Flugferð og farangur


Brottför frá Kaupmannahöfn | Verslun um borð | Farangur | Innskráning | Ólétt? Reglur fyrir þær sem bera barn undir belti | Seinkun á flugi | Hjólastóll í flugi | Flugfélag | Matur og drykkur í flugi | Sætisval og annað aukaval í flugi


Brottför frá Kaupmannahöfn

Við bjóðum upp á ferðir frá Kaupmannahöfn til Izmir og Antalya.

Við brottför frá Kaupmannahöfn til Izmir eru engir íslenskir fararstjórar eða íslenskir barnaklúbbar á áfangastað. Skandinavísk og ensk fararstjórn og barnaklúbbar eru í boði.

Ferðin hefst og endar í Kaupmannahöfn. Flug á milli Íslands og Kaupmannahafnar er á þínum eigin vegum. Mundu að hafa góðan tíma á milli fluga ef til þess kæmi að seinkun yrði á flugi, og athugaðu að þú þarft að innrita þig minnst tveim tímum fyrir brottför frá Kaupmannahöfn. Athugaðu að flugtímarnir eru áætlaðir þar til 14 dögum fyrir brottför og geta því breyst fram að því.


Verslun um borð

Hjá SunExpress geturðu greitt með evrum og íslenskum krónum. Þú getur einnig greitt með VISA og MasterCard.

Við brottför frá Kaupmannahöfn:
Hjá SunExpress og Jet Time geturðu greitt með evrum og sænskum og dönskum krónum. Þú getur einnig greitt með VISA og MasterCard.

Hjá Freebird Airlines geturðu greitt með evrum og dönskum krónum. Við mælum með því að þú greiðir með evrum (gjarnan með minni seðlum) til að koma í veg fyrir að skiptimynt klárist um borð. Athugið að það eru einungis taxfree vörur sem hægt er að greiða fyrir með VISA eða MasterCard.


Farangur

Hver taska má mest vera 32 kíló ef þið eruð með sameiginlega tösku. Ef til yfirþyngdar kemur, greiðist hún til flugfélagsins.

Barnavagna skal leggja saman og pakka í sérstaka vagnapoka sem yfirleitt er hægt að fá á flugvellinum (stundum gegn greiðslu). Við mælum með því að viðkvæmir hlutir eins og t.d. hjól og skyggni séu tekin af áður en vagninn fer í pokann. Athugið að vagninn er settur í farangursrýmið með öðrum farangri.
Við mælum með því að þú hafir alltaf góða ferðatryggingu þegar þú ferðast með barnavagn eða kerru, þar sem bætur flugfélagsins vegna skaðaðra hluta eru takmarkaðar.

Oddhvassa hluti eins og t.d. skæri, hnífa, naglaþjalir og þess háttar má ekki taka með í handfarangur. Einnig má bara taka mjög takmarkað magn af vökva í gegnum öryggishliðið.

Fyrir þig sem bókar aðeins flug/ótilgreindar ferðir/lukkuferðir bætist við gjald fyrir innritaðan farangur. Gjaldið er 4.000 kr fyrir báðar leiðir. Hámark má taka með eina tösku sem er að hámarki 20 kíló. Einungis er hægt að taka með eina tösku á mann en ungbörn hafa enga farangursheimild.

SunExpress

Handfarangur má mest vera: 55 x 40 x 20 cm (1 handfarangur á mann)
Hver handfarangur má mest vega: 6 kíló á mann
Innritaður farangur: Mest 20 kíló á mann
Barnavagn: Má taka með utan sérstaks gjalds
Ungbörn: Barn undir 2 ára má innrita 10 kg í farangur (enginn handfarangur)
Golfbúnaður: Bókaður og borgaður fyrir brottför, beint í gegnum flugfélagið. Smelltu hér til að komast áfram.

Freebird Airlines

Handfarangur má mest vera: 55 x 35 x 20 cm (1 handfarangur á mann)
Hver handfarangur má mest vega: 6 kíló á mann
Innritaður farangur: Mest 20 kíló á mann
Barnavagn: Má taka með utan sérstaks gjalds
Ungbörn: Barn undir 2 ára má innrita 10 kg í farangur (enginn handfarangur)
Golfbúnaður: Bókaður og borgaður fyrir brottför, beint í gegnum flugfélagið. Smelltu hér til að komast áfram.

