Belek, Tyrkland

Asteria Belek


5 manns í sama herbergi
Barnaverð til og með 12 ára
Barnaklúbbur
Alþjóðlegur
Sundlaug:
3
Strönd
0 m
Miðbær
Kadriye 6 km, Belek 10 km

Opið hótelsvæði með notalegt andrúmsloft og frábær græn svæði

Á Asteria Belek er boðið upp á einstaka hótelupplifun, þar sem næstum öll aðstaða liggur utanhúss en þar á meðal er móttakan og margir barir. Ef þú heldur áfram lengra inn á hótelsvæðið mætir þér dásamlega gróið svæði með litrík blóm og fallegan gróður sem teygir sig mót himni.

Þú dvelur í ljósum og snyrtilegum vistarverum sem skiptast á 20 ólíkar tveggja eða þriggja hæða byggingar sem liggja yfir allt hótelsvæðið. Á hótelsvæðinu rekst maður stundum á skjaldbökur, broddgelti og eðlur sem fá að vera í friðið á hótelsvæðinu. Hér eru hvorki fleiri né færri en þrjár sundlaugar og þar á meðal er ein sem liggur við strandlengjuna. Allt innifalið prógrammið býður upp á gómsætan mat, drykki og snarl og skemmtanastjórar hótelsins sjá um að skipuleggja alls kyns afþreyingar og leiki.

Barnaklúbburinn er  yndislegur með nokkrum hálmklæddum kofum, barnalaug með vatnsrennibraut og stórskemmtilegum leikvelli. Börnin eiga ekki eftir að vilja fara héðan aftur! Á Asteria Belek er einnig boðið upp á margs konar afþreyingu fyrir fullorðna eins og t.d. dans, billjard, tennis og skvass.

Þrjár ólíkar sundlaugar og strönd – þitt er valið!

Asteria Belek er fullkomlega staðsett við ströndina. Hér eru margir sólstólar en á milli þeirra hefur verið lagður gangstígur úr tré til að auðvelda aðgengi í heitum sandinum. Sólskyggni er yfir sólstólunum og á ströndinni er einnig strandbar. Sandurinn er fínkorna að mestu en þó má finna örlítið grófari sand á köflum og nokkuð er um steina í flæðarmálinu. Vatnið dýpkar hratt. Bryggja liggur frá ströndinni út í hafið þar sem þú getur slappað af í sólinni eða jafnvel hoppað út í frískandi Miðjarðarhafið.

Við aðalsundlaugina er yfirleitt líf og fjör og spiluð tónlist. Hér eru tvær vatnsrennibrautir en skemmtanastjórar hótelsins sjá um að skipuleggja alls kyns afþreyingu eins og sundleiki, sundleikfimi og fleira. Í framhaldi af aðalsundlauginni er stór upphækkaður nuddpottur þar sem þú getur slappað af með útsýni yfir stóran hluta sundlaugarsvæðisins. Til viðbótar við barnalaugina sem er í barnaklúbbnum er einnig lítil barnalaug við aðalsundlaugina.

Ef maður vill frekar hafa það aðeins rólegra þá er bara að halda sig hjá kyrrlátu lauginni, en hún er eingöngu fyrir fullorðna. Þetta frábæra sundlaugarsvæði er eins og vin í eyðimörkinni, umvafin nokkrum af herbergisbyggingunum, grænu grasi, töfrandi gróðri og fallegum blómum og hér ríkir sko friður og ró. Einnig er hér sundlaugarbar af minni gerðinni svo þú getur legið í afslöppun allan daginn án þess að þurfa að yfirgefa svæðið.

Við ströndina er einnig sundlaug svo ef þú liggur á ströndinni getur þú skipst á að baða í sjónum og sundlauginni, þar sem eingöngu sandlengjan skilur að sundlaugarsvæðið og hafið. Þetta er mjög skemmtilegt atriði sem hefur vakið mikla lukku hjá gestum hótelsins.

Annað atriði sem er einstakt á Asteria Belek er það að snyrtilegar grasflatir eru á víð og dreif um hótelsvæðið þar sem sólelskir ferðalangar geta legið í sólinni á grasinu eða á einhverjum af fjölmörgum sólstólum sem finna má á svæðinu.

Hótelið býður upp á strandhandklæði til afnota við sundlaug og á strönd, svo þú getur skilið þín handklæði eftir heima.

Mikið úrval af mat, drykk og ís

Í aðalveitingastaðnum eru borin fram stór hlaðborð með eitthvað fyrir alla í öllum aðalmáltíðum dagsins. Hér er mikið úrval með allt frá köldum sallötum, fersku grænmeti og sallötum, grilluðum kjötréttum og lystugum grýtum. Bæði í hádeginu og á kvöldin er sérstakt heilsuhorn og barnahlaðborð sem býður upp á rétti sérstaklega ætluðum bragðlaukum yngstu kynslóðarinnar. Hádegisverði og kvöldverði er svo hægt að ljúka með bragðgóðum eftirrétt eins og t.d. tyrkneska sérréttinum baklava eða ís. Einnig er boðið upp á seinan morgunverð og miðnætursnarl í aðalveitingastaðnum fyrir þá sem vilja sofa lengi fram eftir eða vaka lengi á kvöldin. 

