Upplifðu sögulega Side

I Side geturðu verið viss um að upplifa frí sem aldrei gleymist

Á tímum rómversku keisaranna var Side blómstrandi verslunarborg, sem græddi til dæmis á þrælasölu og skylmingaþrælabardögum á leikvanginum. Fornaldar arkitektúr frá stórfenglegri fortíð borgarinnar ríkir enn, en blandast samt ótrúlega vel með nútíma verslunum, veitingastöðum og börum.

Hægt er að fara í rómantískan göngutúr meðfram litlu höfninni og ljúka göngunni með því að njóta sólsetursins við Apollonhofið.

Velkomin til Tyrklands

Lesa meira | Sækja bækling

Skoðunarferðirnar okkar

Lesa meira | Sækja bækling

  •   Sögulegur staður með fjölda fallegra rústa
  •   Fjölskylduparadís með fallegar sandstrendur
  •   Notalegur miðbær með verslunum og næturlífi

 

Hér getur þú séð veðrið í Tyrklandi
Hér eru kort yfir hótelin okkar
Hér eru spennandi tyrkneskar uppskriftir

Ef þú vilt hvíla þig á sólinni og ströndinni hefur Side upp á ýmislegt annað að bjóða!
 Við bjóðum upp á ferðir til áhugaverðustu staðanna í skoðunarferðum okkar. Hafðu samband við fararstjóra til að heyra meira um það sem í boði er eða lestu áfram hér.

Side höfnin

Fullkomin fyrir rómantíska kvöldgöngutúra við sólsetur! Gangið meðfram hafinu og njótið ölduniðsins. Tyllið ykkur á eitt af mörgum huggulegu kaffihúsunum og njótið sólsetursins með vínglas eða kaffibolla við hönd áður en borðaður er kvöldmatur.

Apollonhofið og leikvangur

Í Side eru margar spennandi fornminjar frá rómversku tímunum og er Appollonhofið ein af þeim. Hofið er fallegast við sólsetur, en þú getur auðveldlega eytt heilum degi í að rölta um gamlar rómverskar göturnar og búðirnar í sögufrægum miðbæ Side. Mundu bara að skoða stóra leikvanginn.

Manavgat

Þessi heillandi heimabær, sem er svo fallega staðsettur niður við Manavgat-ánna, er án vafa þess virði að skoða. Þú getur til dæmis skoðað stærstu moskvu svæðisins og einnig stærsta markaðinn. Komdu einnig við hjá hinum fræga Manavgat-fossi.

Í gömlu húsunum í miðbæ Side, eru margar litlar, spennandi verslanir þar sem allt frá minjagripum að teppum fæst keypt. Fyrir utan borgina eru mörg outlet þar sem hægt er að kaupa föt og vefnaðarvöru á niðursettu verði. Samstarfsaðillar okkar bjóða upp á frían akstur fram og tilbaka í þessi outlet. Hafðu samband við fararstjóra fyrir frekari upplýsingar.

Ef þig langar að láta reyna á verslunarhæfileika þína á markaði heimamanna þá gefst sá möguleiki einnig í Belek. Hafðu sambandi við fararstjóra fyrir frekari upplýsingar. Athugaðu að dagsetningar og staðsetningar á mörkuðunum geta breyst með litlum fyrirvara.

Markaðurinn í Manavgat

Stærsti markaður Side svæðisins og þar er auðvelt að láta peninganna hverfa við sölubása sem selja vefnaðarvöru, minjagripi, leðurvöru og margt fleira. Á hluta af markaðnum standa heimamenn og selja ávexti og grænmeti. Markaðurinn er haldinn á hverjum mánudegi og fimmtudegi.

Markaðurinn í Side

Ávaxta- og grænmetismarkaður heimamanna sem haldinn er við stóru moskuna. Hér er einnig gott úrval af vefnaðarvöru. Markaðurinn er haldinn á hverjum laugardegi.

Í sögufræga miðbæ Side, eru bílar bannaðir, þannig að þú þarft að fara svolítið út fyrir gömlu göturnar til þess að finna leigubíl. Flestir leigubílar notast við gjaldmæli, en oft getur þú einnig samið um fast verð fyrir ákveðna leið, eins og frá hótelinu þínu og inn í miðbæ. Mundu bara að semja um verðið fyrir fram.

Strætisvagnarnir dolmus (nafnið þýðir “troðfullur”) er skemmtilegur og auðveldur máti að komast á milli staða. Strætisvagnarnir keyra fram og tilbaka allan daginn, en keyra oft ekki seint á kvöldin og á næturnar. Þú borgar yfirleitt 2-5 lírur fyrir hverja ferð.

Þegar þú tekur dolmus inn til Side, ferðu úr vagninum rétt fyrir utan miðbæinn og skiptir yfir í minni hverfisvagn, eða einfaldlega röltir inn í bæinn. Þú borgar vagnstjóranum um leið og þú gengur inn í strætisvagninn.

Vesturströndin

Fjölskylduvænasta ströndin í Side, þar sem sjórinn er grunnur og sandurinn er fínn. Flest okkar hótel liggja við vesturströndina.

Austurströndin

Yfirleitt einkaströnd, þar sem hótelin eru ekki staðsett eins nálægt sjónum. Vatnið verður fljótt djúpt. Ef hótelið sem þú býrð á er ekki með eigin strönd er það yfirleitt þessi strönd sem þú finnur fyrst.

Hinn sögulegi miðbær er á hverju kvöldi miðpunktur heillandi næturlífs. Bestu veitingastaðina finnurðu í kringum höfnina. Farðu til dæmis á Orfoz veitingahús, þar sem þú getur notið rómantísks kvöldverðar við sólsetur með útsýni yfir hafið. Á sama svæði eru hinir ýmsu barir og skemmtistaðir, sem eru með opið langt fram á kvöld.


Side er borgin þar sem rómantíkin blómstrar! Það er auðvelt að ímynda sér hvernig borgin leit út á tímum rómversku keisaranna, þegar maður gengur um gamla hlutann og við höfnina. Á meðal gömlu húsanna, rómversku rústanna og skemmtilegra verslanna hugsa ég mikið aftur til fortíðar. Þú þarft ekki að hafa fjörugt ímyndunarafl til þess að þér finnist allt í einu eins og þú sért einn af áhorfendunum í blóðugum bardaga skylmingaþrælanna á leikvanginum.

Pinja Raistikka Nazar-guide


Nytsamlegar upplýsingar um Side

Bankar og hraðbankar

Haðbanka er að finna í miðbæ Side og við flest hótel. Banka er að finna bæði í miðbæ Side og einnig í nágrannabænum Manavgat.

Póstur og sími

Póstþjónustan í Tyrkandi heitir PTT. Þar getur þú skipt erlendum gjaldeyri í tyrkneskar lírur, ásamt því að geta keypt frímerki og símkort. Til að hringja til Íslands þarftu að slá inn 00354 og svo símanúmerið.

Læknar og apótek

Apótek (eczane) er að finna út um allt. Þurfir þú á lækni að halda, er þér velkomið að hafa samband við fararstjóra okkar. Þú getur líka haft samband við lækni í eitt af þessum númerum:

Anadolu: +90 242 744 02 02

Medicus: +90 242 753 11 11

Sjáið flottu hótelin okkar í Side: