Eitthvað fyrir alla aldurshópa

Sjóræningjaklúbb, dansskóla, sundskóla, unglingaklúbb og fjölskyldudagur!

Þú og börnin getið hjálpast að að skipuleggja skemmtunina í fríinu án þess að þurfa að bóka fyrirfram og auðvitað er þetta allt innifalið í verðinu hjá Nazar.Hér að neðan getur þú lesið meira og einnig séð myndir og athugasemdir frá gestum okkar.

Á Nazar Collection hótelunum bjóðum við upp á eftirfarandi barnaafþreyingu:

Sjóræningjakúbbur | Dance Stars | Swim a´hoy | Chill Out klúbbur | Family Day


Sjóræningjaklúbbur Kapteins Nemo - fáðu sjóræningja með þér heim!

 • Hér læra börnin að verða ekta sjóræningjar!
 • Sjóræningjaklúbburinn er opinn fimm daga vikunnar og leiðbeinendurnir tala skandinavísku.
 • Börnin kynnast nýjum vinum frá öllum Norðurlöndunum og tíminn flýgur í skemmtilegum leikjum, spilum, dansi og fleira!

Kapteinn Nemo og sjóræningjarnir hans bíða tilbúnir til að kenna öllum litlu gestunum okkar það sem ekta sjóræningjar þurfa að kunna. Þeir kynnast nýjum vinum frá öllum Norðurlöndunum og tíminn flýgur með skemmtilegum leikjum, spilum, dansi og fleiru.

Sjóræningjaklúbburinn er opinn frá maí til október, fimm daga vikunnar og er fyrir börn á aldrinum 4-11 ára. 

Ég var með í sjóræningjaklúbbnum af því að mig langaði að vera með í Fjársjóðsleitinni. Mér fannst skemmtilegast í afmælisveislu Kapteins Nemo.

Hilla Saltevo, Finnlandi

Ahoj! Skipulögð er sjóræningjasigling sem skoðunarferð frá öllum Pegasos hótelunum á hinu fallega Manavgatfljóti. Hér eru skipulagðir skemmtilegir leikir fyrir börnin. Þetta er ein af vinsælustu skoðunarferðunum okkar og verður pottþétt hápunktur ferðarinnar fyrir alla fjölskylduna!


Dance Stars: Láttu glaða fætur stappa taktinn

 • Hér kennum við krökkunum að dansa við nýjustu og vinsælustu lögin.
 • Dansskólinn Dance Stars verður í boði 1-3 í viku í júní til október.
 • Einu sinni í viku verður haldin sýning þar sem þú verður stjarna kvöldsins.

Hér kennum við krökkunum að dansa við nýjustu og vinsælustu lögin. Dansskólinn Dance Stars verður í boði 1-3 í viku í júní til október verður haldin sýning þar sem þú færð að vera stjarna kvöldsins og sýna stoltum foreldrum og systkinum öll nýju danssporin sem þú hefur lært.

Það var rosalega skemmtilegt að fá að æfa mismunandi dansa og síðan fengum við að sýna þá fyrir framan alla foreldrana

Stina Eriksson, Svíþjóð

Dansskólinn er miðaður að þremur aldurshópum; yngsti hópurinn er fyrir börn á aldrinum 4-6, mið hópurinn fyrir börn 7-11 ára og elsti hópurinn er fyrir 12-14 ára.


Swim a´hoy sundskóli - börnin læra að synda í sumarfríinu!

 • Leiðbeinendurnir okkar hafa öll tilskilin leyfi til sundkennslu.
 • Sundskólinn er opinn frá júní og fram til október.
 • Sundskólinn hefur slegið í gegn og nú höfum við kennt 5.000 börnum að synda!

Ímyndaðu þér hversu stolt barnið þitt yrði ef það kæmi heim úr sumarfríinu og segði öllum vinunum að nú væri það búið að læra að synda.

Swim a'hoy sundskólinn er opinn fjóra daga vikunnar frá júni til október og eru öll börn á aldrinum 4 – 12 ára velkomin. Leiðbeinendurnir okkar hafa öll tilskilin leyfi til sundkennslu.

Ég byrjaði í sundskólanum af því að mömmu fannst það góð hugmynd. En núna finnst mér það rosalega gaman.

Sofia Hoang, Svíþjóð

Kennslunni er skipt í tvo hópa. Í hópnum með yngstu börnunum er aðal áhersla lögð á leik og öryggi í vatni, á meðan eldri hópnum er boðið upp á alvöru sundkennslu.


Chill Out klúbbur - griðarstaður unglinganna.

 • Í Chill Out klúbbnum gefst þér tækifæri á að hitta jafnaldra á aldrinum 12 – 16 ára.
 • Klúbburinn er opinn fjóra daga vikunnar frá maí til nóvember.
 • Aðgangur bannaður fyrir foreldra og yngri systkin!

I unglingaklúbbi Nazar, Chill Out klúbbnum, gefst þér tækifæri á að hitta jafnaldra á aldrinum 12 – 16 ára.  Hér eru eru skipulagðar alls kyns afþreyingar en einnig er mikill tími helgaður afslöppun, spjalli og sólböðum.

Aðgangur bannaður fyrir foreldra og yngri systkin!

Það skemmtilegasta í Chill Out Club klúbbnum er spurningaleikurinn.

Solve Stensrud, Noregur

Klúbburinn er opinn fjóra daga vikunnar frá maí til nóvember.

