Bókun, greiðsla og farmiði


Bókun, greiðsla og farmiði

Greiðslur | Greiðsluleiðir | Gjafakort | Ferðaleyfi


Greiðslur

Ferð bókuð með meira en 42 daga fyrirvara

Staðfestingargjald skal greiðast minna en 7 dögum frá því að ferðin er bókuð en lokagreiðsla skal berast okkur síðast 42 dögum fyrir brottför. Þegar bókað er á netinu skal staðfestingargjaldið upp á 25.000 kr. á mann greiðast um leið og bókað er.

Forfallatrygging, ef að eftir henni er óskað, skal greiðast um leið og staðfestingargjaldið.

Lokagreiðsla þarf að hafa borist Nazar 42 dögum fyrir brottför. Ef við höfum ekki móttekið greiðsluna mun ferðin afbókast.

 

Ferð bókuð með minna en 42 daga til brottfarar

Öll ferðin skal greiðast um leið og bókað er.

Athugið að ef við móttökum ekki greiðslu mun ferðin afbókast.


Greiðsluleiðir

Greiðsla í gegnum „mín ferð“

Inni á heimasíðu okkar nazar.is getur þú skráð þig inn á „mín ferð“ með bókunarnúmerinu þínu og því tölvupóstfangi þú skráðir við bókunina. Hér getur þú greitt ferðina með kreditkorti eða millifærslu.

Til að fyrirbyggja tvígreiðslu fyrir þig sem hefur greitt staðfestingargjaldið með kreditkorti lokast þessi möguleiki inná „mín ferð“ þegar 46 dagar eru til brottfarar.

Athugið að það getur tekið allt að 24 tíma frá því að þú bókaðir ferð þar til opnast fyrir aðganginn þinn á „mín ferð“.

Þegar ferðin er að fullu greidd getur þú prentað út staðfestingu inni á „mín ferð“.

 

Greiðsla með kreditkorti

Við bókun á ferð á heimasíðu okkur getur þú greitt með VISA og MasterCard, en við tökum því miður ekki á móti American Express kortum.

 

Vottun VISA (Verified by VISA)

Til að veita viðskiptavinum okkar aukið öryggi gerum við kröfu um að VISA korthafar séu skráðir í Vottun VISA þegar greiða á ferð á heimasíðu okkar. Skráning er gerð inni á heimasíðu Valitor og tekur 3 daga. Þú getur þó greitt þína ferð án Vottun VISA og hefur þá eftirfarandi möguleika:

- Þú getur hringt inn í þjónustuver okkar í síma 519-2777 og við göngum frá greiðslu í gegnum síma.

- Þú getur haft samband við þinn banka sem virkir Vottun VISA samstundis, en þó einungis fram til miðnættis. (Þetta er einungis hægt að gera einu sinni)

- Þú getur haft samband við Valitor í síma 525-2000.

 

Greiðsla í gegnum síma

Þú getur einnig hringt í þjónustuverið okkar í síma 519-2777 og greitt með VISA og MasterCard. Ekki er hægt að greiða með American Express.

 

Örugg kortaviðskipti

Okkur hjá Nazar er annt um öryggi þitt. Við notum því DIBS greiðsluþjónustu, en það þýðir að engin kortanúmer sjást eða vistast í okkar kerfum. Allar upplýsingar varðandi greiðslur eru dulkóðaðar og fylgjum við gildandi reglum (PCI DSS) varðandi kortagreiðslur.

Greiðsla með millifærslu
Netgreiðsla
Endurgreiðslur
Staðfesting á greiðslu

Hægt er að greiða inn á reikning okkar 0512-14-402070. Kennitalan er 450713-0820. Vinsamlegast setjið bókunarnúmer í skýringu svo við sjáum hvaða ferð verið er að greiða.

Þegar þú hefur bókað ferðina á heimasíðunni og þar með borgað með kreditkorti, færðu staðfestingu um að bókun hafi verið gerð og greiðsla sé móttekin. Staðfesting verður send með tölvupósti næsta virka dag á það tölvupóstfang sem gefið var upp við bókun.

Athugið að ef greiðslan hefur ekki borist okkur innan 42 daga fyrir brottför mun ferðin afbókast sjálfkrafa innan ákveðins tímaramma. Hafðu samband við þjónustuver ef upp koma einhver vandkvæði, í síma 519 2777 á virkum dögum eða á info@remove-this.nazar.is utan opnunartíma.