Jet Time

Handfarangur má mest vera: 55 x 40 x 23 cm (1 handfarangur á mann)
Hver handfarangur má mest vega: 5 kíló á mann
Innritaður farangur: Mest 20 kíló á mann (með handfarangri)
Barnavagn: Má taka með utan sérstaks gjalds. Lestu meira hér um hvernig á að pakka vagninum.
Ungbörn: Barn undir 2 ára má hafa með sér handfarangur sem vegur mest 5 kg.
Golfbúnaður: Bókaður og borgaður fyrir brottför, beint í gegnum flugfélagið. Smelltu hér til að komast áfram.


Innritun

Við mælum með því að þú mætir á flugvöllinn minnst 2 tímum fyrir brottför. Á flugvellinum eru upplýsingaskjáir þar sem hægt er að sjá hvar innritun fer fram. Ekki gleyma að taka með þér vegabréfið og farmiða/staðfestingu.


Ólétt? Reglur fyrir þær sem bera barn undir belti

Fyrir öll flugfélög gilda aðrar reglur en hér að neðan ef um er að ræða fjölburameðgöngu. Vinsamlegast hafðu samband við þjónustuver okkar í síma 519 2777 eða senda póst á info@remove-this.nazar.is fyrir frekari upplýsingar.

Starfsfólk í innritun má krefjast þess að þú framvísir læknisvottorði um að þú megir fljúga, óháð meðgöngulengd. Ef þú ert ekki með slíkt með þér, getur læknir á flugvelli skrifað slíkt eftir skoðun. Þetta gildir hjá öllum flugfélögum. Þú verður sjálf að bera kostnaðinn af slíku vottorði. Athugið að reglur um vikufjölda hér að neðan gildir fyrir báðar leiðir. Ef það stendur til að mynda að ófrísk kona megi ekki fljúga eftir viku 35 þá gildir það líka um heimferðina.

Freebird Airlines

Frá viku 24 og til 37 viku ber ófrískri konu að tilkynna flugfélaginu um óléttuna og þú þarft að geta framvíst læknisvottorði (á ensku) við innritun þar sem fram kemur hver meðgöngulengd er bæði við brottför og heimkomu og að það sé í lagi fyrir þig að fljúga.
Frá viku 28 og til 34 viku skal framvísa læknisvottorði (á ensku) við innritun þar sem fram kemur hver meðgöngulengd er bæði við brottför og heimkomu og að það sé í lagi fyrir þig að fljúga. Vottorðið má ekki vera eldra en 7 daga, hvorki fyrir brottför né heimferð. Ekki má fljúga frá og með 35. meðgönguviku.

SunExpress

Þú mátt ekki fljúga frá og með 35. meðgönguviku. Við mælumst til þess að þú getir framvíst læknisvottorði (á ensku) við innritun þar sem fram kemur hver meðgöngulengd er bæði við brottför og heimkomu og að það sé í lagi fyrir þig að fljúga.

Jet Time

Fyrir þá sem ferðast með Jet Time, bendum við á heimasíðu þeirra:
Jet Time


Seinkun á flugi

Þrátt fyrir að það gerist ekki oft að seinkun verði á okkar flugi, geta komið upp aðstæður vegna veðurs, tæknilegra örðugleika eða eitthvað allt annað sem valda því að seinkun verður. Ef svo ólíklega vill til að þessi staða komi upp mun starfsfólk Nazar gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að auðvelda þér og þínum biðina.

Þú getur hins vegar ekki reiknað með að fá skaðabætur vegna þess að þú missir af tengiflugi eða akstri frá flugvelli, gistingu á hóteli eða símakostnaði. Í þeim tilfellum bendum við þér á að hafa samband við þitt tryggingafyrirtæki.


Hjólastóll í flugi

Það er takmarkað hversu margir hjólastólar komast með um borð í flugvélina. Upplýsingar varðandi þinn hjólastól þarf að gefa upp við bókun á ferð eða síðast 48 klst fyrir brottför. Ef þú hefur ekki tekið fram í bókun þinni hjá Nazar að þú ætlir að ferðast með hjólastól er mögulegt að ekki sé hægt að innrita hjólastólinn vegna plássleysis.


