Türkler/Alanya, Tyrkland

Eftalia Village

Einkunn gesta
3.8 af 55
basedOn 246 answers
Einkunn gesta
3.8 af 55
basedOn 246 answers

7 manns í sama herbergi
Barnaverð til og með 17 ára
Lægsta verð:
Barn frá:
Barnaklúbbur
Alþjóðlegur
Strönd
50 m 
Miðbær
5 km/17 km 

Notalegt fjölskylduhótel með mörgum fastagestum

Þér finnst þú strax vera velkomin/n þegar þú sérð opið hótelsvæðið með heillandi garði og notalegum byggingum. Hinumegin við götuna breiðir stærðarinnar strandskemmtigarður úr sér en þar eru meðal annars sundlaugar, vatnsrennibrautir, verslanir, veitingastaðir og löng strönd. Eftalia Village býður upp á sömu gæði og fínu aðstöðu eins og systurhótelin Eftalia Aqua og Eftalia Resort, en hér er andrúmsloftið þó allt rólegra og meira afslappað. Hér líður þér eins og þú sért í þínum eigin litla sumarfrísstað. Þar sem barnaverð hér gilda upp að 18 ára aldri má alltaf finna glaða krakkahópa á hlaupum.

Eftalia Village breiðir úr sér á yfir 35 000 m² en grænu svæðin á milli húsanna gefa heimilislega og notalega stemningu.

Hótelið er í nágrenni litla bæjarins Avsallar en þar eru kaffihús, veitingastaðir og verslanir. Þar að auki er vinsæli sumarfrísstaðurinn Alanya einungis í um hálftíma fjarlægð.

Eftalia Village varð strax einstaklega vinsælt, sérstaklega á meðal barnafjölskyldna og hefur sístækkandi hóp fastagesta. Óformleg stemning og sniðugir fjölskylduviðburðir valda því að börnin eru fljót að eignast nýja alþjóðlega vini.

Eftalia Village hefur sinn eigin karakter sem ekki er hægt að finna á neinu öðru af okkar hótelum. Herbergjunum er deilt niður á þriggja hæða hús, þar sem hvert hús er nefnt og táknað eftir einhverjum exótískum ávexti eða tré, t.d. appelsínutré eða bananatré. Það er því auðvelt fyrir alla, meira að segja börnin, að finna rétta húsið aftur. Það eru svona smáatriði sem hjálpa til við að skapa notalegt og heimilislegt andrúmsloft.

Sundlaugar og strönd

þegar þú dvelur á Eftalia Village hefur þú aðgang að frábærum strandskemmtigarði sem teygir úr sér eftir ströndinni. Það eina sem skilur að hótelið og ströndina er einn vegur en þú kemst einfalt og öruggt undir hann í gegnum undirgöng. Hér opnast nýr heimur af vatnaafþreyingu, sundlaugum, veitingastöðum og auðvitað frábærri sandströnd. Strandgarðurinn er opinn kl. 10.00-12.00 og 13.30-17.00 með fyrirvara á breytingum. 

Hér eru margar sundlaugar fyrir börnin en í einni þeirra er klifurgrind með litlum vatnsrennibrautum og í annarri er sjóræningjaskip með meðal annars vatnsrennibrautum sem börnin eiga eftir að elska. Fyrir stærri börnin og jafnvel fullorðna þá eru heilar 11 súperskemmtilegar vatnsrennibrautir sem bjóða upp á alls konar kitl í magann. Hér er einnig bæði leikvöllur og barnaklúbbur.

Minni tvær barnalaugarnar eru 50 m² og 35 cm djúpar og stærri barnalaugarnar (með sjóræningjaskipinu og kolkrabbanum) eru 370 og 375m² og 35 cm djúpar. Stóru sundlaugarnar tvær (án vatnsrennibrauta) eru 422 m² og 150 cm djúpar. Sjá skilgreiningu á vatnsrennibrautum að neðan. 

Í stóra strandskemmtigarðinum er heilsulind þar sem þú getur farið í gufu og hamam, fengið alls kyns meðferðir eða leigt þér sólbaðshreiður fyrir daginn. Öll aðstaða í heilsulindinni er gegn greiðslu.

