Side, Tyrkland

Dosi Hotel

Einkunn gesta
3.9 af 55
basedOn 76 answers
Einkunn gesta
3.9 af 55
basedOn 76 answers

4 manns í sama herbergi
Barnaverð til og með 11 ára
Lægsta verð:
Barn frá:
Barnaklúbbur
Alþjóðlegur
Strönd
700 m 
Miðbær
3 km 

Gróðursæl vin nærri miðbæ Side

Dosi Hótel með sitt fallega umhverfi, tvær sundlaugar og mikið úrval af afþreyingu hentar einstaklega vel fyrir fjölskylduna. Hér finna allir eitthvað við sitt hæfi. Hótelið er nærri miðbæ Side en í gamla hluta bæjarins kennir ýmissa grasa. Þar er til dæmis hægt að kaupa skartgripi, leður, fatnað og minjagripi. Í nágrenni hótelsins eru önnur hótel, litlar verslanir og íbúðir, en þó er ekki mikil umferð.

Dosi Hótel hentar vel fyrir alla aldurshópa; fjölskyldur, pör og yngri hópa. Í framhaldi af sundlaugarsvæðinu er yndislegur garður sem hjálpar þér að gleyma að miðbærinn er rétt hjá. Hótelið er rekið sem fjölskyldufyrirtæki, en það sést strax að eigandinn hefur notað sína kvenlegu smekkvísi á flest allt sem tengist hótelinu. Brosmilt og hjálpsamt starfsfólkið gerir sitt allra besta til að þú og þínir eigið ógleymanlegt sumarfrí.

Tvö stór sundlaugarsvæði með vatnsrennibraut

Dosi Hótel er í um það bil 700 m fjarlægð frá ströndinni, en skutla hótelsins keyrir með farþega fram og tilbaka allan daginn án þóknunar. Á ströndinni eru sólstólar og sólhlífar sem öllum er frjálst að nota og það er meira að segja strandbar á svæðinu þar sem hægt er að kaupa sér svalandi drykki allan daginn.

Á hótelsvæðinu eru tvær sundlaugar með sólstólum og sólhlífum og ekki má gleyma sundlaugarbarnum sem býður upp á léttar veitingar og drykki allan daginn. Einnig er barnalaug og vatnsrennibraut á svæðinu svo að meira að segja minnstu gestirnir eiga eftir að skemmta sér konunglega.

Mögulegt er að leigja handklæði til notkunar við sundlaug eða strönd.

Notalegt veitingasvæði með verönd

Aðalveitingastaðurinn ber fram stórt og fjölbreytt hlaðborð fyrir morgun-, hádegis- og kvöldverð, en í framhaldi af heimilislega veitingasvæðinu er dásamleg verönd þar sem hægt er að njóta þess að borða utandyra. Á hótelsvæðinu er einnig bar í móttökunni og við eina sundlaugina er hægt að prófa sérrétt heimamanna; hina dásamlegu tyrknesku pönnuköku gözleme. Allir innlendir drykkir eru innifaldir í „allt innifalið".

Leiksvæði og minidiskótek

Alþjóðlegir leiðbeinendur hótelsins bíða tilbúnir til að leika og sprella með minnstu gestum hótelsins í barnaklúbbnum. Þeir skipuleggja einnig minidiskótek nokkur kvöld í viku þar sem börnin fá að dansa með öllum nýju vinum sínum. Þar að auki er leikvöllur þar sem hægt er að spila meðal annars borðtennis og gegn greiðslu er hægt að spila fótboltaspil. En vatnsrennibrautin er nú samt yfirleitt vinsælust hjá smáfólkinu á sólríkum sumardögum.

Mikið um að vera og nálægt verslunum

Á Dosi Hótel er alltaf mikið um að vera. Meðal annars er hægt er að fara í blak, billjarð, pílukast og svo er einnig tölvuherbergi til staðar. Á hótelsvæðinu er skemmtilegur grasblettur sem oft er nýttur fyrir alls kyns íþróttaiðkun. Í móttökunni og á herbergjunum er hægt að fá frían aðgang að þráðlausu Interneti, en hraði Internetsins er mis góður.

Ef þér finnst gaman að versla, þá ertu sko aldeilis á réttum stað. Side er nefnilega eingöngu þrjá kílómetra frá hótelinu, en þar er mikið úrval af verslunum. Hótelið er einnig með litla líkamsræktar aðstöðu, hársnyrtistofu og heilsulind með bæði gufubaði og tyrknesku hamam sem hægt er að nýta sér án endurgjalds. Meðhandlanir í heilsulindinni eru þó gegn gjaldi.

Fersk og vel skipulögð herbergi

Á öllum heimilislegu herbergjunum á Dosi Hótel er lítill ísskápur sem er daglega er áfylltur med vatni, hárþurrka, baðkar, miðstýrð loftkæling, flatskjár, svalir og hægt er að fá öryggishólf gegn greiðslu. Sum herbergin eru með útsýni yfir sundlaugina en önnur yfir nágrennið.

Tvíbýli, 2-3 manna

Þetta u.þ.b. 20 m² herbergi er innréttað með annaðhvort tvíbreiðu rúmi eða tveimur einbreiðum rúmum, og svefnsófa. Hér þurfa minnst tveir að greiða fullt verð en mest er hægt að fá eitt barnaverð. Öll tvíbýli eru með gólfteppi. Einnig er mögulegt að bóka þetta herbergi sem einstaklingsherbergi gegn gjaldi.

Fjölskyldusvíta, 3-4 manna

Í u.þ.b. 35 m² fjölskyldusvítunni er eitt svefnherbergi og eitt herbergi sem hægt er að nota sem setustofu eða svefnherbergi. Í svefnherberginu er tvíbreitt rúm en í hinu herberginu eru annaðhvort kojur eða tvö einbreið rúm. Allar fjölskyldusvítur eru með plastparket. Hér þurfa minnst þrír að greiða fullt verð og mest eitt barn getur fengið barnaverð.

Há- eða lágannatími

Þegar að þú ferðast utan háannatíma, getur verið að veitingastaðir, barir og ýmsar verslanir séu lokaðar, eða loki fyrr en venjulega. Á mörgum hótelum er sólin notuð til upphitunar og til að hita upp vatn og því getur verið kaldara á hótelunum í lengri eða styttri tímabil.

Á lágannatíma getur líka verið að hótel velji að loka fyrr en áætlað hafi verið. Þetta getur þýtt að við þurfum að láta gesti okkar vita með tiltölulega stuttum fyrirvara að þeirra hótel hafi breyst. Einnig getur verið að hluti af hótelsvæðinu sé lokaður eða loki fyrr utan háannatíma. Þetta gildir t.d. um veitingastaði, sundlaugar, bari, barnaskemmtanir og fleira. Innihaldið á hlaðborðunum er miðað við fjölda gesta og því gæti úrvalið minnkað eitthvað.

Á háannatíma (frá 1. júní til 30. september) er yfirleitt líf og fjör á hótelinu og því geta myndast biðraðir á veitingahúsin eða barnum eða biðtími lengst. Það er ekki óvanalegt að tónlist sé á börunum og veitingahúsunum. Athugið að það getur orðið rafmagnslaust eða vatnslaust bæði á háanna- og lágannatíma.