Alanya, Tyrkland

Karat Hotel


4 manns í sama herbergi
Barnaverð til og með 1 ára
Barnalaug
Sundlaug:
1
Strönd
500 m
Miðbær
500 m Alanya Bazar

Klassískt borgarhótel – frábær staðsetning

Í vinsælu ferðamannaborginni Alanya finnur þú þetta virkilega góða en einfalda ”allt innifalið” hótel. Karat hótel er staðsett á miðri aðalgötu Alanya og því er varla hægt að vera meira miðsvæðis. Það eru ekki nema um 50 metrar í næstu búð og banka, 10 metrar í verslun, 20 metrar á næsta veitingastað og 500 metrar á ströndina eða til næsta bars og diskóteks. Það má því með sanni segja að stutt sé í allt frá hótelinu.

Hótelið er staðsett í Alanya á suðurströnd Tyrklands, sem er þekkt fyrir að vera ein af bestu og vinsælustu ferðaborgum Tyrklands. Borginni fylgir heillandi saga og margir áhugaverðir staðir, virkt viðskiptalíf með ótrúlegu úrvali af spennandi verslunum, sem selja innlendar jafnt sem erlendar vörur, ásamt líflegu næturlífi með góðum veitingastöðum, diskótekum, börum og kaffihúsum.

Hin fullkomna staðsetning fyrir borgarbarnið!

Karat er einfalt og þægilegt hótel, sem er hannað fyrir þann sem vill fá að skoða borgina á sínum eigin hraða. Hótelið er einna hentugast fyrir yngra fólk og pör, en þangað koma þó líka fjölskyldur með stærri börn. 

Þó ekki sé boðið upp á margskonar afþreyingu, er auðveldlega hægt að nýta tímann á hótelinu í að safna orku til að búa til nýjar minningar úr ævintýrunum sem bíða þín hinum megin við veggi hótelsins.

Baðaðu þig á sömu strönd og Kleópatra!

Við hliðina á aðalveitingastaðnum er notaleg sundlaug með sundlaugabar og sólstólum. Þannig að þegar hitinn fer að segja til sín geturðu alltaf stungið þér í sundlaugina og lokið góðri máltíð á köldum drykk við sundlaugarbarinn. Við hliðina á sundlauginni er svo sér laug fyrir börnin.

Frá hótelinu er tæplega kílómetri niður að hinni frægu Kleópötru strönd en ef þú vilt hafa smá fjölbreytni í dagskrá frísins, þá máttu ekki missa af því að kíkja á fínu Austurströndina.

Á báðum ströndum færðu sólstóla og sólhlífar gegn greiðslu en athugið að matur og drykkir á ströndinni heyra ekki undir „allt innifalið“.

Athugið að hótelið býður ekki upp á handklæðaþjónustu fyrir sundlaug og strönd, svo ekki gleyma að taka með handklæði að heiman.

Gegn greiðslu

Leiga á sólstólum á ströndinni, matur og drykkur á ströndinni.

Allt innifalið - gott og þægilegt

Allar aðalmáltíðir á Karat eru bornar fram sem snyrtileg hlaðborð á aðalveitingastaðnum við hliðina á sundlaugarsvæðinu. Matseðillinn er einfaldur en góður, þannig að þú þarft aðeins að hafa áhyggjur af því hvar þú eigir að sitja, hvað þig langi í og hvað þú vilt fá að drekka. Allar hugsanir um uppvask, innkaup og matargerð eru skildar eftir heima á Íslandi!

Léttar veitingar eins og smákökur, kaffi og te er hægt að nálgast yfir daginn. En það er eflaust góð hugmynd að nýta sér þessar léttu veitingar því kvöldverðurinn er borinn fram á ekta suður-evrópskum tíma, eða klukkan 19:00.

Boðið er upp á innlendar drykkjarvörur með hlaðborðunum. Þú getur einnig nálgast drykkjarvörur á barnum alla daga til klukkan 22:00.

Gegn greiðslu

Nýkreistur ávaxtasafi, vissar innlendar og allar innfluttar drykkjarvörur, tyrkneskt kaffi, ís.

Opnunartími:

Opnunartími:
Morgunverður Aðalveitingastaður 08:00 - 10:00
Hádegisverður Aðalveitingastaður 12:30 - 14:00
Kvöldverður Aðalveitingastaður 19:00 - 21:00
Kökur   16:00 - 17:00
Bar   10:00 - 22:00

Athugið að tímasetningar og framboð getur breyst eftir fjölda gesta og árstíma.

Upplifðu Alanya: menningu, sögu eða verslanir?

Þegar þú býrð á Karat, er aldrei langt í freistingarnar sem Alanya hefur upp á að bjóða. Hvort sem þú vilt versla á aðalgötunni, skella þér á pöbbarölt við höfnina eða upplifa spennandi sögu Alanya, þá er allt í göngufæri. Á hverjum þriðjudegi og föstudegi eru hinir frægu markaðir haldnir, þar sem bæði heimamenn og ferðamenn flykkjast að básunum þar sem hægt er að kaupa allt frá litríkum ávöxtum til heimagerðrar handavinnu.

Ef það er ekki nægileg menning, þá geturðu alltaf farið í gamla fallega kastalann í Alanya sem byggður var til að vernda borgina fyrir árásum sjóræningja og annarra óvina. Stærstur hluti kastalans var byggður á 13. öld og er hann einstaklega vel varðveittur. Héðan er einnig gífurlega fallegt útsýni yfir alla höfnina og borgina. Ef þú ert í góðu formi geturðu rölt upp brattan veginn að kastalanum.

Dolmus strætisvagnarnir stoppa beint fyrir utan hótelið, þannig að það er aldrei langt að fara til að upplifa spennandi menningu.

Billjarð, borðtennis eða sundlaugin?

Ef þú vilt helst eyða deginum á hótelinu, þá geturðu sleikt sólina við laugina allan daginn. Ef það verður of mikið, geturðu tekið pásu frá sólinni og farið inn og spilað kotru eða borðtennis. Það er frítt þráðlaust Internet í móttökunni.

Gegn greiðslu

Billjarð.

Einföld herbergi með bláu þema

Á Karat færðu engan lúxus, en þú færð einföld og hrein herbergi með góðu plássi. Tvíbýlin eru annað hvort með útsýni út að aðalgötunni eða yfir sundlaugina. Það er ekki hægt að panta ákveðið útsýni fyrirfram. Þar sem hótelið er staðsett í miðbæ Alanya, má gera ráð fyrir einhverju ónæði að utan.

Í öllum herbergjum er flísar og plastparket, loftkæling, sjónvarp, minibar, sími, hárblásari, sturtuklefi og svalir. Það er öryggishólf í móttökunni.

Tvíbýli, 2-4 manna

Hér er annað hvort tvíbreitt rúm eða tvö einbreið rúm en aðrir gestir herbergisins sofa í aukarúmum. 

Hér er pláss fyrir 2-4, en þó hámark þrjá fullorðna. Gegn auka greiðslu geturðu pantað þetta herbergi sem einstaklingsherbergi.

Vilt þú öðlast ógleymanlegar minningar?

Hjá Nazar erum við sérfræðingar í að skipuleggja ferðir til Tyrklands og það er okkar takmark að þú haldir heim á leið með ógleymanlegar minningar í farteskinu. Þess vegna höfum við sett saman fjölbreytta dagskrá, þar sem reynsluríkir fararstjórar fara með þig í æsispennandi ævintýraferðir, freistandi verslunarferðir, heillandi menningarferðir, grípandi náttúruferðir eða leiða þig í villta skemmtun sem fær adrenalínið til að flæða.  Hafðu samband við fararstjóra okkar á áfangastað fyrir frekari upplýsingar um ferðir og skráningu.

Alanya

Hótelið er staðsett í Alanya á suðurströnd Tyrklands, sem er þekkt fyrir að vera ein af bestu og vinsælustu ferðaborgum Tyrklands. Borginni fylgir heillandi saga og margir áhugaverðir staðir, virkt viðskiptalíf með ótrúlegu úrvali af spennandi verslunum, sem selja innlendar jafnt sem erlendar vörur, ásamt líflegu næturlífi með góðum veitingastöðum, diskótekum, börum og kaffihúsum.

Há- eða lágannatími

Þegar að þú ferðast utan háannatíma, getur verið að veitingastaðir, barir og ýmsar verslanir séu lokaðar, eða loki fyrr en venjulega. Á mörgum hótelum er sólin notuð til upphitunar og til að hita upp vatn og því getur verið kaldara á hótelunum í lengri eða styttri tímabil.

Á lágannatíma getur líka verið að hótel velji að loka fyrr en áætlað hafi verið. Þetta getur þýtt að við þurfum að láta gesti okkar vita með tiltölulega stuttum fyrirvara að þeirra hótel hafi breyst. Einnig getur verið að hluti af hótelsvæðinu sé lokaður eða loki fyrr utan háannatíma. Þetta gildir t.d. um veitingastaði, sundlaugar, bari, barnaskemmtanir og fleira. Innihaldið á hlaðborðunum er miðað við fjölda gesta og því gæti úrvalið minnkað eitthvað.

Á háannatíma (frá 1. júní til 30. september) er yfirleitt líf og fjör á hótelinu og því geta myndast biðraðir á veitingahúsin eða barnum eða biðtími lengst. Það er ekki óvanalegt að tónlist sé á börunum og veitingahúsunum. Athugið að það getur orðið rafmagnslaust eða vatnslaust bæði á háanna- og lágannatíma.