Flugfélag


SunExpress

SunExpress er tyrkneskt flugfélag í eigu Lufthansa og Turkish Airlines, og hefur síðan 1989 flogið bæði áætlunar- og leiguflug á milli Tyrklands og staða í meirihluta Evrópu. SunExpress er með nútímalegan flota sem samanstendur af Boeing 737-800 og Boeing 757-200. Sunexpress.com/en

Freebird Airlines

Freebird Airlines er tyrkneskt flugfélag sem sérhæfir sig í leiguflugi. Flugfélagið var stofnað árið 2001 og hefur starfað með Nazar síðan 2004. Flugfélagið er með nýjan, nútímalegan flota sem samanstendur af þægilegum flugvélum af gerðinni Airbus 320 och Airbus 321.
Freebirdairlines.com

Jet Time

Jet Time er danskt flugfélag sem hóf starfsemi sína árið 2006. Á bak flugfélagsins standa fleiri danskir frumkvöðlar og stjórnendur og starfsfólkið samanstendur af einstaklingum með áralanga reynslu ídönskum flugiðnaði. Flugvélar Jeg Time eru af gerðinni Boeing 737-300. Jet-time.dk


Matur og drykkur í flugi

Flugmaturinn er ekki innifalinn í verðinu á ferðinni og hann þarf að pannta seinast þremur dögum fyrir brottför. Athugið að drykkir eru gegn gjaldi og greitt er fyrir þá í flugvélinni við pöntun. Ef þú óskar sérfæðis (grænmetisfæði, laktosfrítt eða því um líkt) þarf að pannta það minnst þremur dögum fyrir brottför. 

Matur um borð í flugi kostar 2.500 kr. fyrir fullorðna fyrir báðar leiðir  og 1.500 kr. fyrir börn til og með 11 ára fyrir báðar leiðir. 

Ekki má taka með mat um borð í flugvélina. Það er meðal annars til að minnka þörf á þrifum um borð en einnig vegna þeirra sem hafa ofnæmi. Við getum þó ekki tryggt að flugvélar okkar séu hnetufríar. Mögulegt er að leyfar af hnetum séu í matnum eða að aðrir farþegar taki þær um borð.

Ef bókuð er ferð á tilgreint hótel þegar minna en þrír dagar eru til brottfarar er ekki hægt að tryggja máltíð um borð en við munum gera okkar besta til að sjá fyrir því. 


Sætisval og annað aukaval í flugi


SunExpress

Mögulegt aukaval fyrir brottför: Sætisval, auka farangursþyngd og sérstakur farangur (golfsett). Hægt er að panta þetta 60-4 dögum fyrir brottför. Til að komast áfram á heimasíðu flugfélagsins fyrir pantanir á netinu, smelltu hér. Athugaðu að ekki er hægt að kaupa aukaval í flugi frá Kaupmannahöfn til Izmir.

Freebird Airlines

Mögulegt aukaval fyrir brottför: Sætisval og golfsett. Hægt er að ganga frá pöntun 60-3 dögum fyrir brottför. Til að komast áfram á heimasíðu flugfélagsins fyrir pantanir á netinu, smelltu hér.

Jet Time

Mögulegt aukaval fyrir brottför: Sætisval, sérstakur farangur (golfsett) og auka farangur. Hægt er að panta þetta 180-3 dögum fyrir brottför. Til að komast áfram á heimasíðu flugfélagsins fyrir pantanir á netinu, smelltu hér.


Hafðu samband

Þjónustuver:

Mán - Fös 07:00 - 16:00

Sími: 519 2777

Nazar Nordic AB
Slagthuset, 211 20 Malmö

Við erum ekki með neinar söluskrifstofur - öll sala á sér stað í gegnum síma og internet.

Tölvupóstfang: info@remove-this.nazar.is


Hringið endilega í
síma 519-2777

Við höfum sjálfar verið á öllum okkar hótelum og getum því ráðlagt þér út frá eigin reynslu!

Við í þjónustuverinu


Gjafakort

Af hverju ekki að koma þínum nánustu á óvart með gjafakorti frá Nazar?

Lesa meira


Facebook

Vertu vinur okkar á Facebook og fáðu spennandi tilboð og taktu þátt í skemmtilegum leikjum.

Vera vinur