Hér eru einnig margir barir og veitingastaðir og þú gætir t.d. tekið þér smá pásu frá sólinni og notið þess að fá þér kaldan drykk í þægilegum sófunum með dásamlegt útsýni yfir hafið. Hér eru einnig fjórir a la carte veitingastaðir sem eru opnir á kvöldin, útidiskótek, svið og margar verslanir.

Strandskemmtigarðurinn er einungis fyrir gesti á Eftalia hótelunum fjórum; Eftalia Village, Eftalia Aqua, Eftalia Marin og Eftalia Splash.

Ströndin er með fíngerðum sandi og smásteinum í flæðarmálinu. Sjórinn dýpkar hratt. Hér eru sólstólar, sólhlífar og strandbar sem býður upp á létta rétti og innlenda drykki. Ekki þarf að borga aukalega fyrir neitt, þar sem þetta er jú „allt innifalið“. 

Á hótelsvæðinu er vatnsleikjagarður í öðrum enda hótelsvæðisins með enn fleiri vatnsrennibrautir, kyrrláta laug á miðju svæðinu við herbergisbyggingarnar og stór sundlaug þar sem ýmis afþreying er skipulögð í hinum enda hótelsvæðisins. Við stóru sundlaugina eru skipulagðir mismunandi leikir og íþróttir.

Hótelið býður upp á handklæðaþjónustu fyrir sundlaug og strönd, en ef þú vilt skipta um handklæði, kostar það aukalega.

Vatnsrennibrautir

Wide Slide
30 metra löng. Aldurstakmark 11 ára. Lágmarks hæð 130 cm. Dýpt á sundlaug 125 cm. 

Free Fall
32 metra löng. Aldurstakmark 11 ára. Lágmarkshæð 130 cm. Dýpt á sundlaug 125 cm.

Black Hole
89 metra löng. Aldurstakmark 11 ára. Lágmarkshæð 130 cm. Dýpt á sundlaug 125 cm.

Rafting West/East
69 metra löng. Aldurstakmark 11 ára, 7-10 ára í fylgd fullorðins. Dýpt á sundlaug 125 cm.

Twister Right/Left
55 metra löng. Aldurstakmark 11 ára. Lágmarkshæð 130 cm. Dýpt á sundlaug 120 cm.

Kamikaze
55 metra löng. Aldurstakmark 11 ára. Lágmarkshæð 130 cm. Dýpt á sundlaug 120 cm.

Multi Slide
54 metra löng. Aldurstakmark 11 ára. Lágmarkshæð 130 cm. Dýpt á sundlaug 120 cm.

Body Slide
70 metra löng. Aldurstakmark 11 ára. Lágmarkshæð 130 cm. Dýpt á sundlaug 125 cm.

Bowl
40 metra löng. Aldurstakmark 14 ára. Lágmarkshæð 145 cm. Dýpt á sundlaug 180 cm.

Boomerang
23 metra löng. Aldurstakmark 14 ára. Lágmarkshæð 145 cm. Dýpt á sundlaug 145 cm.

Borðaðu eins og þú getur í þig látið!

Gleymdu öllu um þunga innkaupapoka og uppvask. Með „allt innifalið“ á Eftalia Village færðu allt það sem þú þarft á að halda af mat og drykk í fríinu – og allt er nú þegar greitt að heiman! Aðalveitingastaðurinn býður upp á freistandi hlaðborð á morgnana, í hádeginu og á kvöldin og börnin fá sitt eigið barnahlaðborð þar sem þau geta hámað í sig sinn uppáhalds rétt á meðan þeir sem vilja passa upp á línurnar geta valið sér eitthvað úr heilsuhorninu.

Í strandskemmtigarðinum eru einnig fjórir a la carte veitingastaðir: tyrkneskur, asískur, ítalskur og síðast en ekki síst veitingastaður sem býður upp á bæði sjávarrétti og steikur. Á meðan pláss leyfir geturðu snætt hér, þó gegn greiðslu. Ís er svo í boði fyrir bæði börn og fullorðna vissa tíma dagsins.

Yfir daginn er boðið upp á alls konar léttar veitingar eins og pizzu, kebab, ferska ávexti og kökur. Þetta er hægt að nálgast á tilteknum börum á svæðinu. Á börunum er einnig auðvelt að nálgast ískaldan bjór eða aðra drykki. Öll innlend drykkjarvara er innifalin.