Endurgreiðslan gerast á það kreditkort sem ferðin var greidd með. Ef ferðin var greidd með millifærslu munum við hafa samband til að fá gefið upp reikningsnúmer.

Ef þú vilt sjá hvort að bókunin þín er greidd, getur þú skráð þig inn á „ferðin mín“ með því að nota tölvupóstfangið sem gefið var upp við bókunina og bókunarnúmerið þitt.

Ef ekki hefur verið gefið upp neitt tölvupóstfang skaltu hafa samband við þjónustuver í síma 519-2777 á virkum dögum eða á info@remove-this.nazar.is utan opnunartíma.

Hægt er að lesa meira um greiðslur í ferðaskilmálunum okkar.


Gjafakort

Við kaup á gjafakorti hjá Nazar

Af hverju ekki að koma þínum nánustu á óvart með gjafakorti frá Nazar?

Þú kaupir gjafakort Nazar með því að einfaldlega greiða þá upphæð sem þú vilt inn á reikning 0512-14-402070. Mundu að setja nafnið á viðtakanda í tilvísunarnúmer. Svo skaltu senda okkur tölvupóst á info@remove-this.nazar.is með eftirtöldum upplýsingum: Nafn á viðtakanda, heimilisfang viðtakanda ásamt nafni og símanúmeri gefanda (ef við skyldum hafa einhverjar spurningar).

Athugið að gjafakortin eru persónuleg og getur því einungis sá sem kortið er gefið út á notað kortið.

 

Greiðsla með gjafakorti Nazar

Þegar þú vilt greiða fyrir ferð með Gjafakorti Nazar, sendirðu okkur gjafakortið í pósti. Þar sem gjafakortið er verðmætt mælum við með því að þú sendir það í ábyrgðarpósti. Mundu að gefa upp bókunarnúmer á þeirri ferð sem þú vilt greiða.

Þegar meira en 42 dagar eru til brottfarar sendist kortið með pósti til Nazar og greiðslan er skráð þegar gjafajortið berst okkur. Ef minna en 42 dagar eru til brottfarar skal ferðin greiðast með kreditkorti við bókun. Þegar gjafakortið berst Nazar er sama upphæð endurgreidd inn á sama kreditkort og notað var til að greiða ferðina.

Athugið að gjafakortin eru persónuleg og getur því einungis sá sem kortið er gefið út á notað kortið.


Ferðaleyfi

Ferðaheimild fyrir einstaklinga undir 18 ára aldri

Þeir gestir okkar sem ekki eru orðnir sjálfráða (þ.e. hafa náð 18 ára aldri) og ferðast utan forráðamanns, þurfa að skila inn sérstöku ferðavottorði þar sem forráðamaður samþykkir ferðalagið. Þú getur hlaðið niður vottorðinu hér. Það þarf að útfylla og senda svo til:

Nazar Nordic AB
Slagthuset
211 20 Malmö, Sverige

Þú getur einnig skannað vottorðið og sent okkur með tölvupósti á: info@remove-this.nazar.is

Mikilvægt er að taka ferðavottorðið með sér í ferðalagið. Nazar tekur enga ábyrgð á ólögráða einstaklingum sem ferðast án ferðavottorðs.

Barn yngra en 16 ára skal ávallt vera í fylgd með fullorðnum. Fyrir frekari upplýsingar skal hafa samband við okkur í þjónustuverið, þó seinast 5 dögum fyrir brottför.

Hafðu samband

Þjónustuver:

Mán - Fös 07:00 - 16:00

Sími: 519 2777

Nazar Nordic AB
Slagthuset, 211 20 Malmö

Við erum ekki með neinar söluskrifstofur - öll sala á sér stað í gegnum síma og internet.

Tölvupóstfang: info@remove-this.nazar.is


Hringið endilega í
síma 519-2777

Við höfum sjálfar verið á öllum okkar hótelum og getum því ráðlagt þér út frá eigin reynslu!

Við í þjónustuverinu


Gjafakort

Af hverju ekki að koma þínum nánustu á óvart með gjafakorti frá Nazar?

Lesa meira


Facebook

Vertu vinur okkar á Facebook og fáðu spennandi tilboð og taktu þátt í skemmtilegum leikjum.

Vera vinur