Heilsa, vegabréf og vegabréfsáritun


Lyf og bólusetningar | Vegabréf og vegabréfsáritun | Gjaldmiðill | Utanríkisráðuneytið | Hreyfihamlaðir á ferðalagi


Lyf og bólusetningar

Þegar farið er erlendis þarf að taka með vottorð um nauðsyn þeirra lyfja sem flokkuð eru sem eftirritunarskyld lyf eða ávana- og fíknilyf. Vottorðið þarf að vera útgefið af lækni en einnig þurfa öll lyf að vera í upprunalegum umbúðum. Fyrir frekari upplýsingar er best að hafa samband við sendiherra viðkomandi lands.  

Best er að hafa samráð við lækni varðandi þörf á bólusetningu.


Vegabréf og vegabréfsáritun

Almennar upplýsingar varðandi Tyrkland

Allir ferðalangar verða að hafa með sér vegabréf með mynd, þetta á einnig við um börn og ungbörn. Viss lönd taka ekki gild bráðabirgðavegabréf. Vegabréfið má ekki vera skaðað á neinn hátt. Nazar tekur enga ábyrgð á afleiðingum þess að ferðalangur hafi ekki gilt vegabréf meðferðis.

Þetta er birt með fyrirvara um breytingar á reglum um vegabréf, sem gætu hafa gerst eftir að þessi uppfærsla var gerð. Fyrir frekari upplýsingar um vegabréf, vísum við á sendiráð landsins / ræðismannsskrifstofu eða til lögreglunnar.

Íslenskir ríkisborgarar, íslenskir ríkisborgarar með erlendan bakgrunn og erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi þurfa að sækja um vegabréfáritun til vissra landa. Fyrir frekari upplýsingar vísum við á sendiherra viðkomandi lands. Nazar tekur ekki ábyrgð á afleiðingum þess að farþegi hefur ekki vegabréfsáritun. Athugið að upplýsingarnar hér fyrir neðan eiga við 1-2 vikna alferðir Nazar og gætu breyst.

Sérstaklega fyrir Tyrkland:

Vegabréf

Vegabréfið skal gilda í minnst 6 mánuði eftir heimkomu.

Fyrir upplýsingar um þær reglur sem gilda um neyðarvegabréf bendum við þér á að hafa samband við Utanríkisráðuneytið eða lögreglu. Nazar tekur ekki ábyrgð á afleiðingum sem geta fylgt því að farþegi er ekki með gilt vegabréf.

Ný vegabréfslög í Tyrklandi síðan 31 desember 2012: Allir sem ferðast til Tyrklands verða að hafa a.m.k. eina auða síðu í vegabréfinu (fyrir tyrkneska vegabréfsstimpla við brottför og komu). Ef engin síða er auð í vegabréfinu geta yfirvöld neitað ferðamanni um vegabréfsáritun.

Vegabréfsáritun

Íslenskir, sænskir, danskir og finnskir ríkisborgarar þurfa ekki að sækja um vegabréfsáritun.

Norskir ríkisborgarar verða að kaupa vegabréfsáritun til Tyrklands. Kaupa þarf vegabréfsáritunina fyrir brottför hjá www.evisa.gov.tr. Það er ekki hægt að kaupa vegabréfsáritun á flugvöllunum í Tyrkklandi. Athugið að nauðsynlegt er að prenta út vegabréfsáritunina og taka hana með! Þessi vegabréfsáritun ferðamanns er gild í 3 mánuði (heimsókn í landinu að hámarki 90 daga), að því gefnu að þú sért með gilt norskt vegabréf. Vegabréfsáritunin verður að vera í gildi bæði brottfarardag og heimferðardag. Eftir að vegabréfsáritunin rennur út verða að líða minnst þrír mánuðir þar til hægt er að sækja um nýja ferðamanna vegabréfsáritun.

Nazar getur ekki haft áhrif á breytingar/uppfærslur sem gerðar eru  af tyrkneskum yfirvöldum (Við uppfærum upplýsingarnar um leið og við fáum þær). Athugið að það geta verið önnur einkafyrirtæki sem selja vegabréfsáritun á netinu, sem geta tekið hærra gjald og hvorki Nazar né tyrknesk yfirvöld taka ábyrgð á því. Við vísum einungis í slóðina hér að ofan, sem einnig er að finna á farseðlinum þínum.

Nazar ber ekki ábyrgð á vegabréfsáritunum. Það er á ferðalangsins eigin ábyrgð að afla sér upplýsinga varðandi vegabréfsáritanir. Nazar endurgreiðir ekki ónotaða vegabréfsáritun. Ef til breytinga kemur er það á gestsins ábyrgð að sjá til þess að hann sé með gilda vegabréfsáritun.

Fyrir frekari upplýsingar bendum við á tyrkneska ræðismanninn á Íslandi. Nazar tekur enga ábyrgð á afleiðingum þess að farþegi hefur ekki vegabréfsáritun.

Ef þú ert ekki með vegabréf sem er útgefið á norðurlöndunum, berðu sjálf/sjálfur ábyrgð á því að kynna þér þær reglur sem gilda fyrir ferðir til Tyrklands. Athugaðu að það geta verð mismunandi reglur sem eru í gildi fyrir mismunandi flugvelli sem flogið er til í Tyrklandi.


Gjaldmiðill

Vinsamlegast athugið að ekki öll hótel bjóða upp þá þjónustu að skipta gjaldeyri og einnig eru ekki hraðbankar við öll hótel.

Opinber gjaldmiðill Tyrklands er tyrknesk líra, en einnig er hægt að nota evru á flestum stöðum. Þegar kaupa skal gjaldeyri á Íslandi verður að taka farseðil með, en mest er hægt að kaupa gjaldeyri fyrir 350.000 isk. Flestir hraðbankar í Tyrklandi skipta yfir í líru, en ekki eins margir hraðbankar bjóða upp á evruúttekt.

Flest af okkar „allt innifalið“ hótelum taka við evru. Hægt er að nota algengustu kreditkortin í stórum hluta verslana og veitingastaða, en þó gæti komið aukagjald.


Utanríkisráðuneytið

Hjá Nazar hugsum við fyrst og fremst um öryggi fyrir gesti okkar og starfsfólk og fylgjumst því vel með á áfangastöðum okkar. Þetta þýðir meðal annars stöðug samskipti við starfsfólk okkar á áfangastað og reglubundið samband við tilheyrandi stofnanir. Ef þú hefur einhverjar spurningar er þér velkomið að hafa samband í síma 519 27 77 eða sendu okkur tölvupóst á info@remove-this.nazar.is

Ferðaráðleggingar utanríkisráðuneytisins: utanrikisraduneyti


Hreyfihamlaðir á ferðalagi

Vinsamlegast athugið að meirihluti hótela okkar er ekki sérstaklega hannaður með hreyfihamlaða í huga. Þá er helst um að ræða breidd hurða, stærð lyfta og aðrar því um líkar takmarkanir. Það eru þó nokkur hótel sem bjóða upp á herbergi sem eru meira eða minna sniðin að þörfum hreyfihamlaðra. Vinsamlegast hafið samband við okkur með upplýsingar um þínar sérþarfir svo við getum reynt að finna ferð sem passar þér fullkomlega.

Ef þú er með sérþarfir eða séróskir þarftu að fylla út sérstakt eyðublað um hreyfihamlaða sem finna má „hér“. Athugið að við getum ekki gulltryggt að við getum uppfyllt allar þínar óskir fyrr en eyðublaðið hefur verið móttekið og samþykkt af Nazar.

Hægt er að panta herbergi sérstaklega ætlað hreyfihömluðum á heimasíðu okkar eða hjá þjónustufulltrúum.

Hægt er að taka með samanfellanlega hjólastóla í rútuna til/frá hóteli. Rafmagnshjólastólar og hjólastólar sem ekki falla saman komast því miður ekki með í rútuna og því þarf að panta einkaakstur, sem ekki er innifalinn í verði. Mikilvægt er að hafa samband við Nazar minnst 5 virkum dögum fyrir brottför svo hægt sé að gera ráðstafanir hjá flugfélaginu.

Hafðu samband

Þjónustuver:

Mán - Fös 07:00 - 16:00

Sími: 519 2777

Nazar Nordic AB
Slagthuset, 211 20 Malmö

Við erum ekki með neinar söluskrifstofur - öll sala á sér stað í gegnum síma og internet.

Tölvupóstfang: info@remove-this.nazar.is


Hringið endilega í
síma 519-2777

Við höfum sjálfar verið á öllum okkar hótelum og getum því ráðlagt þér út frá eigin reynslu!

Við í þjónustuverinu


Gjafakort

Af hverju ekki að koma þínum nánustu á óvart með gjafakorti frá Nazar?

Lesa meira


Facebook

Vertu vinur okkar á Facebook og fáðu spennandi tilboð og taktu þátt í skemmtilegum leikjum.

Vera vinur