Við hja Nazar!

Stjórn | Söludeild | Skrifstofa | Fjármál og bókhald | Á áfangastað


Stjórn

Kemal Yamanlar - Framkvæmdastjóri

Uppáhaldshótel hjá Nazar: Úff ég get ekki valið bara eitt. Ég verð að fá að nefna tvö: Pegasos World og Aqua Fantasy. Þetta eru tvö einstök hótel sem enginn af samkeppnisaðilum okkar getur jafnað - ég er svo stoltur af þeim. 

Mitt besta ferðaráð: Einkaakstur! Ef maður prufar að panta sumarfríið með einkaakstri til og frá hótelinu fyrir nánast engan pening - já þá sættir maður sig ekki við almennan rútuakstur. 


Lena Örtenblad - Fjármálastjóri

Uppáhaldshótel hjá Nazar: Delphin Imperial. Herbergin, sundlaugarsvæðið, bryggjan, maturinn, þjónustan - já bara allt hótelið - lætur þér líða eins og í 100% lúksusfríi.

Mitt besta ferðaráð: Byrjaðu fríið á að fara í hamam meðferð - til að slappa af og fá fullkominn grunn af fallegri sólarbrúnku! Mundu að fararstjórar Nazar eru þarna fyrir þig svo ekki hika við að tala við þau svo að sumarfríð þitt verði ennþá betra! 


Tiia Dilek - Þjónustustjóri

Uppáhaldshótel hjá Nazar: Regnum Carya Resort í Belek er án vafa mitt uppáhaldshótel. Hótelið er umvafið lúxus og glæsileika. Hér færðu almennilegt sumarfrí - og aðeins meira en það!

Mitt besta ferðaráð: Ég held að maður þurfi að gera sér grein fyrir hvað það er sem maður vill, hvað er mikilvægt fyrir þig og fjölskylduna í sumarfíinu: er það verðið, úrvalið á allt innifalið, gæði hótelsins, úrvalið á afþreyingu, sérstökum aðbúnaði eða barnaaðstaða, sjálfur áfangastaðurinn eða er það kannski fín strönd beint fyrir utan hótelið? Þegar þú hefur gert upp við þig hvað er mikilvægast fyrir ykkur getur þú byrjað að skoða áfangastaði og hótel sem passa við óskir ykkar. Heimasíða Nazar er full af upplýsingum og sölufulltrúar okkar hafa heimsótt flest hótelin og geta því gefið góð ráð svo að þú finnir ferð sem passar ykkur best.  


Frida Sjöberg - Sölustjóri

Uppáhaldshótel hjá Nazar: Ég á mörg uppáhalds en ef ég þarf að velja þá verður það Susesi Luxury Resort. Maturinn er fyrsta flokks og ekki missa af því að prófa a la carte veitingastaðina, sérstaklega þennan tyrkneska.

Mitt besta ferðaráð: Vertu forvitin/nn og mundu að upplifa menninguna, náttúruna, verslanir og það sem er í boði. Fararstjórar okkar geta gefið þér góð ráð og leiðbeint þér ef þú hefur áhuga á því.