Upplifðu náttúruparadísina Belek

Ferðamannastaðurinn Belek er í um hálftíma fjarlægð frá Antalya

Og er kjörin áfangastaður fyrir þá sem vilja friðsælt umhverfi og mikil gæði í fríinu. Grænt og fallegt svæðið hefur langar sandstrendur sem ná að gömlum Eukalyptusskógi.

Staðurinn einkennist af glæsilegum lúxus hótelum, sem eru þekkt fyrir háan staðal, góða þjónustu og framúrskarandi „allt innifalið“ þema. Belek er þar fyrir utan þekkt sem ekta golfparadís með hvorki meira né minna en 14 golfvöllum.

Velkomin til Tyrklands

Skoðunarferðirnar okkar

 • Mörg flott hótel og hátt þjónustustig
 • Notalegur miðbær með góða verslunarmöguleika
 • Golfparadís með marga frábæra golfvelli

   

  Hér getur þú séð veðrið í Tyrklandi
  Hér eru kort yfir hótelin okkar
  Hér eru spennandi tyrkneskar uppskriftir

  Ef þú vilt hvíla þig á sólinni og ströndinni, hefur Belek svæðið upp á ýmislegt annað að bjóða!
 Við bjóðum upp á ferðir til áhugaverðustu staðanna í skoðunarferðum okkar. Hafðu samband við fararstjóra til að heyra meira um það sem í boði er, eða lestu áfram hér.

  Garden of Tolerance – Garður umburðarlyndis

  Fallegur garður í hjarta Belek, þar sem moskva, kirkja og samkomuhús gyðinga standa hlið við hlið sem merki um umburðarlyndi og friðsæla sambúð. Fullkomið fyrir göngutúr til að hreinsa hugann!

  Golf
  Í Belek er að finna hvorki meira né minna er 14 golfvelli í heimsklassa og á vorin og haustin er svæðið fullt af golfurum. Hægt er að bóka kennslu hjá einkagolfleiðbeinanda eða prófa skemmtilega en krefjandi golfvellina á eigin vegum. Endilega hafðu samband ef þú þarft aðstoð við að bóka tíma á vellinum – eða hafðu samband við fararstjóra þinn fyrir frekari upplýsingar.

  Perge
  Um það bil 30 km norðvestur af Belek er að finna gamla rómverska bæinn Perge, þar sem þú getur gengið á milli mörgþúsund ára gamalla bygginga og meðal annars upplifað hið fræga Artemis hof og velvörðu rómversku böðin.

  Það eru takmarkaðir verslunarmöguleikar í Belek og því mælum við með Antalya, ef þú vilt versla. Við skipuleggjum ferðir frá Belek til bestu verslunarstaða Antalya, þar á meðal stærstu verslunarmiðstöð Antalya. Í miðbæ Belek eru nokkrar minjagripabúðir og vefnaðarverslanir.

  Ef þig langar að láta reyna á verslunarhæfileika þína á markaði heimamanna þá gefst sá möguleiki einnig í Belek. Hafðu sambandi við fararstjóra fyrir frekari upplýsingar. Athugaðu að dagsetningar og staðsetningar á marköðunum geta breyst með litlum fyrirvara.

  Markaður í Belek
  Markaður heimamanna þar sem selt er mikið úrval af ávöxtum, grænmeti, vefnaðarvöru, minjagripum og margt margt fleira. Markaðurinn er haldinn á hverjum laugardegi.

  Markaður í Kadriye
  Nágrannabær Belek, þar sem haldinn er lítill markaður með ávöxtum, grænmeti, og vefnaðarvöru. Markaðurinn er haldinn á hverjum þriðjudegi.

  Þar sem hótelin eru ekki miðsvæðis í Belek, getur verið erfitt að fá leigubíl. Hafðu samband við gestamóttökuna á hótelinu og þeir panta fyrir þig leigubíl. Flestir leigubílar notast við gjaldmæli, en oft getur þú einnig samið um fast verð fyrir ákveðna leið, eins og frá hótelinu þínu og inn í miðbæ. Mundu bara að semja um verðið fyrir fram.

  Strætisvagnarnir dolmus (nafnið þýðir “troðfullur”) er skemmtilegur og auðveldur máti til að komast á milli staða. Strætisvagnarnir keyra fram og tilbaka allan daginn, en keyra oft ekki seint á kvöldin eða á næturnar. Þú borgar yfirleitt 2-5 lírur fyrir hverja ferð ef þú ert í miðbænum. Þú borgar vagnstjóranum um leið og þú gengur inn í strætisvagninn.

  Gestum okkar á Susesi Luxury Resort, býðst að fara í dráttarvélaferð í miðbæ Belek og í Belek Beach Park. Þetta er skemmtileg uppfrískandi upplifun á heitum sumardögunum.

  Á ströndunum í Belek er dökkur sandur með litlum steinum í. Ef þú vilt fara á aðrar strandir fyrir utan hótelið, getur þú til dæmis farið til Belek Beach Park, þar sem haldin eru strandpartý reglulega. Heppnin getur líka verið með þér og þú gætir séð sæskjaldböku skríða upp á ströndina til að verpa eggjunum sínum.

  Í miðbæ Belek er að finna nokkra veitingastaði, kaffihús og bari, en helstu kvöldafþreyingar eiga sér þó stað innan hótelsvæðanna. Ef þú vilt upplifa stærri veitingastaði, skemmtistaði og þess háttar, mælum við með ferð til Antalya. Fyrir frekari upplýsingar skaltu hafa samband við fararstjóra.


  Þegar ég ímynda mér hið fullkomna frí, hugsa ég um skærblátt haf, græna skóga og langar strandlengjur. Það eru ekki margir staðir í heiminum sem geta uppfyllt þetta allt, en ég veit þó um stað sem uppfyllir öll þrjú skilyrðin og meira til! Belek liggur við rætur Taurusfjallanna og er einn af nýjustu sumarfrísstöðunum á Tyrknesku Ríveríunni. Mér finnst Belek vera hinn fullkomni staður þar sem hægt er að njóta þess bara að vera til!

  Marie Palm Nazar-guide Belek

  Nytsamlegar upplýsingar um Belek

  Bankar og hraðbankar

  Hraðbanka er að finna í miðbæ Belek og á Susesi Luxury Resort. Banka er að finna bæði í miðbæ Belek og einnig í nágrannabænum Kadriye.

  Póstur og sími

  Póstþjónustan í Tyrklandi heitir PTT. Þar getur þú skipt erlendum gjaldeyri í tyrkneskar lírur, ásamt því að geta keypt frímerki og símkort. Til að hringja til Íslands þarftu að slá inn 00354 og svo símanúmerið.

  Læknar og apótek

  Apótek (eczane) er að finna út um allt. Þarftu á lækni að halda, er þér velkomið að hafa samband við fararstjóra okkar. Þú getur líka haft samband við lækni í síma:
  Anadolu Alanya: +90 242 522 62 62
  Baskent Alanya: +90 242 511 25 11
  Dr. Call Alanya: +90 242 511 33 36

  Sjáið flottu hótelin okkar í Belek: