Upplifðu gróðursæla Beldibi

Beldibi er lítill bær vestan við Antalya og er nokkuð nýr á ferðamannakortinu

Hérna er þér boðið að heimsækja rólegan griðarstað með stórfenglegri náttúru og Taurosfjöllunum í bakgrunninum. Litli bærinn er með nokkra veitingastaði og verslanir.

Ef þú vilt fá meiri líf og fjör er borgin Kemer aðeins 10 km í vestur eða höfuðborg tyrknesku ríverunnar Antalya, u.þ.b 30 km í austur.

Velkomin til Tyrklands

 • Fullkomin staðsetning milli skógi vaxinna fjalla og bláa hafsins
 • Nálægt vinsælu ferðamannastöðunum Kemer og Antalya
 • Lítill og rólegur bær

   

  Hér getur þú séð veðrið í Tyrklandi
  Hér eru kort yfir hótelin okkar
  Hér eru spennandi tyrkneskar uppskriftir

  Í nágrannaborgunum Kemer og Antalya finnur þú marga staði sem er vert að skoða ef þú vilt fá pásu frá sólbekknum. Einhverja af stöðunum heimsækjum við í skoðunarferðum okkar. Hafðu samband við fararstjórann þinn fyrir frekari upplýsingar eða lestu meira hérna.

  Hella teikningar

  Aðeins fyrir utan Beldibi, í 300 metra hæð er hellir sem var uppgvötaður 1959. Í hellinum hafa fundist vísbendingar um búsetu frá Paleolitiskum, Mesotholitiskum og Neotolitskum tíma og er fjöldinn allur af veggjateikningum sem sýna manneskjur og dýr á steinveggnum sem umlykur hellinn.

  Phaselis (Kemer)

  Fornminja hafnarbær sem með sínar þrjár hafnir var mikilvægur sjóferðar- og verslunarbær. Bærinn var stofnaður 690 f. Kr og í dag er hægt að dást að fornminjum stíflubrúar, rómversks baðhús, leikhúsa, gamalla húsa og verslanna svo dæmi séu tekin.

  Ulupınar (Kemer)

  Í útjaðrinum á Olympos þjóðgarðinum er litli bærinn Ulupınar. Hátt uppi í fjöllunum byrjar ískalt flóð sem rennur niður að bænum og hérna finnur þú mikið af gómsætum sjávarréttarstöðum. Þetta er vinsælt meðal innfæddra í nágrenninu og fullkomin heimsókn á heitum sumardegi þar sem að gjarnan er svalara uppi í fjöllunum.

  Kaleici (Antalya)

  Sögulegi miðbær Alanya, Keleici er eins og tímahylki í miðri nútímalegri stórborg. Eyddu eftirmiðdeginum í að rölta um notalegu göturnar. Hérna getur þú meðal annars séð upprunalega rómverska borgarhliðið, sem var sett upp fyrir næstum 2000 árum síðan og rómversku höfnina sem enn er í notkun. Gömlu húsin eru í dag notuð sem litlar notalegar verslanir og veitingastaðir

  Beint fyrir utan hótelin okkar í Beldibi er smá úrval af litlum búðum, en það eru haldnir markaðir bæði í Beldibi og í nágrannabænum Kemer. Í Beldibi er markaður haldinn einu sinni í viku og hérna er allt selt, ávextir og grænmeti, föt, skór og vefnaðarvara.

  Í Kemer eru haldnir tveir markaðir, einn á mánudögum sem er ávaxta og grænmetismarkaður og einn á þriðjudögum sem selur föt og minjagripi.

  Í Kaleici, sögulega miðbæ Antalya getur þú farið í skoðunarferð um þröngu göturnar, þar sem þú finnur spennandi lokal búðir sem selja allt frá tyrkneskum mottum til nytjalistar og sætinda. Endaðu ferðina með verðskulduðum drykk við gömlu rómversku höfnina, eða haltu verslunarferðinni áfram í einni af stærstu verslunarmiðstöðvum Alanya, Migros, sem aðeins er í u.þ.b 30 mínútna leigubílaferð frá hótelinu okkar í Beldibi.

  Ef þú vilt komast till Kemer eða til Antalya getur þú beðið starfsfólk hótelsins um hjálp við að panta leigubíl. Flestir leigubílanna keyra með mælinn á, en oft getið þið samið um fast verð fyrir sérstaka leið. Mundu að ákveða verðið fyrirfram.

  Bæjarstrætóinn dolmus (nafnið þýðir troðfullur) er skemmtileg og auðveld leið til að komast á milli staða. Strætóarnir keyra fram og tilbaka allan daginn, en keyra oftast ekki seint á kvöldin og á nóttunni. Það kostar í kringum 2-5 lírur fyrir eina ferð ef þú ferðast miðsvæðis. Þú borgar bílstjóranum beint þegar þú stígur um borð. Komdu nær alvöru Tyrklandi því hérna býrðu til minningar fyrir lífið.

  Aðeins 30 mínútna leigubílaferð frá hótelum okkar í Beldibi er Konyalti sem er vestur hlutinn af Antalya og hérna finnur þú m.a eitt af stærstu verslunarmiðstöðvum borgarinnar. 

  Sandströndin í Beldibi er um það bil 1,5 km löng. Fallega ströndin er rosalega vinsæl og yfir háannatíma getur verið fullt af fólki þar. Það sem að ströndin er nokkuð grunn langt út í þá hentar hún einnig barnafjölskyldum vel. Það eru sólbekkir og sólhlífar á ströndinni en engin búð svo það borgar sig að taka með eitthvað að borða og drekka.

  Beldibi er mjög lítill bær, en býður engu að síður upp á nokkra ekta tyrkneska bari og veitingastaði. Á veitingastöðunum getur maður borðar alvöru tyrkneskan mat, drukkið vel og notið fyrstaflokks þjónustu og gestristni í boði bæjarbúa.

  í Kemer er töluvert stærra úrval af bæði veitingastöðum og næturlífi og Antalya er draumaáfangastaður fyrir þig sem metur mikils að hafa mikið úrval af fínum veitingastöðum og góðu næturlífi. Sérstaklega í gamla bænum og við fallega höfnina er mikið um staði þar sem að þú getur notið dýrindis máltíðar.

  Sjáið flotta hótelið okkar í Beldibi hér: