Suðurströnd Tyrklands, Turkiet

Lucky 5 Star


4 manns í sama herbergi
Barnaverð til og með 11 ára

Lukkuferðir 5 Stjörnu

Ótilgreint hótel með allt innifalið!

Langar þig að fá afslátt á sumarfríið? Prófaðu lukkuna með 5 stjörnu Lukkuferð! Þegar þú pantar 5 stjörnu Lukkuferð þá færðu fimm stjörnu hótel (samkvæmt innlendum stöðlum) með allt innifalið mun ódýrara en venjulegt er. Þú skalt samt athuga að yfirleitt eru þessi hótel ekki venjulega í boði hjá okkur og eru yfirleitt í ódýrari kantinum miðað við fimm stjörnu hótel.

Þú velur flugvöllinn, en við veljum áfangastaðinn!

 

 

Há- eða lágannatími

Þegar að þú ferðast utan háannatíma, getur verið að veitingastaðir, barir og ýmsar verslanir séu lokaðar, eða loki fyrr en venjulega. Á mörgum hótelum er sólin notuð til upphitunar og til að hita upp vatn og því getur verið kaldara á hótelunum í lengri eða styttri tímabil.

Á lágannatíma getur líka verið að hótel velji að loka fyrr en áætlað hafi verið. Þetta getur þýtt að við þurfum að láta gesti okkar vita með tiltölulega stuttum fyrirvara að þeirra hótel hafi breyst. Einnig getur verið að hluti af hótelsvæðinu sé lokaður eða loki fyrr utan háannatíma. Þetta gildir t.d. um veitingastaði, sundlaugar, bari, barnaskemmtanir og fleira. Innihaldið á hlaðborðunum er miðað við fjölda gesta og því gæti úrvalið minnkað eitthvað.

Á háannatíma (frá 1. júní til 30. september) er yfirleitt líf og fjör á hótelinu og því geta myndast biðraðir á veitingahúsin eða barnum eða biðtími lengst. Það er ekki óvanalegt að tónlist sé á börunum og veitingahúsunum. Athugið að það getur orðið rafmagnslaust eða vatnslaust bæði á háanna- og lágannatíma.