Konakli/Alanya, Tyrkland

Eftalia Resort


6 manns í sama herbergi
Barnaverð til og með 17 ára
Barnaklúbbur
Alþjóðlegur
Sundlaug:
5
Strönd
100 m
Miðbær
1 km/16 km

Allt innifalið á ódýru hóteli með fínni aðstöðu

Í bænum Konakli, sem staðsettur er rétt fyrir utan Alanya, er að finna hótel sem leynir á sér. Eftalia Resort hefur allt það sem þú þarft á að halda í fríinu og hótelið hentar bæði fjölskyldufólki og eins pörum sem kunna að meta líflegt frí. Á Eftalia Resort geta börn allt upp að 18 ára aldri ferðast á niðursettu verði!

Eftalia Resort er systurhótel tveggja hótela: Eftalia Village og Eftalia Aqua.

Þetta er ódýrt „allt innifalið“ hótel þar sem þú færð mikið fyrir peninginn. Hótelið býður upp á það helsta sem þú þarft á að halda til að geta notið frísins á meðan þú slappar af og nýtur lífsins. Hótelið dregur að sér margar barnafjölskyldur vegna barnaverðsins sem hótelið býður upp á. Þannig að ef þú ert að ferðast með börn, þá ætti ekki að vera nokkur vandi fyrir börnin að finna sér leikfélaga á þessu hóteli.

Hótelið er staðsett í nágrenni við lítinn, huggulegan bæ sem heitir Konakli. Í bænum er að finna þó nokkuð af kaffihúsum, veitingastöðum og verslunum. Annars tekur ekki nema um 30 mínútur að keyra til ferðamannaborgarinnar Alanya, þar sem eru endalausir verslunarmöguleikar.

Vatnsrennibrautir og stórt sundlaugarsvæði

Við stóru sundlaugina er alltaf nóg að gerast og leiðbeinendur hótelsins sjá um að skipuleggja alls konar afþreyingu og keppnir. Nokkrar mismunandi vatnsrennibrautir draga að sér bæði stærri börn og fullorðna, en einnig er sérstök barnalaug fyrir minni börnin.

Þeir sem vilja aðeins meiri ró og næði við sundlaugarbakkann geta komið sér fyrir við kyrrlátu laugina, þar sem hvorki er tónlist né læti. Þar að auki er innilaug með sérstakri barnalaug en þær eru ekki upphitaðar.

Það tekur ekki nema nokkrar mínútur að ganga niður að strönd. Þar eru sólstólar, sólhlífar og strandbar sem tilheyrir „allt innifalið“ þemanu. Auðvelt er því að nálgast drykkjarvörur og léttar veitingar. Leiðbeinendur hótelsins skipuleggja alls konar keppnir á ströndinni, en sjá einnig um aðra afþreyingu yfir daginn eins og til dæmis strandblak. Það er því um að gera að nýta sér möguleikann á að njóta sólarinnar á meðan verið er að hreyfa sig! Við mælum einnig hiklaust með stungu í svalan sjóinn.

Það eru smásteinar í sandinum á ströndinni og vatnið dýpkar hratt.

Athugið að hótelið býður ekki upp á fría handklæðaþjónustu en hægt er að kaupa bbaðhandklæði á hótelinu sem svo má taka með sér heim.

Gegn greiðslu

Ákveðnar vatnaafþreyingar. 

Allt innifalið

Á aðalveitingastaðnum bíður þín úrval freistandi rétta hvort sem þú ert meira fyrir alþjóðlega eða tyrkneska rétti. Með „allt innifalið“ geturðu notið þess að vera áhyggjulaus í fríi þar sem búið er að greiða fyrir bæði mat og drykk.

Maturinn er góður og fjölbreyttur og það er alltaf úr nógu að velja. Morgunverður, morgunsnarl, hádegisverður og kvöldverður auk úrval léttra veitinga eru í boði yfir daginn. Þar má til dæmis nefna klassísku tyrknesku pönnukökurnar, gözleme. Einnig eru allar innlendar drykkjarvörur innifaldar í „allt innifalið". Ís er í boði vissa tíma dags.  

