Skoðunarferðir frá Antalya, Side, Belek og Alanya

Uppáhaldsskoðunarferðir fararstjóra Nazar

Komdu með í skoðunarferðir og upplifðu fjölbreytileika Tyrklands! Ertu fyrir sól og afslöppun, fjöruga frídaga, fallega náttúru, spennandi menningu og sögu eða fullt af skemmtun fyrir alla fjölskylduna? Þá erum við með skoðunarferð sem hentar þér. Komdu til fararstjóra okkar ef þú vilt vita meira og bóka þína skoðunarferð. Fyrir góða yfirsýn höfum við skipt skoðunarferðum okkar í nokkra mismunandi flokka.

 

Skoðunarferðir, dagar skoðunarferðar og verð geta breyst á meðan að á tímabilinu stendur.

Vinsælustu skoðunarferðirnar okkar með fullt af sól og vatni og nokkrir af best þekktu stöðum suðurstrandarinnar.

Istanbúl með flugi

Istanbúl er eini staðurinn sem liggur í tveimur heimsálfum, bæði Asíu og Evrópu. Istanbúl sameinar á skemmtilegan hátt nútímalegt vestrið með heillandi austrinu. Í skoðunarferðinni skoðum við þekktustu staðina eins og t.d. Topkapi höllina og bláu Moskuna. Seinni part dags hefur þú einnig möguleika á að koma með í siglingu á Bosporusstræti og fara á Egypska basarinn. Ferðin til Istanbul er farin með flugi frá Antalya.

Verð: 155 €, Börn 0-1 árs: Frítt
Dagur ferðar: Laugardaga frá Alanya og Incekum svæðinu, Side, Belek og Antalya.

Hér er skemmtileg upplifun fyrir alla fjölskylduna. Farið til dæmis í okkar frægu sjóræningja-skemmtisiglingu!

Sjóræningjasigling

Uppáhalds skoðunarferð barnanna!

Komdu með Kapteini Nemo og áhöfn hans í frábæran ævintýradag á Manavgatflóðinu. Þetta verður dagur fullur af leik og fjöri um borð í sjóræningjaskipinu og þegar við köstum akkeri og förum í land þá hefst stóra fjársjóðsleitin! Alþjóðlegir sjóræningjarnir gera daginn ógleymanlegan og allir sjóræningjar litlir og stórir eru velkomnir með. Sjipp o hoj, komið með okkur!

Fullorðnir: 35 €, Börn 3-12 ára: 20 €, Börn 0-2 ára: Frítt
Dagur ferðar: Þriðjudag frá Side, Alanya og Incekum svæðinu, Side, Belek og Antalya

Tryggðu þér pláss í sjóræningjasiglingunni og bókaðu að heiman! Ef þú gerir það færðu einnig fría verslun og fría sjóræningjamynd með í kaupunum! Bókaðu sjóræningjasiglinguna á sama tíma og þú bókar ferð eða bættu henni við á bókaða ferð með því að hringja í þjónustusímann okkar 519 2777 mánudaga -föstudaga á milli klukkan 7-16 eða sendu okkur tölvupóst á info@nazar.is

Prófaðu alþjóðlegu skoðunarferðirnar okkar eða skoðaðu Tyrkland á eigin vegum og leigðu þér bíl.

Kappadokien (1 eða 2 daga skoðunarferð)

Kappadokien með sína náttúrlegu bergmyndanir og neðanjarðar borgir er hreinlega ótrúlegt að upplifa. Sofandi eldfjöll, tíminn og kraftur náttúrunnar hefur skilið eftir sig ævintýralegt landslag. Í klettunum má sjá úthöggnar kirkjur, hús og jafnvel heila bæi. Á sumrin er þessi skoðunarferð skipulögð sem eins dags ferð með flugi. (Verð og upplýsingar færðu hjá fararstjóranum þínum).

Fyrir tvo daga með hóteli:
Fullorðnir: 135 €, Börn 7-14 ára: 68 €, Börn 0-6 ára: Frítt
Dagur ferðar: Mánudag frá Antalya, Belek, Side, Alanya og Incekum svæðinu.

Fyrir einn dag með flugi:
Verð: 189 € Börn 0-1 árs: Frítt
Dagur ferðar: Þriðjudag frá Antalaya, Belek, Side, Alanya og Incekum svæðinu.

Komdu eins nálægt ekta Tyrklandi og hægt er. Hér öðlastu minningar fyrir lífstíð.

Hamam – tyrkneskt bað

Allir tyrkneskir bæjir hafa minnst eitt hamam en hefðinni samkvæmt fer fólk reglulega í hamam og oft fara vinir saman. Svo að hamam er ekki bara til hreinsunar og afslöppunar heldur er það einnig félagsleg athöfn. Fyrst er setið í hlýju marmaraherbergi til að mýkja upp húðina. Síðan er líkaminn skrúbbaður með þvottahanska til að fjarlægja dauðar húðfrumur áður en sápunuddið byrjar. Þannig verður húðin dásamlega hrein og fín en síðasta skrefið er notalegt olíunudd.

Fullorðnir: 29 €/45 €, Á Eftalia Island og Pegasos hótelunum hamam pakkinn (aðeins fyrir hótelgesti).
Börn 7-14 ára: 15 €, Börn 7-12 ára: 23 € á Eftalia Island
Börn 7-14 ára: 23 € á Pegasos hótelin, Börn 0-6 år: Frítt
Belek, Side, Incekum og Alanyasvæðinu. Daglega frá Pegasoshótelunum fyrir hótelgesti.

Fullt af verslunarmöguleikum.

Verslunarparadísin Antalya

Antalya er frábær borg og full af athyglisverðum hlutum, heillandi gömlum bæ og góðum verslunarmöguleikum! Við upplifum litlar og huggulegar götur í gamla borgarhlutanum, hið fræga Hadrianus hlið sem og klukkuturn borgarinnar. Eftir skoðunarferðina gefst laus tími á svæðinu, það er áður en við höldum áfram til einnar stærstu og nýjustu verslunarmiðstöðvarinnar í Antalya. En þar eru föst verð á innlendri og alþjóðlegri merkjavöru. Hér fyllast innkaupapokarnir hratt.

Fullorðnir: 33 €, Börn 7-14 ára: 17 € Börn 0-6 ára: Frítt
Dagur ferðar: Mánudag frá Alanya og Incekum svæðinu, Side og Belek.

Viltu fá adrenalínið til að streyma í fríinu? Leiktu þá lausum hala á leiksvæði náttúrunnar!

River Rafting

Vilt þú gera eitthvað fleira í þínu sumarfríi en að liggja í sólbaði við sundlaugina? Vildu njóta sólarinnar í aðeins líflegra umhverfi? Fylltu þá einn frídaginn þinn með adrenalíni, busli, látum og fjöri í raftingbát í straumharðri ánni! River Rafting er mjög skemmtileg íþrótt sem stunduð er í Koprulu Canyon og passar vel fyrir þá sem aldrei hafa prófað áður. Einnig er stoppað á leiðinni svo hægt sé að synda eða bara láta vatnið fleyta sér áfram.

Verð: 49 €, Lágmarksaldur: 12 ára
Dagur ferðar: Þriðjudag og laugardag frá Antalya, Belek, Side, Alanya og Incekum svæðinu.