Family Day – fjör fyrir alla fjölskylduna

 • Dagur fullur af fjöri fyrir bæði stóra og smáa!
 • Alls kyns leikir og þrautir, eins og t.d. börn mæta fullorðnum, eða fjölskylda á móti fararstjórum/leiðbeinendum
 • Þrautir fyrir alla fjölskylduna eins og t.d. pokahopp, vatnsleikir, kubb og brennibolti.

Með alls kyns leiki og þrautir verður þetta fullkominn dagur fyrir börnin að eignast nýja vini og fyrir alla fjölskylduna að gera eitthvað skemmtilegt saman. Family Day er skipulagður í nokkra tíma annaðhvort fyrir eða eftir hádegi einu sinni í viku frá júní til október.

img

Tillaga að skemmtilegum degi:

Börn 4-6 ára

Tími       Afþreying
09:15     Swim a’hoy sundskólinn
10:00     Strandleikir
10:30     Strand ólympíuleikar
11:00     Kortaföndur
14:15     Barnaklúbburinn opnar
14:30     Sjóræningjaskólinn
15:00     Dance Stars- æfing
20:00     Mindiskó/leikir
21:00     Dance Stars- sýning

Börn 7-11 ára

Tími       Afþreying
09:50     Barnaklúbburinn opnar
10:00     Fótbolti
11:00     Sundlaugarblak
11:30     Brjálað pílukast
14:15     Barnaklúbburinn opnar
14:30     Sundleikir
15:00     Dance Stars- æfing
20:00     Minidiskó
21:00     Dance Stars- sýning

Unglingar 12-16 ára

Tími       Afþreying
10:50     Chill Out klúbburinn opnar
11:00     Strandblak
12:00     Fótbolti
14:50     Chill Out klúbburinn opnar
15:00     Spurningakeppni
16:00     Sundlaugar ,,chill” með leiðbeinendum
19:00     Kvöldverður með þema
20:30     Keila

Þetta er dæmi um dagskrá á háannatímaimg

Góð ráð þegar þú ferðast með börn:

Börn undir tveggja ára aldri
Barn sem ekki er orðið tveggja ára við heimferð, borgar ekkert aukalega, að þeim skilyrðum uppfylltum að barnið sitji í fangi forráðamanns bæði í flugi og rútuferð til og frá flugvelli.

Ekkert aukagjald leggst á fullorðna sem ferðast með ungabarn. Vinsamlegast athugið að aldur barna reiknast út frá aldri við heimferð. Börn undir tveggja ára aldri fá ekki mat í flugvélinni.

Á flestum hótelum getum við tryggt að börn undir tveggja ára aldri fái barnarúm.

Þú getur séð það á ferðastaðfestingunni þinni hvort að við ábyrgjumst barnarúm á hótelinu sem þú hefur bókað. Fyrir önnur hótel er hægt að óska sérstaklega eftir barnarúmi þegar þú bókar. Athugið þó að við getum ekki gulltryggt að að hægt sé að verða við öllum óskum.

Börn á hótelinu
Við viljum benda þér á að á sumum hótelum er krafa um að smábörn í sundlauginni séu með sundbleyju eða í sundbuxum.

Því mælum við ávallt með að þú takir með þér sundbleyju eða sundbuxur að heiman fyrir börnin, sama hvaða hótel þið eruð að fara á.

Húð barna er þynnri og viðkvæmari en hjá fullorðnum, þess vegna sólbrenna þau auðveldlega.

Ekki gleyma að nota sólarvörn með hárri vörn, sólhatt og/eða sundgalla með sólarvörn. Einnig mælum við með að þið komið ykkur fyrir í skugganum um miðjan daginn þegar sólin er sem sterkust.

Ferðaheimild fyrir ferðalanga undir 18 ára aldri
Fyrir ferðalanga sem ekki eru orðnir sjálfráða (þ.e undir 18 ára) og ferðast án forráðamanns, er þörf á sérstakri ferðaheimild þar sem forráðamaður þarf að samþykkja ferðalagið

Þú getur hlaðið niður vottorðinu hér.img

Kids' Comfort

Við hjá Nazar elskum börn og viljum því að bæði þau og foreldrarnir hafi það eins gott og mögulegt! Nú þarftu ekki lengur að hafa kerruna með þér í sumarfríið og þú getur soðið vatn í grautinn í friði og ró inni á herberginu.

Á Pegasos hótelunum okkar er nú hægt að bóka Kid´s comfort þar sem þú færð kerru (t.d.Chicco Snappy Spring) á herbergið ásamt barnastól og hraðsuðukatli. Takmarkað magn í boði:

Verð: 6.000 kr/viku.

img

Athugasemdir gesta

Í sjóræningjaklúbbnum er ég búin að læra að finna fjársjóð, hvernig maður á að nota sverð og vera hugrakkur. Það besta við sjóræningjaklúbbinn er þegar maður fær stimpla í sjóræningjapassan sinn, og þegar við borðum ís – ég elska ís!

Ivan Pulkkinen, Finnlandi

Ég er í Swim a'hoy sundskólanum til að læra að synda og ég er næstum búin að læra það. Best af öllu er að kafa! Sundnámskeiðið er rosa skemmtilegt og ég vil pottþétt vera með á næsta ári líka.

Oliver Vinther Hjelmgaard, Danmörku

Þetta er í þriðja skiptið ég kem hingað í ferð og er með í Chill Out klúbbnum- og það er jafn skemmtilegt í hvert einsta skipti! Ég held ennþá sambandi á Facebook og Instagram við nokkra af þeim vinum sem ég eignaðist í Chill Out Klúbbnum.

Max Hugosson, Svíþjóð