Áfangastaður


Smákvikindi og dýr | Skoðunarferðir | Vatnaíþróttir | Veikindi á meðan á ferð stendur | Heimferð | Fararstjórn | Akstur


Smákvikindi og dýr

Kettir og önnur dýr tilheyra hversdagsleikanum á meirihluta áfangastaða okkar, einnig á hótelunum. Hundar og kettir eru meira að segja oft boðin velkomin á lúxushótel. Einnig má oft sjá ýmis smákvikindi eins og maura og önnur skordýr, bæði innanhúss og utan.


Skoðunarferðir

Þar sem við viljum stuðla að því að ferðin þín verði bæði innihaldsrík og minnisverð, bjóðum við upp á mikið úrval spennandi dagsferða. Ferðirnar eru margskonar og eru skipulagðar af fararstjórum sem ýmist tala íslensku eða ensku. Þú getur haft samband við þinn fararstjóra til að fá nánari upplýsingar um það sem er í boði á þínum áfangastað.

Athugið að yfirleitt er krafist lágmarksþátttöku í hverja ferð. Ferðalýsingin er til viðmiðunar og getur því breyst, en það sama á við um verðin á heimasíðunni.

Lesið meira um þær skoðunarferðir sem í boði eru hér


Vatnaíþróttir

Við ströndina er oft þjónustumiðja fyrir alls kyns vatnaíþróttir. Við mælum með að þú lesir vel í gegnum þeirra reglur áður en þú kaupir af þeim þjónustu. Þótt að tryggingarskilmálar þeirra séu í samræmi við lög á áfangastað og virki vel fyrir aðra ferðamenn frá mörgum öðrum löndum þarf ekki að vera að reglur eða tryggingarskilmálar séu í samræmi við það sem við Norðurlandabúar eigum að venjast.

Við leigu á útbúnaði ertu beðin/n um að skrifa undir samning. Það er mjög mikilvægt að þú lesir í gegnum samninginn og gerir þér grein fyrir hvað hann inniheldur.


Veikindi á meðan á ferð stendur

Ef þú ert svo óheppin/n að veikjast á meðan á ferð stendur mælum við með því að þú hafir samband við fararstjóra okkar því að þeir hafa nauðsynlega þekkingu á samstarfsaðilum okkar varðandi ferðatryggingu og geta einnig komið þér í samband við lækni.

Ef þú þarft að fara til læknis bendum við þér á að geyma vel allar kvittanir og vottorð því þau eru nauðsynleg til að fá endurgreitt úr ferðatryggingunni. Nazar hefur enga möguleika á að hjálpa þér að fá endurgreitt né að útvega ný vottorð eftir að ferðinni er lokið.

Athugið einnig að algengt er að gestir þjáist af magakveisu á heitari áfangastöðum. Því er mikilvægt að þú sem gestur á hóteli takir virkan þátt og passir vel upp á eigið hreinlæti ásamt því að drekka mikinn vökva því vökvaskortur getur einnig valdið magakveisu.


Heimferð

Það er mikilvægt að þú fylgir leiðbeiningum í hótelbók Nazars fyrir heimferð. Yfirleitt gildir eftirfarandi:

Alltaf skal mæta á flugvöllinn minnst tveimur tímum fyrir brottför. Ef að þú átt ekki bókað far með rútunni, biðjum við þig að láta fararstjórann vita.

Þú sem átt bara bókað flug eða ert í öðruvísi ferð, þarft að hafa samband við fararstjórann minnst 24 tímum fyrir brottför til að fá upplýsingar um nákvæman brottfarartíma. Símanúmerið stendur á staðfestingunni þinni. 

Athugið að það er einnig á þína ábyrgð að sjá til þess að farangurinn þinn sé um borð í rútunni og að hann sé innritaður á flugvellinum. Þetta gildir bæði við brottför og heimkomu.


Fararstjórn

Hjá Nazar er þjónusta við gestinn alltaf forgangsatriði!

Á áfangastað vinna vel þjálfaðir íslenskir fararstjórar sem sótt hafa fararstjóraskóla Nazar. Þar sem við erum Norræn ferðaskrifstofa eru einnig sænskir, norskir, danskir og finnskir/íslenskir fararstjórar sem geta aðstoðað þig á ensku. Þeir munu gera sitt allra besta til að þú upplifir skemmtilegt sumarfrí og hafir möguleika á að kynnast siðum heimamanna, t.d. í gegnum skoðunarferðir okkar.

Í viðbót við þetta er það starf fararstjórans að tryggja það að þú hafir fengið allt það sem þú pantaðir; hótel, akstur, skoðunarferðir og slíkt. Ef þig vantar aðstoð með eitthvað varðandi ferðina þína eða bókun, á meðan að á dvöl þinni stendur er mikilvægt að þú hafir samband við fararstjórann sem fyrst svo við höfum möguleikann á að aðstoða. Þú getur haft samband við fararstjóra okkar í þjónustasímann. Á ákveðnum hótelum eru fararstjórarnir með þjónustutíma þar sem að þú getur hitt á þá á ákveðnum tímum. Þú finnur upplýsingar um á hvaða tíma í hótelbók Nazar. 

Það getur verið að enskumælandi fararstjórar svari í símann og þá má einnig stundum hitta í skoðunarferðunum.


Akstur

Þegar þú hefur náð í farangurinn, hitta fararstjórar okkar þig á flugvellinum eftir tolla- og vegabréfaskoðun. Á sumum áfangastöðum er sameiginleg rúta fyrir nokkur flug og því gæti verið smá bið á flugvellinum. Fararstjóri fer yfirleitt ekki með í rútuna. Í einstaka tilfellum getur verið að akstur til/frá hóteli sé með leigubíl eða smárútu.

Akstur til og frá hóteli kostar 4.000 kr. fyrir fullorðna og 2.000 kr. fyrir börn til og með 11 ára aldri. 

Athugið að viðkvæma og/eða verðmæta hluti á alltaf að hafa í handfarangri bæði í flugi og í akstri til/frá hóteli. Þar sem farangurspláss er takmarkað getum við ekki tryggt að pláss sé fyrir plássfrekan farangur eins og t.d. hjól, golfpoka, brimbretti eða því um líkt. Vinsamlegast athugið að það er á þína eigin ábyrgð að sjá til þess að farangurinn sé innritaður á flugvelli og að farangurinn sé tekinn með í rútuna. Þetta á við um báðar ferðaleiðir.

Athugið að hægt er að bóka akstur alveg þar til innskráning hefst. Við mælum eindregið með því að þú pantir akstur til/frá hóteli um leið og þú bókar ótilgreinda ferð, bæði þar sem fjöldi leigubíla við flugvöllinn er takmarkaður, en einnig þar sem leigubíllinn kostar mun meira en rútuferðin. Athugið að akstur til/frá hóteli verður að bókast fyrir brottför.

Við bókun á einungis flugi verður að panta akstur til/frá hóteli minnst 3 dögum fyrir brottför.

Einkaakstur 

Vilt þú fá einkaakstur frá flugvellinum og á hótelið þitt? Og svo aftur til baka á heimferðardag? Þá getur þú lagt af stað um leið og þú vilt og þarft ekki að bíða eftir að aðrir farþegar komi um borð í rútuna. Þú getur pantað einkaakstur fyrir allt að átta manns. 

Fjölskylduakstur

Ef þið eruð fjögur eða fleiri saman í einni bókun, þá getið þið pantað fjölskylduakstur á betra verði. Þið fáið þá einkaakstur í lítilli rútu til og frá hótelinu. Því styttri sem ferðatíminn er því fyrr getur fríið byrjað! 

Einkaakstur þarf að bóka minnst einni viku fyrir brottfarardag en ef að pantaður er einkaakstur, verður að panta fyrir alla gesti í sömu bókun. 

Hafðu samband

Þjónustuver:

Mán - Fös 07:00 - 16:00

Sími: 519 2777

Nazar Nordic AB
Slagthuset, 211 20 Malmö

Við erum ekki með neinar söluskrifstofur - öll sala á sér stað í gegnum síma og internet.

Tölvupóstfang: info@remove-this.nazar.is


Hringið endilega í
síma 519-2777

Við höfum sjálfar verið á öllum okkar hótelum og getum því ráðlagt þér út frá eigin reynslu!

Við í þjónustuverinu


Gjafakort

Af hverju ekki að koma þínum nánustu á óvart með gjafakorti frá Nazar?

Lesa meira


Facebook

Vertu vinur okkar á Facebook og fáðu spennandi tilboð og taktu þátt í skemmtilegum leikjum.

Vera vinur