Upplifðu margbreytilega Alanya

Alanya er sérstaklega þekkt fyrir gott loftslag og fallegar strendur

Þar fyrir utan býður bærinn einnig upp á stórar verslunargötur, skemmtilega markaði, góða veitingastaði, bari og áhugaverða staði.

Þekktasta ströndin er Kleópötruströndin, en hana á Markús Antoníus að hafa gefið egypsku drottningunni í brúðkaupsgjöf. Við heillandi höfnina iðar næturlífið og bærinn býður upp á stórar verslunargötur, spennandi markaði, góða veitingastaði og huggulega bari.

Velkomin til Tyrklands

Lesa meira | Sækja bækling

Skoðunarferðirnar okkar

Lesa meira | Sækja bækling

  • Einn af uppáhaldsáfangastöðum norðurlandabúa
  • Yndislegt hafnarsvæði með líflegu næturlífi
  • Mikið um verslanir, markaði, strandir og menningu

Hér getur þú séð veðrið í Tyrklandi
Hér eru kort yfir hótelin okkar
Hér eru spennandi tyrkneskar uppskriftir

Ef þú vilt gera eitthvað annað en að njóta sólarinnar á ströndinni, hefur Alanya upp á margt að bjóða!
 Við bjóðum upp á skoðanaferðir til áhugaverðustu staðanna. Hafðu samband við fararstjóra til að heyra meira um það sem í boði er, eða lestu áfram hér

Kastalinn í Alanya

Það ættu allir að nýta tækifærið og sjá kastalann í Alanya sem reistur var í kringum árið 1200. Kastalinn hefur bæði verið notaður sem höll, og eins sem varnarvirki gegn óvinum og sjóræningjum. Víggirðingar teygja sig alla leið niður að höfninni, en þar getur séð annað kennileiti Alanya; rauða turninn sem í dag hefur verið breytt í safn.

Dim Cay

Hin græna Dim á er einstök náttúruperla og auðvelt er að eyða heilum degi hér. Smábryggjur hafa verið byggðar út í ána og þar geturðu legið og sleikt sólina. Við ána er einnig stóri Dim dropasteinshellirinn.

Damlatas

Ef þú vilt ekki fara alla leið að Dim Cay, geturðu skoðað minni dropasteinshelli í Damlatas, en hann er í elsta borgarhluta Alanya. Í þessum eftirsóttarverða hluta bæjarins er einnig að finna huggulega veitingastaði og spennandi verslanir.

Alanya er algjör verslunarparadís. Við aðalgötuna, Atatürk Boulevard, er að finna breitt úrval alþjóðlegra verslana og þar eru meðal annars seld föt, vefnaðarvara, leðurvara, skartgripir og skór. Á 25 Metragötu, sem liggur 25 metra frá Atatürk Boulevard, finnurðu markað heimamanna en þar er verðið yfirleitt örlítið lægra. Þú getur einnig farið í Alanyum, stærstu verslunarmiðstöðina.

Ef þig langar að láta reyna á verslunarhæfileika þína á markaði heimamanna, þá eru margir möguleikar að velja á milli. Hafðu sambandi við fararstjóra fyrir frekari upplýsingar. Athugaðu að dagsetningar og staðsetningar á mörkuðunum geta breyst með litlum fyrirvara.

Markaður við Toptanci Hall

Stórt úrval af ávöxtum og grænmeti og einnig stór vefnaðarvörumarkaður í einni af hliðargötunum. Markaðurinn er haldinn á hverjum þriðjudegi.

Markaður við dolmus stoppistöðina, Atatürk Boulevard

Hér eru aðallega ávextir og grænmeti til sölu, en þó er einnig stórt úrval af vefnaðarvöru. Markaðurinn er haldinn á hverjum föstudegi.

Markaður í Oba

Einn af stærstu mörkuðunum í Alanya með allt frá ávöxtum og grænmeti til minjagripa og vefnaðarvöru. Markaðurinn er haldinn á hverjum mánudegi.

