Gleymdir hlutir og seinkanir


Kvartanir | Gleymdir hlutir | Seinkun á flugi | Seinn eða skemmdur farangur


Kvartanir

Ef svo ólíklega vill til að þú ert ekki ánægð/ur með eitthvað við sumarfríið þitt, er mjög mikilvægt að þú látir fararstjóra okkar vita svo hægt sé að leysa vandamálið sem fyrst. Ef kvörtunum er ekki komið til skila til farastjóra á áfangastað, getum við ekkert gert þegar heim er komið.

Ef það var ekkert hægt að gera fyrir þig á áfangastað, getur þú fyllt út eyðublaðið „hér“ eftir heimkomu.

Kvartanir skulu berast okkur síðast fjórum vikum eftir heimkomu.


Gleymdir hlutir

Ef þú hefur gleymt einhverju á áfangastað getum við hjálpað þér að finna það aftur. Ef við finnum það sem þú tapaðir, þá sendum við það til þín. Fyrir þetta þarft þú að greiða umsýsluþóknun upp á 7000 krónur og sendingarkostnað. Við getum þó ekki lofað að við finnum það sem þú gleymdir, en við gerum þó okkar besta. „Hér“ finnur þú eyðublaðið varðandi gleymda hluti.


Seinkun á flugi

Þrátt fyrir að það gerist ekki oft að seinkun verði á okkar flugi, geta komið upp aðstæður vegna veðurs, tæknilegra örðugleika eða eitthvað allt annað sem valda því að seinkun verður. Ef svo ólíklega vill til að þessi staða komi upp mun starfsfólk Nazar gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að auðvelda þér og þínum biðina.

Þú getur hins vegar ekki reiknað með að fá skaðabætur vegna þess að þú missir af tengiflugi eða akstri frá flugvelli, gistingu á hóteli eða símakostnaði. Í þeim tilfellum bendum við þér á að hafa samband við þitt tryggingafyrirtæki.


Seinn eða skemmdur farangur

Til að geta fengið bættan seinan eða skaðaðan farangur, barnakerru eða álíka þarftu að fylla út tjónaskýrslu (PIR). Hægt er að nálgast tjónaskýrslur hjá starfsfólki á flugvellinum, áður en þú yfirgefur svæðið þar sem farangurinn er sóttur. Athugið að ekki er hægt að gera tjónaskýrslu (PIR) eftir að flugvöllurinn hefur verið yfirgefinn.

Athugið að nauðsynlegt er að fá tjónaskýrslu í frumriti ásamt innritunarnúmeri farangurs þar sem flugfélagið krefst þessara gagna ef til skaðabóta kemur. Einnig er mikilvægt að muna að ef að farangurinn þinn hefur skemmst, verður að skila inn skriflegri skýrslu innan 7 daga, en ef farangrinum hefur seinkað er tímaramminn 21 dagur.

Við mælum hiklaust með góðri ferðatryggingu, þar sem þær bjóða yfirleitt upp á mun betri skaðabætur en flugfélögin, ef eitthvað kæmi nú uppá með farangurinn þinn. Ef þú vilt fá frekari uppýsingar um ferðatryggingar skaltu hafa samband við þitt tryggingarfyrirtæki.

Hafðu samband


Þjónustuver:

Mán - Fös 07:00 - 16:00

Sími: 519 2777

Nazar Nordic AB
Slagthuset, 211 20 Malmö

Við erum ekki með neinar söluskrifstofur - öll sala á sér stað í gegnum síma og internet.

Tölvupóstfang: info@remove-this.nazar.is

Hringið endilega í
síma 519-2777

Við höfum sjálfar verið á öllum okkar hótelum og getum því ráðlagt þér út frá eigin reynslu!

Við í þjónustuverinu


Gjafakort


Af hverju ekki að koma þínum nánustu á óvart með gjafakorti frá Nazar?

Lesa meira


Facebook

Vertu vinur okkar á Facebook og fáðu spennandi tilboð og taktu þátt í skemmtilegum leikjum.
 
Vera vinur