Til viðbótar við hlaðborðin á aðalveitingastaðnum eru fjórir þema veitingastaðir: kínversk, ítalskt, tyrkneskt og sjávarrétti. Mögulegt er að fara frítt á einn af þessum veitingastöðum á meðan að á dvölinni stendur svo framarlega sem laus borð eru. Mundu bara eftir því að panta borð fyrirfram.

Á öðrum tímum dagsins er mikið úrval af alls kyns snarli í boði á hótelsvæðinu eins og t.d. sætabrauð, kökur, ís, tyrkneska pönnukakan gözleme, samlokur, vöfflur, popp og Candyfloss.  Það sem er alveg einstakt við þetta „allt innifalið“ hótel er að hér eru staðsettar litlar frystikistur á nokkrum stöðum þar sem gott úrval af íspinnum er í boði. 

Barinn í móttökunni er opinn allan sólarhringinn en síðan eru fleiri barir staðsettir yfir allt hótelsvæðið svo það er aldrei langt í svalandi gosdrykk eða bjór. Bæði við aðalsundlaugina og við sundlaugina á ströndinni eru stórir barir en við kyrrlátu laugina er lítill bar. Það er því sama hvar þú ert á hótelsvæðinu það er aldrei langt í næsta svalandi drykk. Allir innlendir drykkir ásamt vissir innfluttir drykkir eru innifaldir í „allt innifalið“.

Gegn greiðslu

Vissir innfluttir drykkir.

Öll börn munu elska þennan einstaka barnaklúbb

Á bakvið grindverkið inn í barnaklúbbinn leynist barnvæn paradís sem börnin eiga eftir að elska. Svæðið er afmarkað með nokkrum hálmklæddum kofum þar sem alþjóðlegur barnaklúbbur hótelsins er til húsa en leiðbeinendurnir skipuleggja alls kyns ólíka afþreyingu fyrir börnin í hverjum kofa. Í miðju svæðisins er grunn barnalaug með lítilli vatnsrennibraut en hún er mjög vinsæl á meðal barnanna. Við hliðina á sundlauginni er stórskemmtilegur leikvöllur með rennibrautum, klifurgrind og köðlum. Allt utanhússsvæðið er með mjúku gólfefni með hálkuvörn og stór hluti er einnig með segl yfir til að gera skugga frá sólinni.

Á hótelsvæðinu er einnig trampólín  sem hefur verið mjög vinsælt og yfir háannatímabilið er skipulagður unglingaklúbbur. Til að toppa þetta allt þá er haldið minidiskótek nokkur kvöld í viku þar sem börnin geta sleppt sér lausum og dansað við skemmtilega tónlist.

Aðeins fyrir Asteria Belek – ókeypis barnapakki!

Öll börn undir 3 ára aldri fá frábæran barnapakka sem gerir dvölina ennþá betri og þægilegri, bæði fyrir barnið og foreldrana. Best af öllu er að hann er innifalinn í verðinu. 

Í barnabakkanum er m.a. innifalið: kerra, barnarúm, hraðsuðuketill, barnastóll, pelahitari, smekkur, koppur, skiptidýna, húðkrem, svampur, blautþurrkur og ungbarnasjampó. 

Hafðu samband við afgreiðsluna þegar þú skráir þig inn á hótelið og starfsfólkið sér til þess að barnapakkinn sé afhentur á herbergið ykkar.

Margt að velja á milli

Á öllu hótelsvæðinu ríkir skemmtileg sumarleyfisstemning . Skemmtanastjórar hótelsins sjá um að skipuleggja alls kyns afþreyingu eins og t.d. danskennslu, tyrkneskukennslu, þemakvöld og sýningar, strandar – og sundlaugarleiki og eróbikk. Boðið er upp á sýningar á sviði hótelsins nokkur kvöld vikunnar, sem er fullkomin leið til að ljúka deginum.

Þú getur einnig skorað á ferðafélagana í margs konar íþróttum eins og t.d. billjard, skvass, pílukasti, tennis, fótboltaspili og borðtennis. Þráðlaust Internet er á öllum sameiginlegum svæðum svo þú getur meira að segja slappað af í sólstólnum á meðan að þú færð þinn daglega skammt af internetnotkun með snjallsímanum eða spjaldtölvunni. Ef verslunarþörfin grípur þig eru nokkrar litlar verslanir á hótelsvæðinu með t.d. leður, skartgripi og minjagripi.

