður Aðalveitingastaður 13:00 - 14:30
Kvöldverður Aðalveitingastaður 18:30 - 21:00
Miðnætursnarl   00:00 - 07:00
Kaffi & kökur   16:00 - 17:00
Léttir réttir   12:00 - 17:00
À la carte   18:30 - 21:30
Ís   13:00 - 15:00
Cafe Turk   16:00 - 23:30
Amphi Bar   10:00 - 21:30
Terrace Bar   17:00 - 00:00
Pier Bar   09:30 - 18:00
Snack Bar   10:00 - 17:00
Pera Lobby Bar   24 h
Piano Lobby Bar   17:00 - 00:00
Pool Bar   10:00 - 00:00
Bakarí   16:00 - 23:30
Bowling Bar   16:30 - 00:00
Oxygen Disco   23:45 - 02:30

Athugið að tímasetningar og framboð getur breyst eftir fjölda gesta og árstíma. A la carte veitingastaðina er hægt að nota á meðan pláss leyfir.

Afþreying fyrir börnin sem lætur tímann fljúga

Leiðbeinendur hótelsins leika með börnunum mest allan daginn í barnaklúbbnum og skella sér stundum í barnalaugina og í vatnsrennibrautirnar með börnin. Þrjár vatnsrennibrautir eru ætlaðar minnstu börnunum og eru rétt hjá barnaklúbbnum. Börnunum býðst einnig að horfa á teiknimynd, spila, fá andlitsmálningu og púsla. Barnaklúbburinn er fyrir öll börn á aldrinum 4-12 ára.

Á kvöldin fá börnin að spreyta sig í dansi á hinu vinsæla minidiskóteki. Á kvöldin er líka minitívolíið opið þar sem börnin geta farið í hringekju, klessubíla, parísarhjól og fleiri skemmtileg tæki. Stærri börnin heillast kannski meira af spilasalnum þar sem eru tölvuleikir, spilakassar og keila. Greiða þarf fyrir allt í spilasalnum.

Íþróttir, afþreyingar og sýningar

Royal Palace býður upp á úrval skemmtilegra og vinsælla afþreyinga fyrir bæði íþróttaiðkendur og alla þá sem elska að vera í rólegu fríi með drykk við höndina! Haltu þér í formi í æfingatækjunum eða í eróbikktímunum í líkamsræktarstöðinni, sveiflaðu spaðanum á tennisvellinum, æfðu uppgjöfina í blakinu, æfðu þig í að dripla á körfuboltavellinum, prófaðu nákvæmni þína í pílukasti eða hröð viðbrögð í borðtennis. Í spilavíti hótelsins eru ýmsir spilakassar, billjarð og keila, en það kostar þó allt saman aukalega. Þráðlaust Internet er frítt í móttökunni og þú hefur meira að segja aðgang að tölvu í tölvuherbergi hótelsins.

Á kvöldin geturðu séð börnin þín sýna dansspor á minidiskótekinu á leikvanginum en svo tekur kvöldskemmtun við og tónlistarmenn eða atvinnudansarar taka við sviðinu og skemmta áhorfendum. Eftir sýningu á sviðinu er lifandi tónlist ákveðna daga í viku en annars geturðu líka dansað að vild á diskóteki hótelsins sem opið er fram eftir á hverju kvöldi.

Á hótelinu er að finna verslanir sem selja skartgripi, myndir, leðurvöru og minjagripi. Það er líka lítil kjörbúð ef þú hefur til dæmis gleymt sólarvörninni heima. Ef þú hins vegar vilt fá svolítið stærra úrval og á sama tíma fara í smá skoðunarferð til Antalya, höfuðborg tyrknesku ríverunnar. Hótelið skipuleggur rútuferðir inn til Antalya gegn greiðslu en mundu bara að skrá þig deginum áður.

Glæsileg, rúmgóð herbergi fyrir allt að sex manns

Konunglegur stíll Royal Palace er einnig sjáanlegur inni á herbergjunum. Innréttingar eru í sterkum litum og með fínlegum gullskreytingum.

Öll herbergi hafa svalir, gólfteppi, síma, miðstýrða loftkælingu, hraðsuðuketil með te og kaffi, hárblásara, flatskjá, minibar, öryggishólf, sófa eða hægindastól og snyrtiborð eða skrifborð. Í minibarnum er gos, bjór og vatn, sem fyllt er á daglega sem partur af „allt innifalið".

Tvíbýli, 2-4 manna

Á þessum 46 m² lúxus herbergjum er pláss fyrir 2-4 manns, þó hámark þrjá fullorðna og eitt barn sem sefur í auka rúmi. Gegn auka gjaldi er hægt að fá sjávarútsýni eða sjávarútsýni að hluta (Seaside). Í tvíbýli þurfa að minnsta kosti tveir að greiða fullt verð en gegn smá auka gjaldi geturðu fengið herbergið sem einstaklingsherbergi. Hægt er að greiða barnaverð fyrir eitt barn og annað barn getur fengið barnaafslátt af fullorðinsverðinu.