Það er alltaf hægt að hóa í leigubíl í Alanya. Við stærri göturnar eru svo einfaldlega “leigubílahnappar” þar sem þú þarft einungis að ýta á hnapp til að panta leigubíl. Flestir leigubílar notast við gjaldmæli, en oft getur þú einnig samið um fast verð fyrir ákveðna leið, eins og frá hótelinu þínu og inn í miðbæ. Mundu bara að semja um verðið fyrir fram.

Strætisvagnarnir dolmus (nafnið þýðir “troðfullur”) er skemmtilegur og auðveldur máti til að komast á milli staða. Strætisvagnarnir keyra fram og tilbaka allan daginn, en keyra oft ekki seint á kvöldin eða á næturnar. Þú borgar yfirleitt 2-5 lírur fyrir hverja ferð, ef þú ert í miðbænum. Þú borgar vagnstjóranum um leið og þú gengur inn í strætisvagninn.

Kleópötruströndin

Kleópötruströndin sem liggur vestan við kastalann, dregur að sér marga ferðamenn. Hægt er að leigja sólbekki og sólhlífar og þar er að finna marga veitingastaði og kaffihús.

Austurströndin

Austurströndin liggur svo austan við kastalann og er 5 km löng, þannig að nóg er plássið. Þar er einnig hægt að leigja sólbekki og sólhlífar ásamt því að kaupa mat og drykk.

Incekum

Incekum-ströndin, sem liggur 25km fyrir utan Alanya, er eflaust besta sandströnd Tyrklands. Vatnið er grunnt og því mjög fjölskylduvænt en sandurinn er fínn og fallega gylltur. Tvö af hótelum okkar, Pegasos Resort og Pegasos Royal eru staðsett á þessari strönd. Hluti af ströndinni er opinn fyrir almenning.

Það er að finna ógrynni af góðum veitingastöðum í Alanya, sérstaklega á hafnarsvæðinu. Við mælum sérstaklega með eina smábrugghúsinu í Tyrklandi sem staðsett er í hinum fræga Rauða turni (Red Tower) þar sem þú getur notið matarins með glæsilegt sjávarútsýni. Á hafnarsvæðinu finnurðu einnig fjöldann allan af börum og skemmtistöðum þar sem stuðinu er haldið uppi langt fram á nótt.


Þrjár aðalgötur teygja sig frá austur til vesturs í Alanya. Frá aðalgötunni liggja margar huggulegar hliðargötur í átt að markaðssvæðinu, þar sem hægt er að kaupa ávexti og grænmeti. Í götunum sem liggja að höfninni er m.a. hægt að kaupa fatnað og minjagripi en kaffihúsum og veitingastöðum fjölgar eftir því sem nær dregur höfninni. Þú getur verið viss um að staðurinn er góður ef heimamenn eru í meirihluta.

Anna Lundberg Nazar-guide Alanya

Nytsamlegar upplýsingar

Bankar og hraðbankar

Hraðbanka er að finna í miðbæ Alanya og við flest hótel. Banka er að finna í miðbæ Alanya.

Póstur og sími

Póstþjónustan í Tyrklandi heitir PTT. Þar getur þú skipt erlendum gjaldeyri í tyrkneskar lírur, ásamt því að geta keypt frímerki og símkort. Til að hringja til Íslands þarftu að slá inn 00354 og svo símanúmerið.

Læknar og apótek

Apótek (eczane) er að finna út um allt. Þarftu á lækni að halda, er þér velkomið að hafa samband við fararstjóra okkar. Þú getur líka haft samband við lækni í síma:

Anadolu Alanya: +90 242 522 62 62
Baskent Alanya: +90 242 511 25 11
Dr. Call Alanya: +90 242 511 33 36

Sjáið flottu hótelin okkar í Alanya