Hótel


A la carte- og þemaveitingastaðir og heimsóknir | Myndir af hótelum í bæklingi og á heimasíðu | AukarúmHandklæðaþjónustaHótelreglur |Inn- og útskráning  |  Internettenging á hótelinu  | Loftkæling | Hreingerning | Útsýni og svalir | Vatnaíþróttir | Allt innifaliðHótelskilgreining | Hótelflokkar | Að ferðast þegar þú ert með ofnæmi eða mataróþol


A la carte- og þemaveitingastaðir og heimsóknir

Hér hefur þú möguleika á að koma að dúkuðu borði og fá extra dekur með persónulegri þjónustu og fallegum réttum.

Á flestum 4-5 No Collection hótelunum okkar er boðið upp á möguleikann á að prófa einn a la carte/þema -stað minnst einu sinni í ferðinni. Alltaf þarf að panta borð fyrirfram.

Þar sem að þemastaðirnir hafa takmarkað sætapláss mælum við með því að þið bókið borð með mjög góðum fyrirvara. Nokkur hótel hafa bókunargjald en önnur hafa bókunartryggingu. Á nokkrum hótelum þarf alltaf að greiða fyrir þegar farið er á þema-veitingastað. Lestu meira um a la carte/þema -staðina á síðunni um þitt hótel.

 

Myndir af hótelum í bæklingi og á heimasíðu

Við leggjum mikla áherslu á að bæklingurinn og heimasíðan séu vel gerð. Heimasíðan er uppfærð reglulega og ættu því allar breytingar að koma þar inn jafnóðum. Okkar markmið er að alltaf sé hægt að treysta þeim upplýsingum sem á heimasíðunni er að finna. Athugið að myndir í bæklingi geta verið teknar með víðri linsu og því geta herbergi, hótel og sundlaugar sýnst stærri í bæklingnum en í raunveruleikanum.


Aukarúm

Aukarúm í herbergjunum er yfirleitt svefnsófi, svefnstóll eða rúm sem er hægt að leggja saman. Athugaðu að þessi rúm eru yfirleitt minni en venjuleg rúm. Auka rúm getur verið styttra og minna en venjuleg stærð af rúmi. Venjulegt hótelherbergi er áætlað fyrir 2 manneskjur í venjulegum rúmum – stærð rúmsins og innréttingar í herbergjunum valda því að lítið pláss er eftir þegar þriðja rúmið kemur inn í herbergið. Þetta gerir það að verkum að í sumum hótelherbergjum eða fjölskyldusvítum eru minnst þrír sem greiða fullt verð, og þriðja manneskjan sefur í auka rúmi án þess að fá afslátt.


Handklæðaþjónusta

Flest 4-5 No Collection hótelin okkar bjóða upp á handklæðaþjónustu fyrir sundlaug og strönd. Það er þó misjafnt á milli hótela hversu oft boðið er upp á hreint handklæði. Á meðan að sum hótel bjóða upp á að þú getir skipt um handklæði eins oft og þú vilt gera önnur kröfur um sérstakt tryggingargjald áður en þú getur fengið lánað handklæði fyrir sundlaug og strönd. Mögulegt er að reglur hótelsins varðandi handklæðaþjónustu breytist án þess að við hjá Nazar vitum af því. Frekari upplýsingar er að finna á síðunni um hvert hótel.


Hótelreglur

Meirihluti hótela okkar hefur sínar eigin reglur sem gilda fyrir alla þeirra gesti. Nokkur hótel krefjast t.d. greiðslu/tryggingargjalds fyrir öryggishólf, loftkælingu, herbergislykla og minibar. Oft má ekki taka með mat sem keyptur er utan hótelsins inn á hótelsvæðið eða mat af hlaðborðum hótelsins með inn á herbergin.  
Best er að reyna að halda hávaða í lágmarki svo öllum líði betur. Athugið einnig að sérstakar reglur gilda fyrir gesti sem ekki dvelja á hótelinu.