Ef þú vilt fá örlítinn auka lúxus getur þú farið í heilsulind hótelsins. Hér er bæði gufa og tyrkneska baðið hamam. Nýta má aðstöðuna frítt á meðan að á sumarleyfinu stendur og við mælum eindregið með að þið kynnið ykkur hamam baðið. Hér er einnig hægt að fá ýmsar meðferðir eins og t.d. nudd og andlitsmeðferðir en þær eru gegn gjaldi. Við heilsulindina er einnig lítil heilsurækt þar sem þú getur brennt nokkrum kaloríum með hjálp bæði tækja og lóða.

Gegn greiðslu

Lýsing á tennisvelli og skvassvelli, meðferðir í heilsulind.

Björt herbergi í yndislegu umhverfi

Herbergin á Asteria Belek skiptast á 20 tveggja til þriggja hæða byggingar. Allar byggingarnar liggja á fallegu grónu svæði þar sem náttúran sér um tónlistina.  Öll herbergi eru með flísalagt gólf, miðstýrða loftkælingu, litlar svalir eða verönd með borði og tveimur stólum, öryggishólf, flatskjá, hárþurrku og lítinn ísskáp. Í tvíbýlunum, tvíbýlunum með kojur og ekonomi herbergjunum er baðkar eða sturtuklefi og í fjöskyldusvítunum er baðkar.

Tvíbýli, 2-3 manna

Tvíbýlið er 24 m² en hér eru annaðhvort tvö einbreið rúm eða eitt tvíbreitt rúm, og svefnsófi. Hér þurfa minnst tveir að greiða fullt verð, mest geta dvalið hér þrír fullorðnir en mögulegt er að fá eitt barnaverð. Hægt er að bóka þetta herbergi sem einstaklingsherbergi gegn þóknun.

Tvíbýli kojur, 2-4 manna

Þetta herbergi er eins og 24 m² tvíbýlin nema að í staðinn fyrir svefnsófann eru kojur (90x190 cm).  Hér þurfa minnst tveir að greiða fullt verð, mest geta hér dvalið tveir fullorðnir en hægt er að fá allt að tvö barnaverð.

Fjölskyldusvíta, 3-5 manna

Hér færðu tveggja herbergja svítu sem samanlagt er 46 m². Í öðru herberginu er tvíbreitt rúm og svefnsófi en í hinu herberginu er svefnsófi þar sem tveir geta sofið. Hér þurfa minnst þrír að greiða fullt verð, mest fjórir fullorðnir geta dvalið hér en mögulegt er að fá allt að tvö barnaverð.

Ekonomiherbergi, 2-3 manna

Á Asteria Belek eru nokkur ekonomiherbergi sem eru næstum því alveg eins og tvíbýlin nema aðeins ódýrari og eru alltaf á fyrstu hæð. Her þurfa minnst tveir að greiða fullt verð, mest þrír geta dvalið hér en mögulegt er að fá eitt barnaverð.

Vilt þú öðlast ógleymanlegar minningar?

Hjá Nazar erum við sérfræðingar í að skipuleggja ferðir til Tyrklands og það er okkar takmark að þú haldir heim á leið með ógleymanlegar minningar í farteskinu. Þess vegna höfum við sett saman fjölbreytta dagskrá, þar sem reynsluríkir fararstjórar fara með þig í æsispennandi ævintýraferðir, freistandi verslunarferðir, heillandi menningarferðir, grípandi náttúruferðir eða leiða þig í villta skemmtun sem fær adrenalínið til að flæða.  Hafðu samband við fararstjóra okkar á áfangastað fyrir frekari upplýsingar um ferðir og skráningu.

Belek

Hotellet ligger i Belek på Turkiets sydkust, ca 1 timmes körväg från Antalya. I Belek ligger några av Turkiets bästa hotell och här finns ett mindre stadscentrum med olika butiker och caféer. Staden är dock mest känd för sina 14 golfbanor i världsklass, och Belek är året runt en populär golfdestination.

Há- eða lágannatími

Þegar að þú ferðast utan háannatíma, getur verið að veitingastaðir, barir og ýmsar verslanir séu lokaðar, eða loki fyrr en venjulega. Á mörgum hótelum er sólin notuð til upphitunar og til að hita upp vatn og því getur verið kaldara á hótelunum í lengri eða styttri tímabil.

Á lágannatíma getur líka verið að hótel velji að loka fyrr en áætlað hafi verið. Þetta getur þýtt að við þurfum að láta gesti okkar vita með tiltölulega stuttum fyrirvara að þeirra hótel hafi breyst. Einnig getur verið að hluti af hótelsvæðinu sé lokaður eða loki fyrr utan háannatíma. Þetta gildir t.d. um veitingastaði, sundlaugar, bari, barnaskemmtanir og fleira. Innihaldið á hlaðborðunum er miðað við fjölda gesta og því gæti úrvalið minnkað eitthvað.

Á háannatíma (frá 1. júní til 30. september) er yfirleitt líf og fjör á hótelinu og því geta myndast biðraðir á veitingahúsin eða barnum eða biðtími lengst. Það er ekki óvanalegt að tónlist sé á börunum og veitingahúsunum. Athugið að það getur orðið rafmagnslaust eða vatnslaust bæði á háanna- og lágannatíma.