Upplifðu hina dásamlegu Antalya/Lara

Antalya er stærsti ferðamannastaðurinn á tyrknesku rivierunni

Stórborg sem er full af lífi og fjöri. Í sögufrægum miðbæ borgarinnar getur þú farið í skoðunarferðin um þröngar göturnar, þar sem leynast spennandi tyrkneskar verslanir sem selja allt frá tyrknesku teppi til listaverka og gómsæts sætabrauðs.

Hægt er að ljúka deginum með drykk við rómversku höfnina, eða halda áfram að versla í glæsilegum verslunarmiðstöðum. Hér geturðu verið viss um að fá frí sem býður upp á eitthvað extra!

Velkomin til Tyrklands

Skoðunarferðirnar okkar

Lesa meira | Sækja bækling

  •   Fullkomin blanda af stórborg og sólarströnd
  •   Skemmtilegur og sögulegur staður með margt að sjá
  •   Sól & strönd, verslun eða menning – þitt er valið

 

Hér getur þú séð veðrið í Tyrklandi
Hér eru kort yfir hótelin okkar
Hér eru spennandi tyrkneskar uppskriftir

Þarfnastu smá hvíldar frá sól og strönd, þá hefur Antalya upp á ýmislegt annað að bjóða! Við bjóðum upp á ferðir til áhugaverðustu staðanna í skoðunarferðum okkar. Hafðu samband við fararstjóra til að heyra meira um það sem í boði er, eða lestu áfram hér.

Kaleici

Í miðri nútímaborginni Antalya er gamli bærinn, Kaleici. Notaðu einn seinnipart dags til að rölta um heillandi, þröngar göturnar. Þú getur meðal annars virt fyrir þér næstum 2.000 ára gamalt rómverskt borgarhlið, og rómversku höfnina sem er enn í notkun. Gömlu húsin í þessum heillandi borgarhluta Kaleici eru í dag innréttuð sem litlar búðir og veitingastaðir.

Düden-foss

Fyrir utan borgarmörk Antalya geturðu upplifað stórfenglega náttúruna við Düden-foss. Þar gleymirðu hreinlega að þú ert einungis nokkrum augnablikum frá stórborginni. Vatnið kælir niður loftið og andrúmsloftið verður alveg yndislega frískandi.

Sædýrasafn Antalya

Nýja sædýrasafnið í Antalya er heillandi upplifun fyrir alla fjölskylduna. Þú gengur um í glergöngum undir vatninu og nýtur þess að virða fyrir þér framandi fiska og hákarla sem koma syndandi úr öllum áttum. Á sædýrasafninu er einnig Snjóheimur, þar sem þú getur farið í snjókast og byggt snjókarla, þrátt fyrir 40 stiga hita úti.

Í sögufrægum miðbæ Kaleici, getur þú farið í skoðunarferðin um þröngar göturnar, og fundið litlar spennandi verslanir sem selja allt frá tyrkneskum teppum til listaverka og gómsæts sætabrauðs. Hægt er að ljúka deginum með drykk við rómversku höfnina, eða halda áfram að versla í glæsilegum og nútímalegum verslunarmiðstöðum eins og TerraCity og Shemall.

Ef þig langar að láta reyna á verslunarhæfileika þína á markaði heimamanna, þá eru margir möguleikar að velja á milli. Á hverjum degi eru haldnir markaðir víðsvegar um borgina. Hér að neðan geturðu lesið meira um markaðina sem eru næstir hótelum okkar við Lara ströndina. Hafðu sambandi við fararstjóra fyrir frekari upplýsingar. Athugaðu að dagsetningar og staðsetningar á marköðunum geta breyst með litlum fyrirvara.

Markaður í Lara

Markaðurinn er haldinn við verslunarmiðstöðina Laura, og hér er stór möguleiki á að losa sig hratt við vasapeninginn! Á fjölda bása fæst allt frá vefnaðarvöru, minjagripum, ávöxtum og grænmeti til alls konar smádóts og glingurs. Markaðurinn er haldinn á hverjum laugardegi.

Markaður í Güzeloba

Hér er að finna breytt úrval af ávöxtum, grænmeti og vefnaðarvöru. Markaðurinn er haldinn á hverjum föstudegi.

Það er alltaf hægt að hóa í leigubíl í Antalya. Við stærri göturnar eru svo einfaldlega „leigubílahnappar” þar sem þú þarft einungis að ýta á hnapp til að panta leigubíl. Flestir leigubílar notast við gjaldmæli, en oft getur þú einnig samið um fast verð fyrir ákveðna leið, eins og frá hótelinu þínu og inn í miðbæ. Mundu bara að semja um verðið fyrir fram.

Strætisvagnarnir dolmus (nafnið þýðir „troðfullur”) er skemmtilegur og auðveldur máti til að komast á milli staða. Strætisvagnarnir keyra fram og tilbaka allan daginn, en keyra oft ekki seint á kvöldin eða á næturnar. Þú borgar yfirleitt 2-5 lírur fyrir hverja ferð, ef þú ert í miðbænum. Þú borgar vagnstjóranum um leið og þú gengur inn í strætisvagninn.

Þar sem Antalya er byggð á klettum, finnst engin hefðbundin strönd miðsvæðis í borginni, en borgin er annars umlukin ströndum.

Lara ströndin er 12 km og er ein af lengstu ströndum Tyrklands. Á ströndinni er dökkur sandur með litlum steinum og vatnið verður fljótt djúpt. Ef þú vilt fara á strandasvæði fyrir utan þitt hótel, getur þú til dæmis farið til Lara Beach Park, þar sem eru einnig kaffihús og barir.

Antalya er draumastaðurinn þinn ef þú kannt að meta góða veitingastaði og villt næturlíf. Mest er um veitingastaði við líflega höfnina og í heillandi gamla bænum en einnig eru margir góðir veitingastaðir við strandgötuna við Lara ströndina. Við smábátahöfnina í Antalya er svo að finna ógrynni af börum og skemmtistöðum sem eru opnir langt fram eftir nóttu.


Antalya er höfuðborg tyrknesku rivierunnar og minn uppáhalds áfangastaður. Hér er hægt að njóta bæði sólar of hafs á stórkostlegum hótelum við Lara-ströndina, með ótrúlegum þægindum eða blandast mannfjöldanum í ekta stórborg með öllu sem því tilheyrir. Ef hungrið segir til sín er um marga flotta veitingastaði og lítil kaffihús að velja sem öll bjóða upp á mat á sanngjörnu verði. Þegar kvölda tekur er svo hægt að kíkja á barinn þar sem yfirleitt er lifandi tónlist.

Nina Hahto Nazar guide Antalya


Nytsamlegar upplýsingar um Antalya

Bankar og hraðbankar

Hraðbanka er að finna í miðbæ Antalya og við flest hótel. Banka er að finna bæði í miðbæ Antalya og í Lara.

Póstur og sími

Póstþjónustan í Tyrklandi heitir PTT. Þar getur þú skipt erlendum gjaldeyri í tyrkneskar lírur, ásamt því að geta keypt frímerki og símkort. Til að hringja til Íslands þarftu að slá inn 00354 og svo símanúmerið.

Læknar og apótek

Apótek (eczane) er að finna út um allt. Þarftu á lækni að halda, er þér velkomið að hafa samband við fararstjóra okkar. Þú getur líka haft samband við lækni í síma:

Anadolu Alanya: +90 242 522 62 62

Baskent Alanya: +90 242 511 25 11

Dr. Call Alanya: +90 242 511 33 36

Sjáið flottu hótelin okkar í Antalya