Inn- og útskráning

Samkvæmt alþjóðlegum hótelreglum byrjar innskráning á hótelið kl 15:00 og útskráning skal gerast fyrir kl 12:00. Þetta gildir þrátt fyrir að flugið sé seint um kvöld eða snemma morguns. Athugaðu vel staðfestinguna þína til að sjá hvenær þú þarft að skrá þig út á þínu hóteli. Á vissum hótelum er boðið upp á seina útskráningu. Hægt er að fá nánari upplýsingar á síðunni um hvert hótel.


Internettenging á hótelinu

Á upplýsingasíðunni um hvert hótel birtir Nazar upplýsingar varðandi Internet tengingar á viðkomandi hóteli eins og t.d. hvort í boði sé þráðlaust Internet eða hvar á hótelsvæðinu hægt er að komast í Internet. Þessar upplýsingar eru þó einungis til að hafa til hliðsjónar þar sem þetta getur breyst án okkar vitundar. 
Fyrir þig sem ert á leið á hótel með Internet tengingu, er gott að hafa í huga að hraði og stöðugleiki er yfirleitt ekki eins og þú átt að venjast. Á áfangastað þykir það hversdagslegt að tenginging rofni í styttri eða lengri tíma.


Loftkæling

Stærsti hluti hótela okkar hefur loftkælingu en þó er það breytilegt hvort hótelin bjóða hana frítt eða krefjast þóknunar fyrir. Frekari upplýsingar má finna þegar lesið er um hvert hótel.
Á þeim hótelum þar sem loftkælingin er miðstýrð, er hún höfð á ákveðna tíma dags og yfir heitasta tíma dagsins. Einnig er mögulegt að slökkt sé á loftkælingunni en það fer eftir veðri. Yfirleitt þurfa svaladyr að vera lokaðar til að loftkælingin virki.
Athugið að bæði virkni og hversu hljóðlát loftkælingin er getur verið breytilegt á milli loftkælinga. Eldri útgáfur eru oft ekki eins kraftmiklar og eins er yfirleitt ekki hægt að snúa þeim eða beina í ákveðna átt.


Hreingerning

Herbergi eru yfirleitt þrifin daglega en þó getur verið að einhver hótel séu með aðrar reglur. Með þrifum er átt við að búið sé um rúm og baðherbergi lauslega þrifið. Yfirleitt er skipt um handklæði og rúmföt 2-3 sinnum í viku. Þrif eru gerð yfir daginn.


Útsýni og svalir

Fyrir þig sem vilt hafa svalir/verönd eða jafnvel sjávarútsýni, er yfirleitt möguleiki á að panta þetta. Hægt er að fá frekari upplýsingar á síðunni um þitt hótel. Ef að ekki kemur fram neitt um svalir/verönd eða útsýni á staðfestingunni þinni, þá er ekki hægt að gulltryggja þessar óskir.
Sjávarútsýni getur þýtt að sjórinn sést jafnvel bara að hluta frá svölunum. Seaside þýðir bara að herbergið er sjávarmegin á hótelinu, það þarf ekki að þýða að útsýni sé yfir hafið. Á sama hátt þýðir poolside ekki að útsýni sé yfir sundlaug.
Athugið að stærð svala og húsbúnaður fer ekki eftir stærð herbergis eða fjölda gesta í herbergi.


Vatnaíþróttir

Við ströndina er oft þjónustumiðja fyrir alls kyns vatnaíþróttir. Við mælum með að þú lesir vel í gegnum þeirra reglur áður en þú kaupir af þeim þjónustu. Þótt að tryggingarskilmálar þeirra séu í samræmi við lög á áfangastað og virki vel fyrir aðra ferðamenn frá mörgum öðrum löndum þarf ekki að vera að reglur eða tryggingarskilmálar séu í samræmi við það sem við Norðurlandabúar eigum að venjast.
Við leigu á útbúnaði ertu beðin/n um að skrifa undir samning. Það er mjög mikilvægt að þú lesir í gegnum samninginn og gerir þér grein fyrir hvað hann inniheldur.


Allt innifalið

Fyrir þig sem vilt slappa af í þínu fríi!

Allt innifalið er samnefnari fyrir hvaða máltíðir eru innifaldar í þinni ferð. Þegar þú bókar „allt innifalið“ eru allar höfuðmáltíðir dagsins (morgunverður, hádegisverður og kvöldverður) innifaldar ásamt ýmsu snarli yfir daginn, flestir innlendir drykkir og oft jafnvel ís.

Gæði hótelsins hefur áhrif á fjölbreytni og gæði „allt innifalið“, því fleiri No Collection sem hótelið hefur, því meira er úrvalið. Á Lukku 3-, 4- eða 5 Stjörnu (ótilgreindir möguleikar) er mögulegt að úrvalið sé einfaldara en á okkar venjulegu hótelum. Ef þú vilt vera alveg örugg/ur um að upplifa ógleymanlegar dýrindismáltíðir, mælum við með Premium Collection hóteli.

Frekari upplýsingar um „allt innifalið“ er að finna undir hverju hóteli. Fyrir ótilgreindar „allt innifalið“ ferðir er hægt að fá frekari upplýsingar undir „ótilgreindar ferðir“ hér fyrir neðan.


Hótelskilgreining

Til þess að þú eigir auðveldara með að skilgreina mismuninn á hótelunum okkar, þá höfum við hjá Nazar flokkað þau á skala frá 1-5 No Collection. Því fleiri No Collection, því meiri gæði, og þar af leiðandi hærra verð. Tvö hótel með jafn mörg No Collection geta þó verið mjög ólík og því höfum við No Collection í þremur ólíkum litum: bleikum, gulum og appelsínugulum, þar sem appelsínuguli liturinn táknar mesta lúxusinn. Til þess að þú eigir auðveldara með að finna hótel sem passar þér best, þá er mikilvægt að þú lesir þér til um hótelflokkana og þær upplýsingar um hótelin sem birtar eru á heimasíðu okkar og í bæklingnum.

Öll No Collection skipta máli

Þegar Nazar metur hótel er ekki einungis horft á gæðin heldur einnig á þjónustustig hótelsins í samanburði við önnur hótel á svæðinu. Það er því ekki verið að horfa til sömu atriða eins og við opinbera stjörnugjöf, því hún horfir eingöngu til gæða hótelsins.

Við metum hins vegar heildaryfirsýn og tökum tillit til atriða eins og gæða, hótelsvæðis, innréttinga, aðstöðu (sundlaug, móttaka, sameiginleg rými, barir ofl.) og ekki síst þjónustustigs, bæði af hálfu hótelsins og eins frá Nazar. Þetta þýðir að tvö hótel með 5 No Collection geta verið mjög ólík.

Öll Premium Collection hótel eru metin sem 5 Premium Collection, þar sem þau eru bestu og glæsilegustu hótelin á okkar vegum. Á sama tíma gæti Nazar Collection hótel verið metið með 5 Nazar Collection, þar sem þar eru í boði mikil gæði og frábært þjónustustig, bæði hjá hótelinu og hjá Nazar. Á Nazar Collection hótelunum býður Nazar upp á sjóræningjaklúbb fyrir börnin, unglingaklúbb, dansskóla og sundskóla þar sem íslenskir og skandinavískir leiðbeinendur sjá um fjörið og það besta er að það kostar ekkert aukalega. Nazar Collection hótelin eru því kannski ekki eins glæsileg og Premium Collection hótelin, en þau vega það upp með frábærri þjónustu.

Hvaða hótel Collection passar best fyrir þig? Það er bara þú sem getur skorið úr um það. Frekari upplýsingar um flokkana þrjá má finna hér að neðan.


Hótelflokkar

Við höfum skipt hótelunum í þrjá flokka; Nazar Collection, Premium Collection og Holiday Collection.

Nazar Collection – Uppáhald fjölskyldunnar með sjóræningjaklúbb Nazar, unglingaklúbb og sundskóla.

Nazar Collection er samheitið yfir okkar eigin hótel þar sem flestir okkar gestir velja að dvelja. Á þessum hótelum bjóðum við upp á alhliða fararstjóraþjónustu, sem inniheldur einnig íslenska leiðbeinendur Nazars. Þetta eru mikil gæðahótel og hafa mjög fína aðstöðu fyrir alla fjölskylduna, stór sundlaugarsvæði og vatnsrennibrautir en eru samt nálægt ströndinni. Nazar Collection er því hið augljósa val fyrir barnafjölskylduna, hvort sem börnin eru stór eða smá!

Nazar Collection hótelin bjóða upp á öll þau þægindi, skemmtun og afþreyingu sem þín fjölskylda þarf í sínu sumarfríi og auðvitað er „allt innifalið“. Hótelin í þessum flokki hafa 4-5 Nazar Collection. Hótelin eru ekki eins glæsileg ásýndar og Premium Collection hótelin en það sést þó einnig á verðinu.

Premium Collection – Okkar mestu lúxushótel!

Þegar þú bókar Premium Collection hótel dvelur þú á einu af bestu hótelum Nazar. Flest hótelin eru þar að auki meðal fallegustu og glæsilegustu hótela við Miðjarðarhafsins og þú getur aðeins ferðast þangað með Nazar. Með Premium Collection geta bragðlaukarnir búist við veislu, þú færð að upplifa frábæra þjónustu en einnig er dásamleg aðstaða fyrir bæði börn og fullorðna. Öll hótel með 5 Premium Collection bera þess vitni að vera „allt innifalið“ hótel í toppklassa. Ef þú óskar hins vegar eftir íslenskum barnaklúbbi mælum við með Nazar Collection.

Holiday Collection – Allt innifalið hótel sem hentar öllum!

Í þessum flokki finnur þú mikið úrval af strand- og borgarhótelum. Borgarhótelin eru yfirleitt staðsett miðsvæðis, nálægt verslunum, áhugaverðum stöðum og næturlífi, á meðan að strandhótelin bjóða yfirleitt upp á góða barnaaðstöðu, eins og t.d. vatnsrennibrautir og alþjóðlega barnaklúbba. Það sem öll þessi hótel eiga sameiginlegt er að þau bjóða öll upp á „allt innifalið“ sem felur í sér mat, drykki og snarl.

Við höfum gefið hótelunum í Holiday Collection 3-5 Holiday Collection. Mörg hótelin bjóða upp á mikil gæði er varða mat og aðstöðu en ná þó ekki alveg þeim lúxus gæðum sem Premium Collection hótelin bjóða en það sést líka á verðinu. Ef þú vilt fá íslenskan barnaklúbb mælum við frekar með Nazar Collection.

5 Holiday Collection: Þessi hótel eru yfirleitt í háum gæðaflokki og eru með góða aðstöðu, en athugið að það getur verið mikill mismunur á milli hótels í Holiday Collection með 5 Holiday Collection og hótel í Premium Collection með 5 Premium Collection.

Holiday Collection: Mjög vinsæl hótel, en ekki alveg eins góð aðstaða eins og í 5 Holiday Collection hótelunum okkar í Holiday Collection. Þjónusta og gæði haldast hönd í hönd við verðið, þessi hótel hafa allt sem til þarf fyrir frábært sumarfrí og aðeins aukalega.

 

3 Holiday Collection: Einföld, hagnýt og vinsæl hótel sem hafa það sem til er ætlast fyrir vel heppnað sumarfrí, hvað varðar þjónustu og aðstöðu.


Að ferðast þegar þú ert með ofnæmi eða mataróþol

Í sumum löndum þar sem mataróþol og ofnæmi eru ekki eins algeng eins og hér heima í norðrinu getur stundum verið erfitt að fá sérfæði, eins og t.d. glútenfrían eða laktósfrían mat. Þú getur því ekki reiknað sjálfkrafa með því að slíkt sé í boði á þínum áfangastað. Á þeim hótelum sem við erum í samvinnu með og á þeim veitingastöðum og verslunum sem eru á áfangastað getur verið erfitt fyrir starfsfólkið að skilja hversu mikilvægt það er fyrir einstakling með ofnæmi að hann fái ekki í sig þau fæðuefni sem hann er með ofnæmi fyrir. Við sem ferðaskrifstofa höfum því miður afskaplega lítið að segja um hvernig maturinn er tilreiddur eða það úrval sem í boði er á þeim hótelum sem við erum í samvinnu með. Hótelin taka á móti gestum frá öllum heiminum og því er ómögulegt fyrir þá að verða við öllum séróskum. Þú getur þó alltaf haft samband við þjónustuverið okkar ef þú hefur einhverjar spurningar. 

Á Pegasos hótelunum; Pegasos Royal, Pegasos Resort og Pegasos World, þar sem flestir okkar gestir velja að dvelja, getum við nú boðið upp á sérfæði upp að ákveðnu marki.  Þar bjóðum við þá fyrst og fremst upp á sérfæði fyrir gesti okkar sem eru með laktosóþol, hnetuofnæmi og glútenofnæmi. Í ísbúðum okkar er nú einnig boðið upp á laktósafrían ís. Við erum í stöðugri samvinnu með þessum hótelum til að geta sífellt boðið betra úrval af sérfæði, en við viljum þó benda á að úrvalið í „allt innifalið“ sérfæði er ekki eins mikið eins og venjulegu „allt innifalið“.

Ef þú ferðast til einhvers af ofangreindum hótelum hefur þú möguleika á því að hafa samband beint við hótelið með einföldu net-eyðublaði og láta vita um þau ofnæmi eða óþol sem þú hefur. Eyðublaðið, sem við höfum þróað í samvinnu með hótelunum, getur þú fyllt út og sent beint á hótelið áður en þú leggur að stað í ferðalagið. Ef þú hefur einhverjar sérstakar spurningar varðandi ofnæmi, áður en þú bókar ferðina, getur þú sent fyrirspurn án þess að skuldbinda þig að neinu leyti. Best er ef þú lætur bæði fararstjórann eða/og hótelið vita við komu á hótelið hvaða ofnæmi þú ert með. Þau geta skipulagt fund með starfsfólkinu á veitingastaðnum sem á móti geta þá upplýst þig um þá rétti sem í boði eru. Ef þú vilt fylla út eyðublaðið og hafa samband við Pegasos World, Pegasos Resort eða Pegasos Royal með spurningar varðandi ofnæmi eða óþol skaltu velja hér.

Hafðu samband


Þjónustuver:

Mán - Fös 07:00 - 16:00

Sími: 519 2777

Nazar Nordic AB
Slagthuset, 211 20 Malmö

Við erum ekki með neinar söluskrifstofur - öll sala á sér stað í gegnum síma og internet.

Tölvupóstfang: info@remove-this.nazar.is

Hringið endilega í
síma 519-2777

Við höfum sjálfar verið á öllum okkar hótelum og getum því ráðlagt þér út frá eigin reynslu!

Við í þjónustuverinu


Gjafakort

Af hverju ekki að koma þínum nánustu á óvart með gjafakorti frá Nazar?

Lesa meira


Facebook

Vertu vinur okkar á Facebook og fáðu spennandi tilboð og taktu þátt í skemmtilegum leikjum.

Vera vinur