Alanya, Tyrkland

Mukarnas Resort


6 manns í sama herbergi
Barnaverð til og með 12 ára
Barnaklúbbur
Alþjóðlegur
Sundlaug:
4
Strönd
0 m
Miðbær
11 km/35 km

Fjölskylduhótel við ströndina með „allt innifalið“

Á Mukarnas Resort er einkar afslöppuð og hugguleg stemning þar sem þér fer strax að líða eins og heima hjá þér. Umhverfið er þægilegt og á vinalegt starfsfólkið stóran þátt í því. Einn af kostum hótelsins er að öll aðstaða er á litlu svæði og minni, hugguleg svæði hafa verið útbúin með hvert sína stemningu. Hér er stutt í allt, svo börnin geta fengið að hlaupa um sjálf og skoða það sem í boði er innan hótelsins!

Á Mukarnas Resort er hugsað um alla fjölskylduna. Börnin geta verið tímunum saman í vatnsrennibrautunum á meðan að foreldrarnir slappa af í lúxus sólbaðshreiðrum á ströndinni. Öruggt umhverfi og heimilislegt andrúmsloft gerir það að verkum að öllum finnst þeim vera velkomnir.

Hótelið samanstendur af einni stórri U-laga aðalbyggingu sem snýr að hafinu og því er sjávarútsýni takmarkað.

4 sundlaugar, 2 barnalaugar og 6 vatnsrennibrautir

Það eru mörg sundlaugarsvæði á Mukarnas Resort þannig að þú þarft bara að velja hvað á best við þig. Við stærstu sundlaugina er ýmis afþreying í gangi allan daginn og er öllum velkomið að taka þátt. Þetta er hjarta Mukarnas Resort og hér er alltaf líf og fjör. Sandurinn á ströndinni er grófur sem gerir það að verkum að sjórinn er hreinn og tær.

Ef þú vilt frekar lesa góða bók í meiri ró við sundlaugabakkann geturðu gert það við eina af hinum sundlaugunum. Ef svo ólíklega vildi til að veðrið væri ósamvinnuþýtt einn daginn er alltaf hægt að fara í innilaugina eða slappa af í heitum potti.

Það eru tvö sundlaugarsvæði fyrir börn og á öðru svæðinu eru vatnsrennibrautir sem halda stórum jafnt sem smáum uppteknum allt fríið. Handklæði fyrir sundlaugagarð og strönd er að sjálfsögðu innifalið.

Strönd með sólbaðshreiðrum

Á ströndinni er lítið leiksvæði þar sem börn og foreldrar geta haft það notalegt saman. Frá ströndinni er brú yfir á smá bryggju sem byggð er í sjónum og þar eru sólhlífar og sólbekkir svo gestir geta sólað sig, spilað eða notið þess að slappa af með kaldan drykk frá strandbarnum. Á bryggjunni er lítið trampolín þaðan sem hægt er að láta sig skutlast í svalandi turkisbláan sjóinn.

Það sem gerir Mukarnas Resort alveg einstakt eru sólbaðshreiðrin sem þú getur nýtt þér að vild til að slappa af og sleikja sólina í. Það er jafnvel hægt að sækja sér mat á snarlbarinn, eða kannski nýbakaðar vöfflur (í boði ákveðna tíma dags). Þetta getur þú svo tekið með þér í sólbaðshreiðrið þitt og notið þess að snæða í friði og ró.

Gegn greiðslu

Ákveðnar vatnaafþreyingar.

Þegar þú ferðast með „allt innifalið“ þá borgar þú bara einu sinni (áður en þú leggur af stað) og svo getur öll fjölskyldan borðað og drukkið að vild í öllu fríinu. Börnin geta sjálf sótt sér mat þegar þau verða svöng og þar fyrir utan er einnig boðið upp á gos, candy floss, ís, vöfflur og popp á ákveðnum tímapunktum! Þrjár stærstu máltíðir dagsins eru bornar fram sem hlaðborð á aðalveitingastaðnum, en þú getur nálgast léttar veitingar og drykki víðsvegar um hótelsvæðið meira og minna yfir allan daginn. Að auki eru þrír a la carte veitingastaðir sem hægt er að nýta sér. Við mælum með að þú pantir borð tímanlega viljirðu borða á þessum veitingastöðum, þar sem pláss er takmarkað.

Barnahlaðborð og ávanabindandi eftirréttir

Maturinn er góður og fjölbreyttur og það er meira að segja boðið upp á heilsufæði, barnahlaðborð, ávanabindandi eftirrétti og ferskt ávaxtahlaðborð. Þú munt sjá vel þekkta alþjóðlega rétti og einnig uppgötva nýja spennandi tyrkneska rétti.

Öll innlend drykkjarvara er innifalin en ef þú vilt fá ákveðna tegund alkóhóls, þá er boðið upp á alþjóðlega drykki gegn greiðslu. Drykkjarvörur geturðu nálgast á börunum og barinn í spilasalnum er opinn allan sólahringinn.