Alþjóðlegur barnaklúbbur og stórar vatnsrennibrautir

Þar sem fjöldi barnafólks er mikill á Eftalia Village er alltaf auðvelt fyrir börn að finna nýja leikfélaga, hvort sem er í sundlaugargarðinum, strandskemmtigarðinum eða í alþjóðlega barnaklúbbnum. Spilasalur hótelsins er einnig mjög vinsæll.

Barnaklúbburinn er algjör leikparadís fyrir öll börn á aldrinum 4-12 ára. Leiðbeinendur sjá um að skipuleggja alls konar spennandi leiki og keppnir og börnunum á aldrei eftir að leiðast hér. Oft er svo minidiskótek og sýningar á kvöldin.

Fyrir alla fjölskylduna

Þegar þið nú loksins eruð komin saman í frí, af hverju ekki að skora hvort á annað í borðtennis eða í körfubolta? Eða viltu frekar versla eða dansa fram á rauða nótt? Allt þetta er hægt á Eftalia Village!

Á Eftalia Village eru margar verslanir og lítill markaður. Þú getur líka spilað billjarð, pílukast og körfubolta ásamt því að æfa í líkamsræktarstöðinni. Smá hreyfing getur ekki sakað þegar maður er í „allt innifalið“ fríi! Þú getur líka brennt nokkrum kaloríum á diskóteki hótelsins sem er með opið til klukkan 02:00. Athugið að greiða þarf fyrir drykki eftir miðnætti.

Það er frítt þráðlaust Internet í móttökunni.

Ef þú hefur áhuga á að fara á markað eða kíkja á borgarlífið og versla við heimamenn, þá er vinsæla ferðamannaborgin Alanya í aðeins 18 km fjarlægt frá hótelinu. Alanya hefur upp á margt að bjóða eins og töfrandi matarupplifanir, freistandi verslanir og spennandi áhugaverða staði eins og þekkta sögufræga kastalann. Dolmus vagnar keyra á milli Incekum og Alanya og er því mjög auðvelt að komast til Alanya og til baka.

Ljós og rúmgóð herbergi

Herbergjum hótelsins er deilt niður í 10 byggingar á þremur hæðum en það er engin lyfta. Frá herbergjunum er ágætis útsýni yfir garðinn, sundlaugarnar eða akrana sem umkringja hótelið.

Í herbergjunum er plastparket á gólfum, sími, loftkæling, sjónvarp, öryggishólf (gegn greiðslu), svalir og minibar. Á baðherbergjunum er sturta og hárþurrka. Herbergin á Eftalia Village voru gerð upp veturinn 2015-2016 og eru björt og falleg.

Tvíbýli, 2-4 manna

Tvíbýli, 2-4 manna

Í u.þ.b. 28 m² tvíbýlunum er pláss fyrir allt að fjóra einstaklinga, en þó hámark þrjá fullorðna. Mögulegt er að fá barnaverð fyrir allt að tvö börn. Í flestum herbergjum er tvíbreitt rúm og eitt einbreitt rúm og fjórði aðili sefur í annað hvort svefnsófa, útdraganlegum hægindastól eða auka rúmi. Hægt er að bóka tvíbýli sem einstaklingsherbergi gegn auka gjaldi.

Fjölskyldusvíta A, 2-4 manna

Fjölskyldusvíta A, 2-4 manna

Það er pláss fyrir 2-4 í þessari u.þ.b. 39 m² fjölskyldusvítu og þurfa að minnsta kosti tveir að greiða fullt verð. Mögulegt er að fá barnaverð fyrir tvö börn. Í svítunni eru tvö herbergi með loftkælingu. Í öðru herberginu er yfirleitt tvíbreitt rúm og í hinu eru tvö einbreið rúm. Í þessum fjölskyldusvítum er þar að auki rúmgóður fataskápur í öðru herberginu.

Myndin er tekin áður en herbergið var uppgert veturinn 2015-16. Innréttingar og litir eru þau sömu og hægt er að sjá á myndinni af tvíbýli.