Duplex fjölskyldusvíta, 3-4 manna

Hér eru tvö herbergi á tveimur hæðum og hér er pláss fyrir hámark fjóra fullorðna eða minnst þrjá sem greiða fullt verð. Svítan er mjög rúmgóð eða 75 m². Hér eru tvö baðherbergi, annað með baðkeri og hitt með sturtu. Öll þessi herbergi eru á tveimur efstu hæðum hótelsins.

Fjölskyldusvíta, 3-4 manna

Í þessari 60 m² svítu er pláss fyrir fjóra fullorðna. Það eru tvö herbergi aðskilin með hurð, annað með tvíbreiðu rúmi en hitt með tveimur einbreiðum rúmum. Að minnsta kosti þrír þurfa að greiða fullt verð og hægt er að fá eitt barnaverð.

Deluxe svíta, 2 herbergja, 2-4 manna

Í þessari 60 m² svítu eru tvö svefnherbergi og stofa. Hér er pláss fyrir hámark fjóra fullorðna. Að minnsta kosti tveir þurfa að greiða fullt verð en allt að tvö börn geta fengið barnaverð. Þessi herbergi hafa landsútsýni.

Deluxe svíta, 3 herbergja, 4-6 manna

Þessi 85 m² svíta er tilvalin fyrir stórfjölskylduna, með nóg pláss fyrir alla. Hér eru tvö svefnherbergi og stofa. Í öðru herberginu eru tvö einbreið rúm og í hinu er tvíbreitt rúm og hægt er að fá tvö auka rúm. Hér þurfa að lágmarki fjórir að greiða fullt verð og svo er möguleiki að fá barnaverð fyrir eitt barn og barnaafslátt fyrir annað barn. Hér eru tvö baðherbergi, eitt með baðkeri og annað með sturtu. Þessi herbergi hafa landsútsýni.

Ef þú vilt láta þér líða eins og alvöru prinsessu í ævintýrahöllinni þinni, láttu þá dekra við þig í flottu heilsulindinni. Greiða þarf fyrir nudd og aðrar meðferðir en þú getur án auka greiðslu notast við gufubað, afslöppunarherbergi og hið klassíska tyrkneska bað, hamam, þar sem þú getur losað þig við stressið undir einstökum stjörnuhimni heilsulindarinnar.

Hótel í þessum gæðaflokki væri ekki það sama án einstakrar heilsulindar sem tekur á móti gestum með opnum örmum og dekrar við þá frá toppi til táar. Þú færð þarna vel útbúna heilsulind með stórt úrval af andlits- og líkamsmeðferðum.

Vilt þú öðlast ógleymanlegar minningar?

Hjá Nazar erum við sérfræðingar í að skipuleggja ferðir til Tyrklands og það er okkar takmark að þú haldir heim á leið með ógleymanlegar minningar í farteskinu. Þess vegna höfum við sett saman fjölbreytta dagskrá, þar sem reynsluríkir fararstjórar fara með þig í æsispennandi ævintýraferðir, freistandi verslunarferðir, heillandi menningarferðir, grípandi náttúruferðir eða leiða þig í villta skemmtun sem fær adrenalínið til að flæða. Hafðu samband við fararstjóra okkar á áfangastað fyrir frekari upplýsingar um ferðir og skráningu.

Antalya

Hótelið er staðsett á suðurströnd Tyrklands, við Antalya, sem er stór ferðamannaborg, en á sama tíma má sjá auðkennandi karakter heimamanna. Sögufrægur miðbærinn er hjarta borgarinnar með sínum litlu, hlykkjóttu götum, gömlum steinhúsum og heillandi rómverskri höfn. Víða má finna spennandi búðir og huggulega veitingastaði, að ógleymdum stóru, alþjóðlegu verslunarmiðstöðvunum.

Há- eða lágannatími

Þegar að þú ferðast utan háannatíma, getur verið að veitingastaðir, barir og ýmsar verslanir séu lokaðar, eða loki fyrr en venjulega. Á mörgum hótelum er sólin notuð til upphitunar og til að hita upp vatn og því getur verið kaldara á hótelunum í lengri eða styttri tímabil.

Á lágannatíma getur líka verið að hótel velji að loka fyrr en áætlað hafi verið. Þetta getur þýtt að við þurfum að láta gesti okkar vita með tiltölulega stuttum fyrirvara að þeirra hótel hafi breyst. Einnig getur verið að hluti af hótelsvæðinu sé lokaður eða loki fyrr utan háannatíma. Þetta gildir t.d. um veitingastaði, sundlaugar, bari, barnaskemmtanir og fleira. Innihaldið á hlaðborðunum er miðað við fjölda gesta og því gæti úrvalið minnkað eitthvað.

Á háannatíma (frá 1. júní til 30. september) er yfirleitt líf og fjör á hótelinu og því geta myndast biðraðir á veitingahúsin eða barnum eða biðtími lengst. Það er ekki óvanalegt að tónlist sé á börunum og veitingahúsunum. Athugið að það getur orðið rafmagnslaust eða vatnslaust bæði á háanna- og lágannatíma.

Útilaugar, vatnsrennibrautir, minitívolí og ströndin á hótelinu opnar á milli 1. og 15. apríl (ef veður leyfir).