Þrír a la carte veitingastaðir

Á hótelinu eru þrír a la carte veitingastaðir en þar af er einn utandyra þar sem opnunartímar ráðast eftir veðri. Þú getur valið á milli þess að fá þér ítalskan, tyrkneskan eða sushi. Hér er þér velkomið að borða einu sinni í viku eingöngu gegn staðfestingargjaldi. Mundu bara að bóka borð tímanlega eða að minnst að kosti með sólarhrings fyrirvara.

Gegn greiðslu

Nýkreistur safi, tyrkneskt kaffi, ákveðnar innfluttar drykkjarvörur, drykkir á flösku, máltíðir á a la carte veitingastöðunum, eftir að eina fría ferðin hefur verið nýtt.

Opnunartími:

Opnunartími:
Morgunverður Aðalveitingastaður 07:00 - 10:00
Morgunsnarl Aðalveitingastaður 10:00 - 11:00
Hádegisverður Aðalveitingastaður 12:30 - 14:30
Kvöldverður Aðalveitingastaður 19:00 - 21:00
Miðnætursnarl Aðalveitingastaður 23:30 - 00:30
Kaffi & Ávextir   16:00 - 17:00
Barnahlaðborð Barnaklúbbur 12:30 - 14:30*
À la carte   19:00 - 21:00
Lobby Bar   10:00 - 23:30
Lobby Bakarí hornið   10:00 - 19:00
Turkish Coffee Corner   10:00 - 23:30
Game Café Bar   24 h
Vitamin Bar   10:00 - 19:00
Pool Bar   10:00 - 24:00
Beach Bar   10:00 - 18:00
Disco   23:30 - 02:30

Athugið að tímasetningar og framboð getur breyst eftir fjölda gesta og árstíma.

*Opnar í maí.

Barnaklúbbur fyrir börn á aldrinum 4-12 ára

Uppáhaldsstaður barnanna er annað hvort vatnsrennibrautirnar eða barnaklúbburinn. Hér eru alþjóðlegir leiðbeinendur sem sjá um að skemmta börnunum og gefa þeim skapandi verkefni sem sjálfir foreldrarnir vilja oft fá að prófa.

Hér er leiksvæði, hoppukastali, rólur, leikherbergi og borð og stólar í skugga þar sem er hægt að mála, segja frá og hafa það huggulegt saman.

Í barnaklúbbnum er boðið upp á mat og ávexti um miðjan daginn svo að börnin verði ekki orkulaus í hitanum. Það er einnig alltaf boðið upp á nóg af djús þegar „tankurinn“ er alveg að verða tómur.

Sundlaugarsvæði barnanna með vatnsrennibrautunum dregur eðlilega til sín börnin, sem svo renna sér niður rennibrautirnar aftur og aftur og þau skemmta sér alltaf jafn vel! Í barnaklúbbnum geta börnin svo slappað af og horft á mynd eða spilað tölvuspil þegar hitinn verður of mikill.

Tíminn stendur aldrei í stað…

Á Mukarnas Resort er nóg að gera fyrir þá virku. Ef þú vilt koma þér í form, þá geturðu gleymt öllum afsökunum því hér er að finna marga mismunandi möguleika á að hreyfa sig. Þú getur æft í líkamsræktarstöðinni, spilað tennis, borðtennis, blak eða strandblak, farið í skvass eða eróbikk svo eitthvað sé nefnt. Það er þráðlaust Internet á öllu hótelinu.

Þú getur einnig skorað á fjölskylduna í keilu eða farið í spilasalinn, þó alltaf gegn auka greiðslu.

Við sundlaugina er tafla sem gefur gott yfirlit yfir þá afþreyingu sem í boði er þann daginn. Afþreying eins og vatnaleikfimi og vatnapóló, er einkar vinsælt og dregur að sér marga hótelgesti. Á sama tíma er þarna alveg kjörið tækifæri til að hitta og kynnast öðrum gestum hótelsins. Á kvöldin er skemmtidagskrá á leiksviði hótelsins, fyrst minidiskótek og svo sýningar. Nokkur kvöld er lifandi tónlist við sundlaugabarinn.

Gegn gjaldi

Keila, spilasalur og lýsing á tennisvelli.

Fallega innréttuð herbergi fyrir allt að sex manns

Falleg húsgögn og ljósir litir skapa þægilegt andrúmsloft í hverju herbergi. Ef þið eruð mörg að ferðast saman þá getið þið búið allt að sex saman í þriggja herbergja fjölskyldusvítu.

Öll herbergi eru með frían internetaðgang, öryggishólf, sjónvarp, miðstýrða loftkælingu, síma, baðkar og hárþurrku. Tvíbýlin eru með gólfteppi, en svíturnar eru með parket á gólfum.

Tvíbýli, 2-3 manna

Í þessum herbergjum er pláss fyrir 2-3 fullorðna og þurfa að minnsta kosti tveir að greiða fullt verð. Þarna er fínt snyrtiborð, tvíbreitt rúm og eitt einbreitt rúm. Á herbergjunum er einnig lítill sófi og sófaborð. Á svölunum eru tveir klappstólar og borð. Hægt er að bóka þetta herbergi sem einstaklingsherbergi gegn auka greiðslu. Herbergin snúa mót hafi (Seaside), eða hægt er að fá sjávarútsýni gegn þóknun.