Við hliðina á stóru sundlauginni er í ofanálag tyrkneskur þema veitingastaður sem þér er velkomið að borða á einu sinni meðan á dvöl þinni stendur svo framarlega sem pláss leyfir. Veitingastaðurinn er opinn sex daga vikunnar. Munið að panta borð tímanlega.

Gegn greiðslu

Nýkreistur appelsínusafi, innflutt drykkjarvara, kvöldverðir á þema veitingastaðnum eftir að eina fría ferðin hefur verið nýtt.

Opnunartími:

Opnunartími:
Morgunverður Aðalveitingastaður 07:00 - 10:00
Hádegisverður Aðalveitingastaður 12:30 - 14:00
Kvöldverður Aðalveitingastaður 19:00 - 21:00
À la carte   19:00 - 21:00
Léttir réttir   12:00 - 17:00
Lobby Bar   10:00-21:00
Pool Bar   11:00 - 00:00
Beach Bar   11:00 - 17:00
Aqua Bar   10:00 - 18:00
Disco Bar   23:00 - 02:00

Athugið að tímasetningar og framboð getur breyst eftir fjölda gesta og árstíma.

Leikgleði í barnaklúbbnum!

Þegar börnin eru ekki að busla við vatnsrennibrautirnar, hittast þau í barnaklúbbi hótelsins og á kvöldin er haldið minidiskótek þar sem börnin fá að spreyta sig í dansi við uppáhalds tónlistina sína.

Börnin finna oft á tíðum góða leikfélaga á Eftalia Resort og þá sérstaklega ef þau fara í barnaklúbbinn. Í barnaklúbbnum eru skipulagðir leikir og spil auk þess sem börnin hafa það huggulegt saman og fá jafnvel andlitsmálningu. Hápunkturinn er svo minidiskótekið sem haldið er á kvöldin og þegar börnin taka þátt í sýningu sem þau svo sýna á sviði fyrir framan stolta foreldra sína.

Þar að auki er frábær aðstaða fyrir börn í sundlaugargarðinum og þar eyða þau yfirleitt miklum tíma í bæði vatnsrennibrautum og barnalaugunum.

Barnaklúbburinn tekur vel á móti öllum börnum á aldrinum 4-12 ára. Í klúbbnum eru enskumælandi leiðbeinendur. Barnaklúbburinn er opinn á morgnana og eftir hádegi en er lokaður í hádeginu þegar hitinn er hvað mestur. Börnin hafa einnig sinn eigin leikvöll þar sem þau geta leikið sér að vild.

Á daginn er hægt að spila borðtennis, fara í pílukast og fótboltaspil.

Á aðalveitingastaðnum er örbylgjuofn til að hita mat fyrir minnstu gestina.

Skemmtileg afþreying allan daginn

Á daginn geturðu alltaf fundið alþjóðlegu leiðbeinendurna við stóru sundlaugina þar sem þeir sjá um danskennslu, vatnaleikfimi, sundlaugarfótbolta og annað þess háttar. Ef þú ert meira fyrir afþreyingu á þurru landi geturðu farið í líkamsræktarstöðina eða skorað á ferðafélagana í borðtennis eða fótboltaspili.

Á kvöldin taka hinar ýmsu sýningar við af minidiskóteki barnanna og eru þá allir hótelgestir hjartanlega velkomnir. Frítt þráðlaust Internet er í móttökunni.

Gegn greiðslu

Billjarð, drykkjarvörur á diskóteki, tölvuherbergi.

Rúmgóð og hagnýt herbergi fyrir allt að sex manns

Herbergin á Eftalia Resort eru staðsett bæði í aðalbyggingunni og í annari hliðarbyggingu. Í sjálfri aðalbyggingunni eru einungis tvíbýli á meðan stærri fjölskyldusvíturnar, þar sem pláss er fyrir allt að sex manns, er að finna í hliðarbyggingunni.

Í öllum herbergjum eru flísalagt gólf, sími, loftkæling, sjónvarp, öryggishólf (gegn greiðslu), hárþurrka, minibar, baðkar og svalir. Á fjölskyldusvítunum er þess að auki lítið eldhúshorn.

Tvíbýli, 2-4 manna

Í þessum 26 m² herbergjum eru þrjú svefnpláss. Hér er pláss fyrir þrjá fullorðna og eitt barn og að minnsta kosti tveir þurfa að greiða fullt verð. Hægt er að bóka þetta herbergi sem einstaklingsherbergi gegn auka greiðslu.

Fjölskyldusvíta A, 2-4 manna

Þessi 38 m² svíta er tveggja herbergja. Annað herbergið er svefnherbergi með tvö einbreið rúm en hitt herbergið er stofa með tveimur svefnsófum. Hér geta verið allt að fjórir fullorðnir en minnst tveir þurfa að greiða fullt verð. Hægt er að greiða barnaverð fyrir allt að tvö börn. Það er einungis loftkæling í svefnherberginu og sjónvarp í stofunni.

Fjölskyldusvíta B, 4-6 manna

Í þessari 55 m² svítu eru tvö svefnherbergi með tveim rúmum í hvoru svefnherbergi. Hér er einnig stofa með tveimur svefnsófum. Loftkæling er í báðum svefnherbergjum og sjónvarp er í stofunni. Hér er pláss fyrir hámark sex fullorðna og hægt er að greiða barnaverð fyrir allt að tvö börn. Að minnsta kosti fjórir þurfa að greiða fullt verð.

Láttu dekra við þig í fríinu!

Á Eftalia Resort er lítil og einföld heilsulind þar sem þú getur notið þess að fara í afslappandi nudd eða aðrar líkamsmeðferðir. Það er frír aðgangur að gufubaðinu og tyrkneska baðinu, hamam, en ef þú óskar eftir meðferðum þarf að greiða fyrir þær.

Gegn greiðslu

Hárgreiðsla, nudd og aðrar meðferðir.

Vilt þú öðlast ógleymanlegar minningar?

Hjá Nazar erum við sérfræðingar í að skipuleggja ferðir til Tyrklands og það er okkar takmark að þú haldir heim á leið með ógleymanlegar minningar í farteskinu. Þess vegna höfum við sett saman fjölbreytta dagskrá, þar sem reynsluríkir fararstjórar fara með þig í æsispennandi ævintýraferðir, freistandi verslunarferðir, heillandi menningarferðir, grípandi náttúruferðir eða leiða þig í villta skemmtun sem fær adrenalínið til að flæða.  Hafðu samband við fararstjóra okkar á áfangastað fyrir frekari upplýsingar um ferðir og skráningu.

Konakli/Alanya

Hótelið liggur við Konakli,  rétt utan við Alanya á suðurströnd Tyrklands. Í nágrenni hótelsins má finna talsvert af kaffihúsum og búðum, en við mælum með ferð til Alanya ef þú vilt versla eða fara í skoðunarferð. Alanya er þekkt sem einn af bestu og vinsælustu sumarfrísstöðum Tyrklands.

Há- eða lágannatími

Þegar að þú ferðast utan háannatíma, getur verið að veitingastaðir, barir og ýmsar verslanir séu lokaðar, eða loki fyrr en venjulega. Á mörgum hótelum er sólin notuð til upphitunar og til að hita upp vatn og því getur verið kaldara á hótelunum í lengri eða styttri tímabil.

Á lágannatíma getur líka verið að hótel velji að loka fyrr en áætlað hafi verið. Þetta getur þýtt að við þurfum að láta gesti okkar vita með tiltölulega stuttum fyrirvara að þeirra hótel hafi breyst. Einnig getur verið að hluti af hótelsvæðinu sé lokaður eða loki fyrr utan háannatíma. Þetta gildir t.d. um veitingastaði, sundlaugar, bari, barnaskemmtanir og fleira. Innihaldið á hlaðborðunum er miðað við fjölda gesta og því gæti úrvalið minnkað eitthvað.

Á háannatíma (frá 1. júní til 30. september) er yfirleitt líf og fjör á hótelinu og því geta myndast biðraðir á veitingahúsin eða barnum eða biðtími lengst. Það er ekki óvanalegt að tónlist sé á börunum og veitingahúsunum. Athugið að það getur orðið rafmagnslaust eða vatnslaust bæði á háanna- og lágannatíma.