Hreyfihamlaðir

Almennar upplýsingar

Við, sem sérfræðingar í lúxusferðum, bjóðum upp á nokkur hótel sem eru tilvalin fyrir hreyfihamlaða, en mjög fá hótel í Tyrklandi henta hreyfihömluðum. Þrátt fyrir að ekkert af okkar hótelum séu sérstaklega hönnuð til að taka á móti hreyfihömluðum, þá mælum við sérstaklega með nokkrum útvöldum sem við teljum að gætu hentað þínum óskum.

Til þess að þú sem hreyfihamlaður getir fengið sem mest út úr velheppnuðu fríi, mælum við með hótelunum Pegasos World, Pegasos Resort og Pegasos Royal. Þó svo að þú sért í hjólastól, getur þú óhindrað komist um allt hótelsvæðið á þessum hótelum.

Enn sem komið er eru þó engar lyftur við sundlaugarnar og það getur verið erfitt að komast í hjólastólnum niður á strönd þar sem engir stígar eru í sandinum.

Rúmgóðir veitingastaðirnir eru auðveldlega aðgengilegir bæði frá lyftunum og herberginu þínu. Við getum ekki boðið upp á sérstakan akstur til og frá flugvellinum. Ef hjólastóllinn er ekki samfellanlegur, er nauðsynlegt að bóka einkaakstur, sem þó er hægt að bóka um leið og ferðina (gegn greiðslu).


Nokkur góð ráð

Það er tiltölulega nýtt í Tyrklandi og fleiri sólarlöndum að hótel aðlagi sig hreyfihömluðum. Gerðu því lista yfir kröfur þínar og væntingar og við finnum bestu lausnina fyrir þig.

Skipulegðu ferðina með góðum fyrirvara og skrifaðu eins nákvæman lista og hægt er. Við kjósum helst að samskipti okkar varðandi kröfur þínar og væntingar séu á skriflegu formi.

Deildu upplifun þinni á ferðinni með okkur þegar heim er komið. Það getur verið stór hjálp fyrir aðra hreyfihamlaða gesti.

Við biðjum þig um að fylla út eftirfarandi form í síðasta lagi sjö dögum fyrir brottför, svo við getum uppfyllt þínar kröfur sem best. Fyrirspurnum verður svarað með tölvupósti.

Fill out my online form.

Ef þú hefur aðrar sérþarfir eða spurningar skaltu hafa samband við þjónustuver í síma 519 2777 alla virka daga á milli kl. 07:00 - 16:00 eða senda tölvupóst á info@nazar.is.