Fjölskyldusvíta A með sjávarútsýni, 3-5 manna

Hér eru tvö svefnherbergi, lítill gangur og baðherbergi. Hér er pláss fyrir 3-5 manns, þó hámark fjóra fullorðna. Í öðru herberginu eru yfirleitt tvö einbreið rúm, snyrtiborð, tveir stólar og lítið borð, á meðan hitt herbergið inniheldur tvíbreitt rúm, hægindastól og snyrtiborð. Að minnsta kosti þrír þurfa að greiða fullt verð og er möguleiki á að tvö börn greiði barnaverð. Á þessari svítu eru svalir.

Fjölskyldusvíta B, 3-5 manna

Fjölskyldusvíta B er eins og fjölskyldusvíta A nema aðeins stærri og snýr í átt að landi. Sumar svíturnar hafa svalir en aðrar einungis viðrunarsvalir. Ekki er hægt að panta fyrirfram ákveðna gerð af svölum. Hér er pláss fyrir 3-5 manns, þó hámark fjóra fullorðna. Að minnsta kosti þrír þurfa að greiða fullt verð og er möguleiki á að tvö börn greiði barnaverð.

Fjölskyldusvíta C, 3 herbergja, 4-6 manna

Þessar svítur eru fullkomnar fyrir stóru fjölskylduna. Hér hefur fjölskyldan 80 m² og pláss fyrir 4-6 manns og sofa þá tveir í auka rúmum. Í svítunni eru tvö svefnherbergi, annað með tvíbreiðu rúmi og hitt með tveimur einbreiðum rúmum.

Fyrir utan tvö svefnherbergi er einnig stofa og tvö baðherbergi. Annað baðherbergið er aðeins stærra en hitt og er með nuddbaðkari og útsýni yfir hótelsvæðið. Að minnsta kosti fjórir þurfa að greiða fullt verð í þessari stóru svítu og hægt er að greiða barnaverð fyrir tvö börn.

Heilsulind

Alvöru 5 stjörnu hótel hefur að sjálfsögðu líka heilsulind. Ef þú vilt losa þig við allt stress í fríinu, þá skaltu prófa að byrja daginn á ekta tyrknesku baði og góðu heilnuddi. Hamam (tyrkneskt bað) og gufubað kostar þó ekki krónu aukalega.

Í heilsulindinni er boðið upp á bæði líkams- og andlitsmeðferðir.

Gegn greiðslu

Nudd og líkams- og andlitsmeðferðir.

Vilt þú öðlast ógleymanlegar minningar?

Hjá Nazar erum við sérfræðingar í að skipuleggja ferðir til Tyrklands og það er okkar takmark að þú haldir heim á leið með ógleymanlegar minningar í farteskinu. Þess vegna höfum við sett saman fjölbreytta dagskrá, þar sem reynsluríkir fararstjórar fara með þig í æsispennandi ævintýraferðir, freistandi verslunarferðir, heillandi menningarferðir, grípandi náttúruferðir eða leiða þig í villta skemmtun sem fær adrenalínið til að flæða. Hafðu samband við fararstjóra okkar á áfangastað fyrir frekari upplýsingar um ferðir og skráningu.

Okurcalar/Alanya

Hotellet ligger i Okurcalar, utanför Alanya på Turkiets sydkust. I området runt hotellet kan det finnas ett mindre utbud av caféer och butiker, men vi rekommenderar att åka in till Alanya om du vill shoppa eller gå på sightseeing. Alanya är känt som en av Turkiets bästa och mest populära semesterorter.

Há- eða lágannatími

Þegar að þú ferðast utan háannatíma, getur verið að veitingastaðir, barir og ýmsar verslanir séu lokaðar, eða loki fyrr en venjulega. Á mörgum hótelum er sólin notuð til upphitunar og til að hita upp vatn og því getur verið kaldara á hótelunum í lengri eða styttri tímabil.

Á lágannatíma getur líka verið að hótel velji að loka fyrr en áætlað hafi verið. Þetta getur þýtt að við þurfum að láta gesti okkar vita með tiltölulega stuttum fyrirvara að þeirra hótel hafi breyst. Einnig getur verið að hluti af hótelsvæðinu sé lokaður eða loki fyrr utan háannatíma. Þetta gildir t.d. um veitingastaði, sundlaugar, bari, barnaskemmtanir og fleira. Innihaldið á hlaðborðunum er miðað við fjölda gesta og því gæti úrvalið minnkað eitthvað.

Á háannatíma (frá 1. júní til 30. september) er yfirleitt líf og fjör á hótelinu og því geta myndast biðraðir á veitingahúsin eða barnum eða biðtími lengst. Það er ekki óvanalegt að tónlist sé á börunum og veitingahúsunum. Athugið að það getur orðið rafmagnslaust eða vatnslaust bæði á háanna- og lágannatíma.