Fjölskyldusvíta B, 4-7 manna

Fjölskyldusvíta B, 4-7 manna

Í þessari u.þ.b. 58 m² þriggja herbergja fjölskyldusvítu er pláss fyrir allt að 4-7 manns (mest sex fullorðna) og er hún því tilvalin fyrir stórar fjölskyldur. Að minnsta kosti fjórir þurfa að greiða fullt verð og mögulegt er að greiða barnaverð fyrir tvö börn. Öll herbergi hafa einnig loftkælingu og sjónvarp er í tveimur herbergjum. Í einu af herbergjunum er tvíbreitt rúm en tvö einbreið rúm eru í hinum tveimur herbergjunum.

Myndin er tekin áður en herbergið var uppgert veturinn 2015-16. Innréttingar og litir eru þau sömu og hægt er að sjá á myndinni af tvíbýli.

Tyrkneskt bað og nudd

Þarftu á alvöru slökun að halda? Gefðu þér þá smá tíma til að slappa af í heilsulindinni! Hér geturðu að vild notið þess að fara í gufubað og hamam (tyrkneskt bað), og gegn greiðslu geturðu svo upplifað ekta tyrkneskt bað með froðunuddi sem hreinsar bæði líkama og sál.

Eftir á finnurðu hvernig slökunin breiðir sig út í líkamann á meðan þú liggur í þægilegu afslöppunarherbergi. Mundu að dekra við þig í fríinu!

Gegn greiðslu

Nudd og aðrar líkamsmeðferðir.

Vilt þú öðlast ógleymanlegar minningar?

Hjá Nazar erum við sérfræðingar í að skipuleggja ferðir til Tyrklands og það er okkar takmark að þú haldir heim á leið með ógleymanlegar minningar í farteskinu. Þess vegna höfum við sett saman fjölbreytta dagskrá, þar sem reynsluríkir fararstjórar fara með þig í æsispennandi ævintýraferðir, freistandi verslunarferðir, heillandi menningarferðir, grípandi náttúruferðir eða leiða þig í villta skemmtun sem fær adrenalínið til að flæða.  Hafðu samband við fararstjóra okkar á áfangastað fyrir frekari upplýsingar um ferðir og skráningu.

Türkler/Alanya

Hótelið liggur við Türkler, rétt utan við Alanya á suðurströnd Tyrklands. Í nágrenni hótelsins má finna talsvert af kaffihúsum og búðum, en við mælum með ferð til Alanya ef þú vilt versla eða fara í skoðunarferð. Alanya er þekkt sem einn af bestu og vinsælustu sumarfrísstöðum Tyrklands.

Há- eða lágannatími

Þegar að þú ferðast utan háannatíma, getur verið að veitingastaðir, barir og ýmsar verslanir séu lokaðar, eða loki fyrr en venjulega. Á mörgum hótelum er sólin notuð til upphitunar og til að hita upp vatn og því getur verið kaldara á hótelunum í lengri eða styttri tímabil.

Á lágannatíma getur líka verið að hótel velji að loka fyrr en áætlað hafi verið. Þetta getur þýtt að við þurfum að láta gesti okkar vita með tiltölulega stuttum fyrirvara að þeirra hótel hafi breyst. Einnig getur verið að hluti af hótelsvæðinu sé lokaður eða loki fyrr utan háannatíma. Þetta gildir t.d. um veitingastaði, sundlaugar, bari, barnaskemmtanir og fleira. Innihaldið á hlaðborðunum er miðað við fjölda gesta og því gæti úrvalið minnkað eitthvað.

Á háannatíma (frá 1. júní til 30. september) er yfirleitt líf og fjör á hótelinu og því geta myndast biðraðir á veitingahúsin eða barnum eða biðtími lengst. Það er ekki óvanalegt að tónlist sé á börunum og veitingahúsunum. Athugið að það getur orðið rafmagnslaust eða vatnslaust bæði á háanna- og lágannatíma.

Vatnskemmtigarðurinn á hótelinu, alþjóðlegur barnaklúbbur og skemmtun á vegum hótelsins hefst 26. mars (ef veður leyfir). Á la carte-veitingastaðir og vatnskemmtigarður í beach club er gert ráð fyrir að verði opnir frá 15. apríl til 24. október 2016 en þessar dagsetningar gætu þó breyst.