Gleymdir hlutir á áfangastað

Nazar tekur enga ábyrgð á þeim hlutum sem gleymast á áfangastað. Við getum þó aðstoðað þig við að finna það sem þú gleymdir. Hér að neðan getur þú fyllt inn í eyðublaðið fyrir gleymda hluti.

Vinsamlegast athugið að til þess að við getum aðstoðað þig þurfum við að fá eyðublaðið innan 14 daga frá heimkomu þinni.

Við hjá Nazar gerum okkar allra besta til að finna aftur þá hluti sem þú gleymdir og senda þá á höfuðstöðvar okkar í Svíþjóð, þaðan sem við sendum hann/þá áfram til þín. Nazar ber ekki ábyrgð á mögulegum skaða sem getur orðið á farangri á ferðalaginu eða ef að hlutir  týnast á vegum þriðja aðila meðan á ferðalaginu stendur (t.d. með flugfélagi, öðrum samgöngufyrirtækjum eða í pósti).

Af öryggisástæðum er ekki hægt að senda farangur sem þarf að skrá inn, svo sem ferðatöskur og því um líkt.

Þóknun
Ef við finnum það sem þú gleymdir þá greiðir þú 7.000 krónur sem innifelur póstburðargjald ásamt umsýslugjaldi. Mögulegt er að við bætist aukalegt póstburðargjald, en það fer eftir gleymda hlutnum. Í þeim tilvikum höfum við samband áður en hluturinn er sendur.

Það getur tekið allt að 2-4 vikur áður en þú heyrir í okkur.

Greiða skal inn á bankareikning nr. 0512-14-402070, kt. 450713-0820 og setja bókunarnúmerið sem skýringu (E123456).

Tollur
Vegna tollalaga getum við ekki sent verðmæta hluti eins og t.d. skartgripi og raftæki eða peninga/greiðslukort. Við eigum einnig í erfiðleikum með að senda ilmvötn, krem eða aðra hluti sem eru með fljótandi innihald.

Fill out my online form.