Nytsamlegar upplýsingar


Ótilgreindar ferðir | Há- eða lágannatími | Ferðalengd | Ferðaskilmálar | Með fyrirvara um breytingar | Óskir | Börn á ferðalagi | Einstaklingsherbergi | Bara hótel | Eingöngu flug


Ótilgreindar ferðir

Við reynum ekkert að leyna því að þú færð það sem þú borgar fyrir. Þegar þú kaupir ótilgreindar ferðir, þá færðu það sem þú borgar fyrir; oftast minni gæði og næstum alltaf hótel sem ekki er venjulega í boði hjá okkur.

Við mælum eindregið með því að þú pantir akstur til/frá hóteli um leið og þú bókar ótilgreinda ferð, bæði þar sem fjöldi leigubíla við flugvöllinn er takmarkaður, en einnig þar sem leigubíllinn kostar mun meira en rútuferðin. Athugið að akstur til/frá hóteli verður að bókast fyrir brottför.

Við mælum með því að þú skipuleggir ekki hátíðir, fjölskylduferðir, draumafrí eða því um líkt á ótilgreindu hóteli. Ef þú vilt vita hvað þú færð fyrir peningana skaltu alltaf velja ákveðið hótel, þrátt fyrir að þau kosti örlítið meira. Ef þú ert að ferðast með börn, eða gerir ákveðnar kröfur, mælum við sérstaklega með því að þú pantir á ákveðnu hóteli.

Athugið að ekki er hægt að koma með sérstakar óskir varðandi ótilgreindar ferðir og Nazar getur ekki komið sérstökum óskum áleiðis. Hægt er að fá frekari upplýsingar varðandi ótilgreindar ferðir hér að neðan.

Fyrir þig sem bókar ótilgreindar ferðir/lukkuferðir bætist við gjald fyrir innritaðan farangur. Gjaldið er 4.000 kr fyrir báðar leiðir. Hámark má taka með eina tösku sem er að hámarki 20 kíló. Einungis er hægt að taka með eina tösku á mann en ungbörn hafa enga farangursheimild.

Ótilgreindar ferðir

Hótelin/íbúðirnar eru yfirleitt mun einfaldari en gestir Nazar eiga að venjast og við getum ekki lofað að þú munir lenda á ákveðnum áfangastað eða hóteli. Þú gætir mögulega þurft að skipta um hótel með tiltölulega stuttum fyrirvara á meðan á ferð stendur. Yfirleitt eru ekki í boði þrif, handklæði eða rúmfatnaður. Máltíðir eru ekki innifaldar og misjafnt er hvernig herbergi eru í boði. Yfirleitt er ekki fararstjórn í boði.

Lukkuferðir 3-, 4- og 5 Stjörnu

Nazar getur ekki tryggt að þú fáir ferð á ákveðinn áfangastað en ferðin er yfirleitt á hótel sem ekki er venjulega í boði í okkar ferðum. Við höfum því ekki haft tækifæri á að gæðakanna þessi hótel, en þau eru opinberlega flokkuð sem 3, 4 eða 5 stjörnu hótel. Það getur því verið að hér sé ekki eins yfirgripsmikið „allt innifalið“ og á okkar venjulegu hótelum. Mögulegt er að skipta þurfi um hótel í miðri ferð, oft með stuttum fyrirvara. Takmörkuð eða engin fararstjórn er í boði. Við getum ekki tekið á móti óskum varðandi hótel, herbergi, eða útsýni.

Lukku Pegasos

Hér er það öruggt að þú munt búa á Pegasos hóteli, Pegasos World, Pegasos Resort eða Pegasos Royal. Þessi hótel tilheyra Nazar Collection og öll eru þau metin sem 5n hótel. Við getum ekki tekið á móti óskum varðandi hótel, herbergi, eða útsýni.


Há- eða lágannatími

Þegar að þú ferðast utan háannatíma, getur verið að veitingastaðir, barir og ýmsar verslanir séu lokaðar, eða loki fyrr en venjulega. Á mörgum hótelum er sólin notuð til upphitunar og til að hita upp vatn og því getur verið kaldara á hótelunum í lengri eða styttri tímabil.

Á lágannatíma getur líka verið að hótel velji að loka fyrr en áætlað hafi verið. Þetta getur þýtt að við þurfum að láta gesti okkar vita með tiltölulega stuttum fyrirvara að þeirra hótel hafi breyst. Einnig getur verið að hluti af hótelsvæðinu sé lokaður eða loki fyrr utan háannatíma. Þetta gildir t.d. um veitingastaði, sundlaugar, bari, barnaskemmtanir og fleira. Innihaldið á hlaðborðunum er miðað við fjölda gesta og því gæti úrvalið minnkað eitthvað.

Á háannatíma (frá 1. júní til 30. september) er yfirleitt líf og fjör á hótelinu og því geta myndast biðraðir á veitingahúsin eða barnum eða biðtími lengst. Það er ekki óvanalegt að tónlist sé á börunum og veitingahúsunum. Athugið að það getur orðið rafmagnslaust eða vatnslaust bæði á háanna- og lágannatíma.


Ferðalengd

Lengd ferðar er tíminn sem líður frá brottför til heimkomu, þ.e. frá þínum heimaflugvelli. Ef þú flýgur á sunnudegi, kemur þú yfirleitt heim á sunnudegi, þ.e. áttunda/fimmtánda daginn á ferðalaginu.

Lengd ferðar er því 7 eða 14 nætur, en hægt er að sjá nákvæma ferðalengd á farseðli/staðfestingu. Fyrsti og/eða síðasti dagurinn geta verið ferðadagar.


Ferðaskilmálar

Lestu ferðaskilmálana hér >>


Með fyrirvara um breytingar

Allar staðreyndir og upplýsingar varðandi vörur okkar, skilyrði og þjónustu geta breyst.


Óskir

Við hjá Nazar tökum við þínum óskum og gerum okkar besta til að uppfylla þær. Ef þú hefur mjög margar/sérstakar óskir biðjum við þig að skoða vel upplýsingarnar um hótelin og panta svo þá herbergisgerð sem uppfyllir eins mikið af þínum kröfum og mögulegt er.

Nazar tekur ekki ábyrgð á þeim óskum eða samningum sem þú hefur gert beint við hótelið. Við tökum ekki á móti óskum varðandi ótilgreindar ferðir.


Börn á ferðalagi

Börn yngri en 2 ára

Á flestum hótelum getum við tryggt að börn undir tveggja ára aldri fái barnarúm.  Þú getur séð á ferðastaðfestingunni þinni hvort að barnarúm er örugglega í boði á þínu hóteli. Fyrir önnur hótel er hægt að óska eftir barnarúmi þegar þú bókar. Athugið að við getum ekki gulltryggt að hægt sé að verða við öllum óskum. Börn yngri en 2 ára fá ekki mat í flugi.

Barn sem ekki er orðið tveggja ára gamalt þegar haldið er heim á leið, borgar ekkert aukalega, að þeim skilyrðum uppfylltum að barnið sitji í fangi forráðamanna bæði í flugi og einnig í rútuferð frá flugvelli að hóteli. Athugið að aldur barns miðast við heimferð. Ef barnið verður tveggja ára á meðan á ferðalagi stendur verður að panta sæti fyrir barnið, hægt er að sjá á kvittun hvort rétt hefur verið bókað.

Af öryggisástæðum má hver forráðamaður einungis taka með sér eitt barn undir tveggja ára aldri.

Börn á hóteli

Vinsamlegast athugið að sum hótel hafa þær reglur að öll smábörn verði að hafa sundbleyju í sundlaugunum. Það er því öruggast að taka með sundbleyjur að heiman, sama á hvaða hóteli þú hefur bókað.

Ferðaheimild fyrir einstaklinga undir 18 ára aldri

Þeir gestir okkar sem ekki eru orðnir sjálfráða (þ.e. hafa náð 18 ára aldri) og ferðast utan forráðamanns, þurfa að skila inn sérstöku ferðavottorði þar sem forráðamaður samþykkir ferðalagið. Þú getur hlaðið niður vottorðinu hér. Það þarf að útfylla og senda svo til:

Nazar Nordic AB
Slagthuset
211 20 Malmö, Sverige

Þú getur einnig skannað vottorðið og sent okkur með tölvupósti á: info@remove-this.nazar.is

Mikilvægt er að taka ferðavottorðið með sér í ferðalagið. Nazar tekur enga ábyrgð á ólögráða einstaklingum sem ferðast án ferðavottorðs.


Einstaklingsherbergi

Við reiknum öll okkar verð með tvo fullorðna gesti í huga sem deila tvíbýli. Ef þú ferðast ein/n og vilt því fá einstaklingsherbergi mun bætast við smá þóknun. 


Bara hótel

Ef þú vilt bara bóka hótel er best að hafa samband við þjónustuver okkar til að fá upplýsingar og verð. Þú getur einnig bókað á heimasíðu okkar með því að velja „bara hótel“ í leitarvélinni. 


Eingöngu flug

Þú getur bókað eingöngu flug hjá Nazar.

Athugið að það sem ekki er innifalið í verðinu er oft hægt að fá gegn gjaldi. Akstur verður að panta í síðasta lagi þremur dögum fyrir brottför en ekki er hægt að bóka akstur þegar á áfangastað er komið. Athugið að þú verður að hafa samband við fulltrúa Nazar á áfangastað um það bil  24 tímum fyrir heimferð til að athuga flugtíma og fá upplýsingar um akstur til flugvallar. Ef þú hefur bókað og greitt fyrir þá þjónustu.

Athugið að þegar eingöngu er bókað flug eða ótilgreind ferð er máltíð um borð ekki innifalin. Hægt er að panta máltíð um borð gegn gjaldi þar til þrír dagar eru til brottfarar.

Fyrir þig sem velur að bóka aðeins flug bætist við gjald fyrir innritaðan farangur. Gjaldið er 4000 kr. fyrir báðar leiðir og innifalið er ein taska sem mest má vera 20 kíló. Eingöngu er hægt að kaupa eina tösku á mann (ungbörn hafa enga farangursheimild).
Einnig er hægt að taka með einn handfarangur án auka kostnaðar.
Hægt er að lesa meira um reglur varðandi farangur á heimasíðunni undir nytsamlegar upplýsingar.
Hægt er að kaupa farangur þegar ferðin er bókuð, eða með því að hafa samband við þjónustuver í síma 519 27 77.

Barn yngra en 16 ára skal ávallt vera í fylgd með fullorðnum. Fyrir frekari upplýsingar skal hafa samband við okkur í þjónustuverið, þó seinast 5 dögum fyrir brottför.

Þjónustuver:

Mán - Fös 07:00 - 16:00

Sími: 519 2777

Nazar Nordic AB
Slagthuset, 211 20 Malmö

Við erum ekki með neinar söluskrifstofur - öll sala á sér stað í gegnum síma og internet.

Tölvupóstfang: info@remove-this.nazar.is

Hafðu samband


Hringið endilega í
síma 519-2777

Við höfum sjálfar verið á öllum okkar hótelum og getum því ráðlagt þér út frá eigin reynslu!

Við í þjónustuverinu


Gjafakort

Af hverju ekki að koma þínum nánustu á óvart með gjafakorti frá Nazar?

Lesa meira


Facebook

Vertu vinur okkar á Facebook og fáðu spennandi tilboð og taktu þátt í skemmtilegum leikjum.

Vera vinur