Kapteinn Nemo

- besti vinur barnanna!

Hugrakki sjóræninginn Kapteinn Nemo er uppáhald allra barnanna. Hann heldur sig á Pegasos hótelunum þar sem hann skemmtir sér og börnunum og kennir þeim hin ýmsu sjóræningjatrix. Vinsæli sjóræningjaklúbburinn er að sjálfsögðu innifalinn í verðinu.

Horfðu á þetta skemmtilega myndband og hlustaðu á lagið

Náðu í lagið hér:

iPhone Android Pc/Mac


Spennandi saga Kapteins Nemo:

yrir löngu síðan þegar sjóræningjarnir voru við stjórn í höfunum sjö, var einn alveg sérstakur sjóræningi. Hann hét Nemo, Kapteinn Nemo. Eftir nokkur hundruð ár á höfum úti ákvað hann að setjast að á flottri sjóræningjaeyju.

Hér byggðu Kapteinn Nemo og áhöfn hans leynilegt sjóræningjasvæði þar sem sjóræningjar frá öllum heiminum flykktust að og settust að. Kapteinn Nemo hafði heyrt að Nazar tæki að sér að kenna litlum sjóræningjum reglur sannkallaðra sjóræningja og hafði því
samband við Nazar til að fá að vera með.

Kapteinn Nemo varð hluti af Nazar og hefur nú kennt mörg hundruð litlum sjóræningjum alls kyns hluti.

Nú geturðu kynnst Kapteini Nemo ennþá betur!

Nú gefst þér tækifæri á að kynnast Nemo í einkaviðtali við hann sem er einungis fyrir gesti Nazars.

Hér munu fleiri leyndarmál koma í ljós!

 

  • Nafn: Nemo Kolkrabbason
  • Fæðingardagur: Fyrir löngu síðan…
  • Uppáhaldsmatur: Hakk og spaghetti
  • Besta sjóræningjaminning: Þegar ég lagði undir mig sjóræningjaskipið á Pegasos World


Hvað er það besta við að vera sjóræningi?
Það besta er að fá að kenna öllum litlu Nazar sjóræningjunum hvernig það er að vera alvöru sjóræningi – alveg eins og afi minn kenndi mér.

Hvað finnst þér vera það besta við hótelin okkar?
Mér finnst best að hafa svona mörg sjóræningjaskip, hallir og leynilega felustaði þar sem hægt er að fela fjársjóði.

Hvað þarf alvöru sjóræningi alltaf að hafa með sér?
Það eru nokkrir bráðnauðsynlegir hlutir sem sjóræningi þarf alltaf að hafa með sér – þessa hluti geturðu fundið í sjóræningjapakkanum þegar þú kemur á hótelið.

Hvað þarf til að vera alvöru sjóræningi?
Til að verða alvöru sjóræningi þarf maður að vera hugrakkur. En það besta er að allir geta orðið sjóræningjar! Það þarf bara að fylgja mér og minni áhöfn á hótelinu, og við hjálpum þér að verða alvöru sjóræningi í fríinu.

Á sínum eldri árum ákvað Kapteinn Nemo að láta barnabarn sitt taka við af sér, Nemo hinn yngri.

Hann bar nú þegar fjölskyldunafnið Nemo, og þegar hann setti upp hatt afa síns og tók við titlinum var hann tilbúinn í slaginn. Kapteinn Nemo hinn yngri heldur því áfram ævintýrinu og sér nú um okkar mikilvæga verkefni, að kenna litlum sjóræningjum Nazars.


Nazar Collection

img

Eigin tími með Kapteini Nemo

Eigin tími með Kapteini Nemo verður ógleymanlegur í huga barnsins þíns (eða barna) og er fullkomið tækifæri til að hitta Kaptein Nemo í eigin persónu.

Við sníðum heimsóknina eftir þínum óskum – ef barnið þitt hefur gaman að því að dansa, getur Kapteinn Nemo gert það, áhöfn hans getur komið og óskað  barninu þínu (eða börnum) til hamingju með afmælisdaginn eða þú getur beðið þau um að koma einhverjum ákveðnum skilaboðum til barnsins (barnanna). Þetta er hin ógleymanlega óvænta ánægja sem börnin gleyma aldrei!

Allt þetta er innifalið þegar þú bókar eigin tíma með Kapteini Nemo:
  • Kapteinn Nemo og áhöfn hans heimsækja barnið þitt (börn) upp á hótelherbergið. Þessi minnisverða heimsókn tekur u.þ.b. 10 mínútur.

  • Kapteinn Nemo og áhöfn hans dansa og heilsa upp á barnið, og þar gefst kjörið tækifæri til að mynda barnið með sjálfum Nemo.

  • Sjóræningjarnir koma með litla sjóræningjasmáköku, blöðrur og sjóræningjakort með sér.


Verð: 3.600 kr. á herbergi (við bókun að heiman), 5.000 kr. (við bókun á hótelinu)

Þessa heimsókn þarf að bóka að heiman eða á hótelinu, þó seinast 3 dögum áður en heimsóknin á að eiga sér stað. Þú getur pantað heimsóknina við bókun á ferðinni þinni í gegnum síma og á heimasíðunni.

Tímasetning á heimsókninni er ákveðin í samræmi við fararstjóra okkar þegar komið er á hótelið – seinast 3 dögum fyrir heimsókn.


img

En dag i Captain Nemo's piratklubb

Sjóræningjaskóli
Hér lærir þú að ganga út á planka, hvernig maður stelur og það mikilvægasta, hvernig maður sækir fallbyssukúlu.

Sjóræningjalist
Búðu til eigið póstkort, prófaðu að mála steina, mála með fingrunum eða fáðu jafnvel andlitsmálningu þar sem þú getur breyst í einhvern allt annan. Aðeins ímyndunaraflið setur mörkin!

Sjóræningjaleikar
Vatnið er mikilvægur þáttur í fríinu, og sérstaklega mikilvægt fyrir sjóræningja. Lærðu að sækja vatnsblöðrur, finna falinn fjársjóð eða taktu þátt í keppnum við vatnsrennibrautirnar.

Sjóræningjaverkefni

Hér eru gefin spennandi verkefni sem leysa þarf í pörum eða hópum. Kannski finnum við verkefni sem er óleysanlegt?

Þetta er dæmi um það hvernig dagurinn gæti litið út. Dagskráin er mismunandi á hverjum degi og fer eftir árstíma og hóteli.